Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 8
56 ÚTVARPSTÍÐINDI um. Og ef ég hef séð rétt á undan- förnum árum, þá þykir þér undur vænt um blóm“. „Já, ég fékk mikið af blómum. En megnið af þeim er farið. Allt af þeg- ar ég fæ blóm tek ég mest af þeim og sendi sjúklingum. Það er siður hjá mér. Ég var sjálf sjúklingur — og þá þótti mér undur vænt um það ef einhver kom með blóm og setti við rúmið mitt“. ,,Og þú ert ánægð — og bjartsýn?" — „Ég hef alltaf verið ánægð. Ég hef alltaf verið bjartsýn. Það var stundum stormasamt í kringum mig meðan maðurinn minn stóð í styrjöld dagsins, meðan hann var pólitískur ritstjóri og alþingismaður. Hann barðist hart og títt enda var vegið að úr mörgum áttum. En það get ég sagt þér að harka stríðsins fór aldrei inn að hjartanu, aldrei inn fyrir dyrnar. Það er að því, sem mað- ur verður að gæta. Svo bezt tekst að vernda það bezta, sem í okkur mönnunum býr. Nú er stormahlé. Ég varð svo hamingjusöm að eignazt góðan mann, góðan dreng, sem ég hef lært að meta æ meir eftir því sem árin líða. Ég hef staðið við hlið hans í starfi hans eftir því sem mín- ir kraftar hafa leyft. Starfsfólk út- varpsins kemur hingað oft til mín í heimsókn. Það var fjölmennt hérna á afmælisdaginn minn“. Og svo sýnir frúin mér vinargjaf- irnar, sem eru margar og fagrar með- al annars frá starfsfólki útvarpsins. Ég spyr hana um uppruna hennar og störf. En hún verst frétta. „Ég hef verið húsmóðir. Og er það ekki ærið starf ? Foreldrar mínir voru Björg Björnsdóttir og Jónas Sveins- son, Bandagerði í Eyjafirði. Ég var um skeið starfsstúlka í Kaupfélagi Eyfirðinga. Við Jónas minn vorum gefin saman 17. maí 1925“. Frú Sigurlaug fékk kveðju frá Bjarna Ásgeirssyni landbúnaðarráð- herra. Kveðja hans lýsir vel frú Sig- urlaugu og er ljóðið svohljóðandi: Þótt landsstjórnin miðli okkur mikils til jafnt af misjöfnum veraldargæðum, þá fáum við menn oft svo misjafnan skamt af mörgu sem kemur frá hæðum. Af góðvild og kærleik og fórnarlund færð þú forða, sem dugar svo mörgum. En fallegast skýna þau ljós er þú ljærð og loga á ástvina liörgum". Útvarpstíðindi óska frú Sigur- laugu, húsmóður Ríkisútvarpsins, til hamingju með fimmtugs afmælið. V. S. V. Brunabótafélag Islands vátryggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrifstofu, Alþýðuhúsinu (sími 4915) og hjá umboðsmönnum, sem eru í hverjum hreppi og kaupstað.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.