Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 24

Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 24
72 ÚTVARPSTÍÐINDI ÁRAMÓT. Bjai'iii Eggertsson kveður: Heyrist klukknahringingin hinzta ársins daginn. Gamla ársins yngingin er að ganga í bæinn. EFTIR AÐ HAFA HLUSTAÐ Á V.Þ.G. Þá kvað Bjarni þessa vísu eftir að hafa hlustað á erindi sem Vilhj. Þ. Gíslason flutti x útvarp: Hér er stríði og hatri breytt, horfið öfuglyndi. Enginn skuldar neinum neitt, nema göfuglyndi. ÖLDIN ÖNNUR. Dauðablóð í æðum urrar, enginn þjóðar sómi er til, eitt sinn flóði um flúðir þurrar fagur rjóðað tíma bil. Nú er aldar annar háttui', úti slcvaldurs nomin hlær, linsku haldinn ljóða máttur lífsins valdi ekki nær. Vestur íslendingur. (Heimskringla 1947). Skáldmæltur maður í Reykjavík orti þetta í tilefni út af pistli í einu dagblað- anna: Brotnir pennar blístra batnar lítið geð, tískuráðum tvístra tundursprengjum með. Ó, hvað ég er aumur út boi’inn á hjarnið, dýrlegasti draumur drottinn oni skarnið. 1 ferðaminningum Einars P. Jónssonar, — kafla þeim, sem birtist í blaði hans Lögbergi 2. jan. 1947 tilfærir hann fyrstu vísuna, sem hann gei’ði eftir að hann steig á land, þá nýrisinn úr rekkju í Stúdentagarð- inum. Og svo segir hann eitthvað á þessa leið': „V.S.V. bað mig um vísu, eða kvæði er við töluðumst við skömmu síðar. Honum hefði verið guð vel komið að fá þessa stöku, sem ég mundi þá ekki í svipinn: Eftir nýjan næturfrið nóg er enn að dreymu, skrítnast þó að vakna við að vera gestur heima. TVÆR STÖKUR. Knútur Þorsteinsson frá Úlfsstöðuin kveður. Brúökaups vísa. Gengislækkun góð er þrátt, — Gústa fengið hefur dyggan mann, sem dag og nótt dýran ávöxt gefur. Veikleikinn. Að mig skoi’ti einbeitt þor oft varð veika hliðin. Of mörg því ég átt hef spor inn á bi’eiðu sviðin. Silkihatturinn Framli. af bls. 66. Leynilögi’eglumaðurínn stakk vesk- inu í brjóstvasann innan á jakk- anum sínum og hneppti svo að sér með luralegum fingrunum. „Það, sem mér er óskiljanlegt," mælti hann, „er, að hann skyldi ekki hefjast handa á ný sem bifvélavirki úr því hann hafði annað eins lag á því. Ha?“ Spurningin var aðeins athuga- semd. Leynilögreglumaðurinn bjóst ekki við svari. Og enginn svaraði honum — nema þú teljir konuna í rammanum, sem benti upp á við, gegnum perlurnar, með grönnum vísifingrinum, lítið eitt íbognum, eins og hún væri að beina athygl- inni að sjálfri sér. ILA íslenzkaði.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.