Musica - 01.06.1949, Qupperneq 28
NYJAR NOTUR
Nýlega er komin á markaðinn 10 einsöngslög,
eftir Friðrik Bjarnason, orgelleikara við þjóðkirkj-
una í Hafnarfirði.
Lögin heita:
Tónaflug, texti Jónas Guðlaugsson, Vorblær,
texti Fríða Hallgríms, Stjörnur um sumarnótt,
texti þýddur af Matth. Jochumssyni, Það Kvöldar,
texti Kristmann Guðmundsson, Ferðbúinn, texti
Örn Arnarson Hljóðar nætur, texti Sigurjón
Friðjónsson, Haustljóð, texti Sigurður Jónsson
frá Brún, Hvíldir, texti Jón Magnússon, Sólarlag,
texti Þorsteinn Gíslason.
Lögin eru hvert öðru fallegra, og mega ein-
söngvarar okkar hrósa happi yfir að fá þessi lög
á söngskrá sína.
Lithoprent hefir annast ljósprentunina eftir
handriti höfundar, og hefir hún tekist vel.
Frágangur heftisins er mjög vandaður.
Verð krónur 10,00
Tónlistarblaðinu Musica hefir borist 1. hefti
söngvasafns Landsambands blandaðra kóra.
Er í heftinu 55 lög fyrir blandaðar raddir eftir
innlenda sem erlenda höfunda.
Björgvin Guðmundsson tónskáld tók heftið
saman, og er allur frágangur þess hinn vandaðasti.
Von er á næstunni á 2. hefti þessa söngvasafns,
og er blönduðum kórum um land allt hinn mesti
styrkur að þessari útgáfu.
Verð 1. heftis er kr. 25,00.
L. B. K. var 10 ára 5. desember, og hefir unnið
að málum blandaðra kóra mikið gagn með starfi
sínu, m. a. með söngmótum og fyrirgreiðslu á
starfi blandaðra kóra.
í stjórn sambandsins eru nú, Jón Alexanders-
son, formaður; Eðvald B. Malmquist, gjaldkeri
og Steindór Björnsson ritari.
Vornótt
eftir Jónatan Ólafsson, píanóleikara er nýkomið
á markaðinn. Lagið er vel fallið til söngs, og mun
áreiðanlega njóta vinsælda, og verða jafn mikil
plága og „Tondeleyo“ var (og er jafnvel enn) á
sínum tíma.
Frágangur er ágætur.
Verð krónur 6.00.
O
Rússneska söngaðferðin
Framh af myndaopnu.
„Pú“ til þess að þroska resónans.
hefðbundið dálæti okkar á „púi“ er mjög til
þess fallið, að þroska resónans. Jafnvel söngvur-
um, sem aldrei nota það í starfi sínu, væri gagn-
legt að æfa það í hófi, vegna þess, hve vel það
er til þess fallið, að flytja röddina fram. Leyndar-
dómurinn við „púið“, sem resónansæfingu, er það,
að finna tóninn titra á vörunum og í andlitinu Ef
þessi titringur finnst ekki glögglega (eins og kitl-
andi suð), resónerar röddin ekki rétt.
Auðvitað höfum við skapað okkur sérstakt kerfi
á kóræfingum okkar. Á þeim tíma, er flestir
hljómleikar eru haldnir, höfum við lítinn tíma til
æfinga oftar en þrisvar til fjórum sinnum á mán-
uði. En um sumarmánuðina æfum við í ákafa bæði
við að útbúa dagskrár og raddtækni. Sex vikur
sumarsins æfum við okkur átta stundir á dag,
— fjórar um morguninn og fjórar eftir hádegi.
Þá eru nýjar dagskrár samdar. Eg vel lögin, skipti
þeim í raddirnar og fer yfir valið með kórnum
í heild og útskýri áhrifin, sem keppt er að. Næst
því er vinnan með einstökum raddflokkum. Þeg-
ar hver rödd hefur sungið sitt hlutverk fimm eða
sex sinnum, leggjum við nóturnar til hliðar og
syngjum blaðalaust. Þegar hér er komið, hafa
allir skilið að hvaða marki er keppt, þeir kunna
hlutverk sín og geta einbeitt sér að laginu án þess
að horfa á nóturnar. Þá hefst sú stranga vinna,
að fága og hreinsa!
Það er mjög örfandi að finna hve smekkvísi
amerískra hlustenda er að aukast. Fyrst þegar
við sungum hérna, fyrir um það bil tólf árum,
virtust áheyrendurnir skoða okkur sem einskon-
28 MUStOA