Musica - 01.06.1949, Page 25

Musica - 01.06.1949, Page 25
Aímælisávarp Jóns Leifs flutt í Ríkísútvarpinu Kæru landar! Óskað hefur verið, að ég segði nokkur orð í sambandi við flutning verka minna. Hikandi verð ég við þeim tilmælum, enda virðist erfitt að tala um það, er helzt þyrfti að útskýra. Ekki virðist jarðvegur fyrir hendi, er geti látið þau frækorn dafna, sem ég hezt vildi láta frjóvgast á íslandi. Ekki virðist heldur andleg meltingarfæri neytend- anna, sem eiga að taka við þessari sálarfæðu, enn svo vel viðbúin, að til gagns megi verða. Eg skal reyna að hugsa mér að ég sé löngu látinn, að æfistarf mitt liggi ljóst fyrir og að viðtökutæki hugarfars hjá hlustendum séu í bezta lagi. Henrik Ibsen lætur í einu leikriti sínu skáldið, — Islendinginn, veita upplýsingar um listvinnu sína. Skáldið er spurt hvað verka sinna hann telji bezt. Hann svarar hiklaust: „Þau sem enn eru ósamin“. Mér er eins farið. Sumir höfundar vilja ekki tala um þau verk, sem þeir ætla að semja. Eg hefi hinsvegar ekki ánægju af, að tala um önnur verk mín, en einmitt þau ósömdu. Óska vildi ég, að eins færi fyrir mér og Dostojewsky, sem hafði eitt sinn rætt svo mikið um verk, er hann vildi semja, að vinir hans lokuðu hann inni þar. Auk þess hefi ég samið fjölda einsöngslaga, og hefir Sigurður, bróðir sungið nokkur þeirra opinberlega, en þau eru öll í handriti og fá víst að dúsa þar a. m. k. fyrst um sinn. — Er von á nýju danslagi eftir þig á næstunni? — Já, það kemur nýtt lag eftir mig í haust og mun það væntanlega heita „Þú kemur“. — Finnst þér starf tónlistarmannsins leiði- gjarnt? — Nei þvert á móti, ég spila í Þórskaffi og líkar þar vel, og í frítímum sem ég lög, og þótt þau eigi e. t. v. ekki eftir að koma út, hefi ég gaman af að semja þau. og slepptu honum ekki út fyrr en verkinu var lokið. Segja má að ég hafi alla mína æfi verið að leita að sjálfum mér og að hinu eiginlega hlut- verki íslands í heimsmenningunni. Nú þykist ég hafa fundið hvað rétt er í þeim efnum. Nú fyrst treysti ég mér til fulls til, að semja verk í þeim rétta anda. Þetta hefir verið löng leið. Mér finnst ég hafa þokast nær markinu smátt og smátt, — stundum eins og undir ósýnilegri handleiðslu, — stundum óafvitandi og jafnvel gegn mínum eigin vilja. Ekki fyrr en eftir á hefur samhengið og skynsemin í rökrás þroskabrautar minnar komið í ljós. Sannfæring mín er þetta: ísland hefur bjargað frumdrögum, að sérstæðri norrænni listmenningu, sem aldrei náði að þrosk- ast til fulls. Upphaf hennar bæði hér á landi og annarsstaðar í Evrópu stöðvaðist um árið 1300. Brot ein urðu eftir, og duldir þræðir finnast í svo- kallaðri gotneskri myndlist og í fornum söng í Norðvestur-Evrópu á tímabilinu 1100—1300. Sömu drög, sömu lögmál tilfinninga og listsköp- unar, búa í fornbókmenntum íslendinga, myndlist þeirra á 12. og 13. öld, tungu þeirra og þjóðlögum, fornum tvísöng, rímnalögum og öðru slíku. Þessi drög voru og eru ekki endalok frum- norrænnar menningar, heldur fyrirheit um nor- ræna endurreisn með líkum hætti og endurreisn grísk-rómversku menningarinnar forðum, en vit- anlega í allt öðrum anda. Þessi norræna endurreisn ætti að mega öðlast forustu í listmenningu hins hvíta mannkyns á komandi tveim eða þrem öldum. Island og íslenzk menning hefur að geyma lykilinn, að þeirri end- urreisn. Takmai’k listviðleitni minnar er, að láta menn finna þennan lykil. — Enginn veit, — allra sízt ég sjálfur, hve mikið ég fæ nálgast þetta tak- rnai’k, en með það fyrir augurn ber að meta verk mín og tilraunir eða njóta þeii’ra. Þökk fyrir góða áheyrn. MUSICA 25

x

Musica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.