Musica - 01.06.1949, Qupperneq 12

Musica - 01.06.1949, Qupperneq 12
hafi aldrei til langdvalar dvalið fyrsta flokks erl- endir hljómsveitarstjórar, nema góðir og gegnir miðlungarar, sem einnig vilja ,,Imponera“ okkur með skriffinsku“. Þó að ekki sé vel skýrt hvað Skagfield meinar með þessum orðum, er þó skilj- anlegt, að hann er að reyna að hnýta í þá erlendu hljómsveitarstjóra er hér dveljast Dr. Urbants- chitsch og Róbert Abraham, en hann ætti að hafa vit á, að vera þessum mönnum þakklátur fyrir það sem þeir hafa gert fyrir íslenzka tónlist, og það ástfóstur er þeir hafa tekið við íslenzk þjóð- lög. Og mætti hinn mæti tenór taka þessa menn sér til fyrirmyndar. Að endingu hnýtir hann í rit- stjóra „tónlistarfélagsblaðsins“, vil ég benda Skag- field á að eina tónlistarblaðið sem út er gefið er „Tónlistarblaðið Musica“, og hlít ég því að taka þessa sendingu til mín, þótt blaðið sé í engu áhangandi Tónlistarfélaginu, en styðji í einu og öllu, þróun tónlistarlífsins hér á landi, og hverja þá sem, að þeirri þróun stuðla. Virðist það fara í taugar Skafields. Auk þess skil ég ekki í, hvaða sambandi ég hefi við sálumessu Mozarts, nema að Skagfield hafi heyrt þar eina draugasöguna enn. Það er skemmtilegt að kynna sér rithátt Skag- fields, fyrst byrjar hann í barnatímastíl og segir lesundunum draugasögu, þvínæst skammast hann pínulítið, er svo góður aftur, en verður svo skyndilega feikna vondur og illur, stappar niður fótunum, og rótar upp orðaflaumi svo að urgar í pennanum, en verður svo skyndilega dapur, svo að þátturinn endar með hinu raunsæja kvæði Ingemanns er Skagfield ætti að leggja sér á minni: Vi er ej skapt for höjhed og blæst at blive í graven det tjener os best. En svo illa vill til, að Skagfield hefir þetta kvæð rangt eftir, en það er þannig rétt: Vi er ej skapt for höjhed og blæst at blive ved jorden det tjener os best. Ég vil að endingu ráðleggja Skagfeild að lesa yfir þá gagnrýni er hann ætlar að senda frá sér, daginn eftir að hún er skrifuð. Fólki með yfirspentar taugar á ávalt að láta skapið sjatna dálítið áður, en það gerir eitthvað sem það svo e. t. v. sér eftir seinna. Ég vildi óska, að Sigurður Skagfield tæki þess- ar vinsamlegu ráðleggingar til greina, þá myndi vegur hans gerast annar, en hann er nú. Mínar beztu óskir. Tage Ammendrup. o Við þökkum áskrifendum Musica fyrir hjálp- semi þeirra og aðstoð við innheimtu áskriftar- gjalda blaðsins fyrir 1. árg. Einnig þökkum við áskrifendum fyrir þær góðu undirtektir er áskriftarsöfnun blaðsins hefir hlotið. Hafa nýir áskrifendur streymt inn undanfama 2 mánuði, og erum við vel á vegi með að ná marki okkar sem er 500 nýir áskrifendur fyrir áramót og treystum við á áframhaldandi aðstoð allra vel- unnara blaðsins. o Við þökkum lesendum fyrir allan þann fjölda bréfa er okkur berst um ýmis efni. Hefir okkur verið mikill styrkur af þessum bréf- um, og haft mikið gagn af að heyra álit lesenda á efni blaðsins. o Ejtii' niðurs\urð jjárvcitingancjndar á styr/( til sinjóniuhljómsveitar Rcyl(javí\ur. 12 MUSICA

x

Musica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.