Musica - 01.03.1949, Page 27

Musica - 01.03.1949, Page 27
Kaupmannahöfn. Það er von á óvenjulega mörgum listamönnum til Danmerkur þetta tónlistatímabil og margir hafa þegar gist landið. I janúar héldu hljómleika m. a. rússneski píanóleik- arinn Nikolai Orloff, söngvararnir Axel Schiötz, Sig- urd Hjörling og heitmey hans Edith Oldrup. I febrúar verða í Danmörku þessir listamenn: píanó- leikarinn Pnina Salzmann frá Palestínu, sænski píanó- leikarinn Hans Leygraf og norðmaðurinn Robert Riefling, auk þessara listamanna koma svo með vor inu, Edwin Fisher, Ellabella Davis, Adolf Buch, Doris Doree,Solomon, Ida Haendel, Andor Földes Doi is Dorec. og svo sjálfur Benjamino Gigli, auk fjölda danskra listamanna, meira að segja er ein íslenzk listakona á þessum langa' lista heimsfrægra listamanna, enn það er Elsa Sigfús. Þýz\aland. Eigandi hins þekkta þýzka orgelfyrtækis Walcker & Co., í Ludwigsburg dó fyrir skömmu 79 ára að aldri. Fiðluleikarinn Georg Kulenkampff dó þann 4. okt. 1948 í Schaffhausen eftir fárra daga veikindi. Hann var 50 að aldri er hann lést. Tónlistarlíf Þýzkalands er mikið að rétta við eftir stríðið, enda leggja þýzk stjórnarvöld jafn í vestur- sem austur-Þýzka'landi mikla áherzlu á að endurbyggja menningarlíf landsins, sérstaklega tónmenninguna, væri betra að fleirri lönd létu þessar framkvæmdir þjóðverja verða sér til fyrirmyndar. Wien. Ríkissöngleikjahúsið í Wien mun byrja tónlistar- tímabilið með verkum eftir tvo unga og tiltölulega óþekkta höfunda. Verkin eru „Palestrina" eftir Hans Pfitzner og „Tarassenko“ eftir Franz Salmhofer. Rússland. Sjostakovitsch og fl. rússnesk tónskáld hafa fengið áminningu frá tónskáldaráði Sovétríkjanna, vegna m. a. slælegrar þáttöku þeirra í störfum félagsins. MUSICA 27

x

Musica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.