Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 5
ÚTVARPSTÍÐINDI 53 Fréttastofan og leikritastarfsemi útvarpsins fær aukið húsnæði UM MARGRA ÁRA skeið hafa þrengsli gert starfsemi Ríkisútvarps- ins margfalt erfiðari og staðið henni mjög fyrir þryfum. Einmitt þess vegna er iögð á það rík áherzla af öllum þeim sem skilja þarfirnar fyr- ir góðri starfsemi þess, að sem fyrst verði hafist handa um byggingu húss yfir útvarpið. Ef til vill segja marg- ir, að of mikið hafi kennt stórhugs og b.jartsýni í áætlunum þeirra, sem unnið hafa að undirbúningi málsins, en það er fýrst og fremst Jónas Þor- bergsson útvarpsstjóri, en þess ber þá að gæta, að starfsemi Ríkisút- varpsins er mjög margþætt og mikil, og að ef á að skapa henni sæmilega vistarveru, ef koma á upp miðstöð í höfuðstaðnum fyrir allt starf þess, þá nægir ekki minna en stórhýsi. Ríkisútvarpið hefur nú starf sitt á 8 stöðum í Reykjavík. öllum hlýtur að skiljast að þetta er óheppilegt og að ekki getur farið hjá því, að það valdi truflunum á rekstrinum. Ríkis- útvarpið rekur viðgerðastofu og við- tækjasmiðju. Það er með dagskrár- starf sitt á tveimur stöðum. Það verð- ur að hafa vörugeymslur á tveimur stöðum eða öllu heldur þremur, en auk þess er eðlilegast að Viðtækja- verzlun ríkisins sé í sama húsi og öll önnur starfsemi útvarpsins, þó * að hún sé ekki rekin af því sjálfu. Það er því bersýnilegt, að til þess að hægt sé að koma allri þessari starfsemi undir eitt þak, þarf mikið húsrúm. En auk þess er Ríkisútvarp- ið svo virðuleg stofnun og svo mikils virði fyrir þjóðfélagið, að því hæfir ekki nema glæsileg bygging. Maður verður því að vænta þess, að ekki líði langur tími, þar til haf- izt verður handa um byggingu út- varpshúss. Að vísu verður að gera ráð fyrir, að það verði ekki byggt á einum degi, heldur smátt og smátt. Aðalatriðið er að byrjað verði, sem allra fyrst, enda verður það gert, þó að um það kunni að verða deilt, og það því fremur, sem Ríkisútvarpið hefur búið svo í haginn fyrir sig, að það á allmikið fé til þess að hefj- ast handa með. En meðan ástandið er þannig, að Ríkisútvarpið á í raun og veru engan fastan samastað og verður að vera á hrakhólum með starfsemi sína, er reynt að fá á leigu húsnæði, fjölga stöðunum og flytja starfsemina til. — Um síðustu mánaðamót var nokk- uð af starfseminni flutt í nýtt hús- næði og rýmkar það mjög um, en bætir þó ekki nema að nokkru leyti úr erfiðleikunum. Við Klapparstíg 26 hefur risið upp

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.