Musica - 01.06.1949, Qupperneq 19
kynnast Hándel, heldur gaf það tilefni til endur-
mats á verkum hans.
Skyndilega komust tónlistarmenn álfunnar, að
raun um að einhver Hándel hafði samið fyrir
hundrað ára fjöldan allan af óratóríum, söngleikj-
um, kammertónlist, píanóverkum, og orgelverk-
um og síðast en ekki síst hina undurfögru
Conserto Grossi.
En við skulum kynna okkur nánar lífsferil hins
misheppnaða lögfræðistúdents, og sérvitra þrá-
kálfs Friedric Hándel.
Hándel fer til Hamborgar.
Engum gat dottið í hug, að sonur hins hertoga-
lega líflæknis og virðingamanns Georg Friederich
Hándels í hinum góðu og virðulega bæ, Halle,
myndi leggja fyrir sig annað en hinn virðinga-
verða, krókalausa og heiðarlega veg, embættis-
mannastétta hinna þýzku smábæjar.
Hándel eldri var gott dæmi hinar heiðarlegu
og duglegu borgarastéttar 17. aldarinnar.
Einkenni þessarar stéttar var heiðarleiki, spar-
semi og guðsótti, blandaður þröngsyni, sem þó
ekki útilokaði heilbrigða skynsemi. Þar af leið-
andi hlaut slíkur maður sem Hándel eldri, að hafa
mikla lítilsvirðingu á öðru eins starfi og lista-
mannsstarfinu, og frá hans sjónarmiði var tónlist
ekkert annað en trúðmennska, og er í ljós kom,
að Hándel yngri hafði áhuga á tónlistinni, var
áhuganum miskunarlaus't haldið niðri.
En yngri Hándel hafði erft frá föður sínum auk
skynseminnar, mikinn sálarstyrk, og er faðir hans
sagði hið miskunarlausa, „Má ekki“ sagði sonur,
„Ég skal“.
Og á endanum varð faðirinn að beygja sig.
Það var eftir heimsókn í nágrannakirkjuna í
Weissenfels, að hertoginn tók eftir gáfum og hæfi-
leikum drengsins er hann fékk að leika á kirkju-
orgelið, og þá fékk Hándel kennara, og hann var
svo lánsamur að fá sem kennara hin duglega
tónlistannann og kennara Friedrich Wilhelm
Zachow.
Hjá Zachow lærði Hándel tónfræði og kynntist
hinum þýzka barokstíl, en einnig eldri og yngri
erlendri tónlist.
Hándel lærði einnig að leika á öll þau hljóð-
færa, er voru notuð í hljómsveit baroktímans, og
fékk þá mikla ást á óbóinu.
Hándel eldri dó árið 1697, og hann hafði svo
mikil áhrif á soninn, að til að fara eftir vilja
hans lét hann skrá sig við háskólann í Halle sem
lögfræðinema, en jafnframt hafði hann stöðu sem
orgelleikari, og „samdi eins og óður væri“.
En Hándel var mishepnaður stúdent, enda hætti
hann brátt námi við háskólann og lagði land undir
fót og fór til Hamborgár, óskalands allra tónlist-
manna þeirra tíma, þar sem Reinhard Keiser
lagði fólkið fyrir fætur sér með söngleikjum
sínum, sem eru fullir dásemlegrar tónlistar, enda
var hann um margt fyrirmynd Mozart í byggingu
laglínunnar.
Keisir var afar gáfaður tónlistarmaður, en afar
léttlyndur, og er vel gekk, skemmti hann sér
taumlaust, en varð svo að verja löngum tíma á
milli skemmtana við að róa skuldheimtumenn.
Seinast flutti hann til Kaupmannahafnar, þar
sem hann varð konunglegur hljómsveitarstjóri og
dó þar.
Hándel fékk í verkum Keiser yfirlit yfir það
svið sem hann sjálfur átti eftir að afla sér frægðar
á, en til að byrja með, fór hann í hljómsveit
Hamborgarsöngleikjahússins sem annar fiðlari, og
með hægðinni hlustaði hann á, lærði og öðlaðist
skilning á rriörgu því, er átti eftir að koma honum
að gagni síðar meir.
Enn þá kynntist hann Johann Mattheson.
Framh.
Tónlistarmenn mótmœla lœkunn ó
listamannalaunum
Á tónlistarfundi, sem haldinn var nýlega í Rvík,
var samþykkt svofelld ályktun:
„Stjórnarfundur Tónskáldafélags Islands felur
sérstakri nefnd, að leiðrétta þann misskilning fjár-
veitingarnefndar alþingis, að íslenzkum listamönn-
um og höfundum hafi þegar tekizt að afla sér
tekna vegna þáttöku íslands í Bernarsambandinu,
og mótmælir eindregið þeirri tillögu nefndarinnar
að lækka laun listamanna um 75 þúsund krónur.
Fundurinn felur nefndinni að leita fulltingis
alþingis til þeirra ráðstafana, sem nauðsynlegar
eru til að hagnýta Bernarsambands samþykktina
í þágu íslenzkra höfunda“.
Ályktuninni fylgir löng greinargerð til fjárveit-
inganefndar með rökstuðningi tónlistarmannanna.
MUSICA 19