Musica - 01.06.1949, Síða 9

Musica - 01.06.1949, Síða 9
Þróun Sæveruds er athyglisverð, og hefir hann getað skapað sinn eiginn stíl, en hann er einfald- ur, ákveðinn og rökfastur, en rætur tónlindar hans er í hinum frjóa þjóðlega jarðveg. Síðustu 10 árin hefir Sæverud búið í hinum fagra bústað sínum Siljustöl, nokkrar mílur frá Bergen, þar hefur hann lifað góðu fjölskyldulífi, \ nánum tengslum við hina fögru norsku náttúru. Tóndœmi tír „Sinfóníu So/arosa", eftir Sceverud. Merkasta verk Sæveruds er efalaust sinfónía dolorosa. Verkið er ekki sinfónía í orðsins réttu merkingu, það er aðeins einn kafli með einu thema, sem aldrei er notað í sama formi, en breytist stöðugt Stíllinn er hreinn, og meðferð hljómanna er sinfónískur. Það má vænta sér mikils af Sæverud, því að norska moldin er frjó, og Sæverud kann að not- færa sér hráefnið. K/aus Eggc. inu sióð, er afar sterk í byggingu sinni, og sýnir þann spenning og þá sálarlegu áþján, sem norska þjóðin varð að þola. Egge hefur ekki aðeins form sinfóníunnar á vald' sínu, heldur eru sónötur hans, skemmtilega byggðar cg sveigjanlegar. Klaus Egge er fæddur í Þelamörk árið 1906, og er nemandi Fartein Valen og Gmeindl í Berl- ín. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1934, en þá var uppfært verk eftir hann á tónskálda- kvöldi í Osló Hann hefir verið ritstjóri norska tónlistartíma- ritsins „Tonekunst“. Þekktustu verk hans eru, ein sinfónía, tveir píanókonsertar, fiðlusónata og píanótríó. Harðangurstónlistin og norsk sveitatónlist hefur haft mikil áhrif á Egge og eru öll verk hans með hreinTnorskum blæ. Sinfónía Egges sem er samin meðan á hernám- Aðalthemað i sinfóniu Eggc. Stíll Egges er enn í deiglunni, en hann er einn skemmtilegasti persónuleiki meðal hinna ungu norsku tónskálda. Ludvig Irgens Jensen, er fæddur í Osló 1894, MUSICA 9

x

Musica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.