Musica - 01.06.1949, Page 11
Gagnrýnandinn Sig. Skagfield
„Gagnryni“ sú er Sigurður Skagfield, óperu-
söngvari hefir undanfarna mánuði birt í Tíman-
um, hefir vakið furðu allra þeirra er lesið hafa.
Hefir Skagfield með offorsi og látum ráðist á
marga okkar ágætustu listamenn, og marga óvið-
komandi, sem hann hefir notað tækifærið til að
skeyta skapi sínu á.
Ur hófi keyrir þó gagnryni hans á flutningi Tón-
listarfélagsins og Sinfóníuhljómsveitar Reykjar-
víkur á sálumessu Mozarts, sem er áreiðanlega
illgjarnasta gagnryni, er birst hefir á íslenzkri
tungu, og þótt víðar væri leitað
„Gagnrýnin“ hefst með því að Skagfield segir,
lesendum draugasögu:
„Samtíðarmenn Mozart þóttust sjá fyrir, að
hann ætti ekki langa lífdaga fyrir höndum og
vildu þessvegna með einhverjum ráðum fá hann
til að semja sálumessu, í því augnamiði segir sag-
an“. Klæddist einn af helstu aðalsmönnum Vínar-
borgar hettubúningi og málaði sig dólgslega í and-
litið, heimsótti meistarann og krafist þess með
draugslegri röddu, að hann skrifaði sálumessu.
Þrisvar kom hinn reiði „andi“ í heimsókn til
meistarans og að síðustu lofaði Mozart „andan-
um“, að skrifa sálumessu og hafa hana til á
ákveðnum tíma, sem „andinn“ tiltók.
Mozart var þá bæði fátækur og veikur, sóttist
verkið seint og síðustu taktana skrifaði hann í
rúminu að dauða kominn“.
Hvaðan Skagfield hefir þessa draugasögu skal ég
láta ósagt, nema ef hún skyldi vera frumsaminn,
ef svo er á Skagfield áreiðanlega mikla framtíð
fyrir sér sem höfundur þesskonar sagna. Auk
þess hve ótrúlegt það er að samtíðarmenn Mozarts
skyldu leika slíkan skrípaleik í stað þess að gefa
honum peninga fyrir nausynlegri fæðu. Vil ég nú
segja hið rétta í þessu máli, svo að Skagfield geti
skrifað það bak við eyrað í næsta skifti.
Walsegg greifi pantaði þessa sálumessu hjá
Mozart, og ætlaði að gefa hana út undir eigin
nafni, og til að enginn skyldi þekkja hann, kom
hann klæddur í dulargerfi, á fund Mozarts. Auk
þess lauk Mozart aldrei við sálumessuna, nem-
andi hans Siiszmayer lauk verkinu skömmu eftir
dauða meistarans, þó eftir fyrirsögn hans. Skul-
um við nú næst snúa okkur að kafla 2. og 3. í
grein Skagfields, enn þeir eru helgaðir Tónlisar-
félaginu, sem honum virðist vera sérstaklega upp-
sigað við, og hefur hann eflaust sínar ástæður til
þess. I kafla 4 hefst svo sjálf „gagnrynin11.
Skagfield byrjar á að segja að uppfærslan hafi
um margt verið athyglisverð, en eftir það sleppir
hann sér alveg og segir m. a.:
„Sópranarnir sungu með hásum og hörðum rödd-
um . . . Píanissímó, „ekki til í dæminu“ . . .
eilífur kraftasöngur með járnsmiðsins pákuslögum
utan úr horni hljómsveitarinnar . . . forsöngur
sólistana var hikandi, ójafn og illa samæfður . . .
Sinfóníuhljómsveitin (með því nafni) aðstoðaði
. . . hljómsveitin hamaðist gjörsamlega óæfð og
„disciplin“ — laust . . . hin ofboðslega óhreina
samæfing þessarar hljómsveitar . . . átakanleg
hljóð er ýmsir úr hljómsveitinni ráku upp á sín
„instrument“ . . . (hinir betri í hljómsveitinni),
hverfa fyrir óhljóðum hinna, . . . hin klassisku
meistaraverk er ekki hægt að uppfæra og klæða
í hirðfífilsbúning, . . . að endingu, klykkir „gagn-
rýnandinn“ út með þessari spaklegu athugasemd.
„Meðlimir þessarar hljómsveitar ættu að vita það,
að þeir eiga að spila, en ekki að saga, því að hér
eru engar sögunarmyllur“. Þá veit maður það.
Eftir að hafa lokið þessu hefur Skagfield efa-
laust þurkað af sér svitan, og hafist handa að
nýju og hefst svo 5. kafli, sem er nokkurskonar
eftirmáli.
Þar kvartar Skagfield m. a. yfir því: „. . . að hér
MUSICA 1 1