Musica - 01.06.1949, Page 3
780.5-
niui
iHuJica
2. ÁRGANGUR JÚNÍ 1949 1. TÖLUBLAÐ
Ú tgefandi: Drangeyjarútgáfan.
RITSTJÓRARABB
Hversvegna eru hljómleikar svo illa sóttir?
Það er staðreynd að aðsókn að hljómleikum
hér á landi er afleit, enn þó má undanskilja jazz-
hljómleika, og hljómleika frægra útlendinga. Tón-
listarfélagið, kórar og önnur músikfélög hafa því
gripið til þess ráðs, að safna styrktarmeðlimum
til þess yfirleitt, að geta haldið starfsemi sinni
áfram.
Það sagði glöggur maður fyrir skömmu, að
tónlistarunnendur hér í Reykjavík væru ekki
fleiri enn eitt þúsund, og er það sorglega lítill
prósentafjöldi í hinni 55,000 nxgnna borg.
Hvað er rétt í fullyrðingu þessari er óvitað, en
víst er, að margir okkar fremstu listamanna, er
lagt hafa í sjálfstæða hljómleika, hafa orðið að
gefa í hálf húsin, og leggja með sér fleiri þús-
undir, fyrir utan allt það erfiði er þeir hafa á sig
lagt.
Margar ástæður hafa verið látnar uppi um, af
hverju aðsóknin að hljómleikunum væri svo léleg.
Sumir hafa haldið fram, að inngangseyrir væri
of hár.
Til eru auðvita dæmi um, að menn hafi kveink-
að sér við að greiða 15 krónur fyrir miða að prýðis
hljómleik, en hafa svo næsta laugardagskvöld
með glöðu geði eytt hundruðum króna í drykkju-
skap í einhverju kaffihúsa bæjarins.
Margir hafa kvartað yfir, að hljómleikarnir
væri yfirleitt á slæmum tíma, og hygg ég að þeir
hafa mikið til síns máls, því að vitað er að
margir geta ekki komið við, að fara á hljómleika
kl. 7, þar eð þeir losna ekki úr vinnu sinni fyrr
enn þá. ____
ui 181 r.an
Auk þess hafa verið færðar fram margar aðrar
ástæður, mismunandi trúlegar, en eitt er sam-
eiginlegt með þeim öllum, að ef áhugin væri
virkilega fyrir hendi, þá myndu allir góðir hljóm-
leikar verða vel sóttir.
Þá munu margir spyrja, hvernig eigi að vekja
áhuga fólksins fyrir tónlistinni.
Hafa okkur borist mörg bréf um þetta mál,
og eru tillögur margra bréfritaranna mjög
athygglisverðar. — Munu nokkur bréf um þetta
mál verða birt í næsta hefti.
Tónlistin sem stjórnmálalegt vopn?
Miklar deilur hafa risið í sambandi við negra-
söngvarann fræga Paul Robeson, en hann hefir
látið all ófriðlega á hljómleikum sínum undan-
farið, sungið rússneska baráttusöngva og haldið
pólitíska ræðu, en áheyrendur hafa flautað og
æpt að honum.
Auk þess refsaði hann danska blaðinu ,,Poli-
tikken“ fyrir afstöðu þess með Atlandshafsbanda-
laginu með því að biðjast undan að syngja á
hljómleikum blaðsins, en söng í stað þess að
hljómleikum fyrir danska kommúnistablaðið
„Land og Folk“.
I Suður-Afríku hafa plötur, er Robeson hefur
sungið inn á verið bannaðar, og annarsstaðar
hefir mótmælaalda risið upp gegn honum.
Áður en Paul Robenson fór í þessa hljómleika-
ferð, hafði hann ferðast um mörg lönd, og haldið
fjölda fyrirlestra, og hann hafði ákveðið að syngja
ekki fyrst um sinn að minsta kosti, heldur helga
baráttu negranna, krafta sína.
MUSICA 3