Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 6
54 ÚTVARPSTÍÐINDI mikið stórhýsi, sem kaupmennirnir Silli & Valdi hafa látið reisa. Þar, á fjórðu hæð, hefur Ríkisútvarpið fengið allmikið húsnæði og þangað er nú flutt fréttastofan og hefur hún þrjár stofur. Þá er og þarna salur fyrir leiklistaræfingar og æfingar undir barnatíma, enn fremur smá- herbergi fyrir leikstjóra. Loks er og þarna þularherbergi, en frá þessari • miðstöð er útvarpað fréttum og hef- ur nýr þulur tekið við flutningi þeirra, eins og getið er á öðrum stað í blaðinu. Ríkisútvarpið tók upphaflega tvær hæðir á leigu í þessu húsi og eru fjórir starfsmenn útvarpsins með heimili sín á hinni hæðinni, en þeir voru allir, svo að segja, á götunni. Hefur það og tíðkast mjög í undan- farandi húsnæðisvansræðum, að at- .vinnurekendur aðstoðuðu starfsfólk sitt við það að útvega sér húsnæði, enda stundum eina ráðið til þess að geta fengið starfsfólk. Að sjálfsögðu borgar þetta starfsfólk húsaleiguna af launum sínum. Við það, að fréttastofan hefur rýmt úr Landssímahúsinu, svo og fengist salarkynni fyrir leikiistar- starfsemi, hefur rýmkað nokkuð um aðra starfsemi. Þannig fær nú út- varpsráð húsnæði það sem Tónlistar- deildin hafði, en stofur hennar voru við hliðina á stofum útvarpsráðs. Tónlistardeildin fær aftur á móti stofur þær, sem fréttastofan hafði áður. I samtali við Útvarpstíðindi sagði útvarpsstjóri meðal annars: „Þetta bætir mjög starfsskilyrði fréttastofu og leiklistarmanna og raunar einnig útvarpsráðs og tón- listardeildar, enda var svo komið, og það fyrir alllöngu, að ógerlegt var að una við þau starfsskilyrði, sem stofnunin átti við að búa. Hins vegar er þessi lausn ekki til frambúðar. Þetta kemst ekki í neitt viðunandi horf fyrr en öll starfsemi útvarpsins eignast sitt eigið hús og að því verð- ur að stefna. Mér þykir sem þjóðin í heild geti ekki unað við þau starfs- skilyrði, sem Ríkisútvarpið á við að búa. Hún nýtur öll starfs þess og slæmur aðbúnaður hlýtur að hafa áhrif á árangurinn sem verður af starfinu. Slæm húsakynni og þar af leiðandi erfiðleikar fyrir starfsfólkið hljóta að koma fram við hlustendur. Ég vænti þess, að almenningur skilji þetta og styðji að því með ráðum og dáð, að Ríkisútvarpið þurfi ekki lengi í bænum með starf sitt“. Og Útvarpstíðindi taka undir þetta. — Engin stofnun hefur eins víðtæk enn að vera á átta stöðum á flækingi áhrif í landinu og Ríkisútvarpið. Talið er að útvarpshlustendur séu nú orðnir um 34 þúsund, og mun þá láta nærri að útvarp sé á hverju einasta heimili á landinu. Það liggur því í augum uppi að búa verður svo að þessari stofnun, að hægt sé að gera miklar kröfur til hennar, og að hún geti notið sín að fullu. Eíga allir að nota daglega

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.