Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 14
62 ÚT V ARPSTÍÐINDI „Ja, það er nú kannske of mikið sagt. En honum fannst, að hann væri að svíkja, ef hann væri og eins ef hann færi. Hann var alveg friðlaus. Hann fór um borð í hvert skip, sem hingað kom — og svo endaði það svona. Hann réði sig í skyndi á Hamar og fór“. „Og hvað sagði Bjarghildur?" „Ég veit það ekki. Hann vildi ekki láta mig koma inn með sér. Svo kom hann út og flýtti sér. Ilann fór um borð, og við veifuðum honum hérna af hausn- um. Hamar er horfinn út í nóttina ... Hann er farinn. Þú sagðir áðan, Friðrik, hvort við mundum nokkru sinni sjá hann aftur. Ég efast um það. Frissi er farfugl á sífelldu flugi, stefnulaust og stjórnlaust. Hann hefur alheimssál. — Hann er ekki bundinn við neitt. Hann finnur til með hverju einu, sem hann mætir, finnur gleði í hverju augnabliki. Það var gott að hann fékk að sigla síð- ustu ferðina sína héðan út í sólarlagið við Reykjavík". „Við höfum kvatt gamlan vin“, held- ur Stígur áfram, „einn af mörgum. En nógir eru eftir. Ef til vill kemur hann aftur, ef til vill kemur hann ekki. En það er sama. Finnst ykkur ekki, að hann sé efni í heila sögu?“ „Ja, það er hægt að yrkja heilt kvæði um hann“, segir Friðrik. „Það væri að minnsta kosti ekki hægt að skrifa um hann hetjusögu“, segir Haraldur, og hlær köldum hlátri. Nóttin er mild og kyrr. Reykjavík sefur, en þeir húka þarna óvissir, því að kulur frá sjónum gerir þá óróa. Eng- inn þeirra er vel búinn og allir eru þeir með gatslitna skó. Þeir eru ungir og draumlyndir, misjafnlega harðir í við- skiptum sínum við önn hvers dags. Har- aldur hneppir áð sér jakkanum, hnikkl- ar brúnirnar, horfir beint í bláar, þykk- ar öldurnar, sem eru eins og bylgjandi þungt silki í logninu, Friðrik snýtir þurfu og hóstar. Hann horfir upp á Esj- una. Stígur er staðinn upp. Hann grípur enn undir yl sér. Svo hengir hann sjálf- an sig í handarkrika á eina rimina í grindinni og lítur upp til dökkrar borg- arinnar: „Hún er sofnuð, steinsofnuð. Svona væri hægur vandi að sigra hana“. „Það er að fjara út. Sjáið hvernig ruslið streymir út um kjaftinn". Frið- rik bendir í strauminn milli hafnarhaus- anna: „Allt fer út. Skyldi það koma inn aftur með flóðinu?" Stígur segir: „Helviti er að hafa ekki grjót". Þarna siglir ruslið út um hafnarkjaft- inn. Tómar flöskur með tappa í morra í hálfu kafi, kassar sigla sinn sjó, poka- druslur líða áfram. Þarna er eitt gúmmí- stígvél ,appelsínuskrælingur. Þarna er jakki, einhver hefur tapað honum þarna, sko þarna er hattur á hvolfi. Svo kem- ur urmull af spítum .. . „Helvíti er að hafa ekki grjót“. Stígur hleypur upp garðinn og kemur að vörmu spori aftur með fullar lúkur af stein- völum. Hann skiptir þeim milli félag- anna. Og svo kasta þeir, reyna að hitta flöskurnar, brjóta þær og sökkva þeim. Þeir kasta allir af ofurkappi. Þegar þeir eru búnir með steinvölurnar, segir Stíg- ur: „Það er komin mið nótt. Eigum við ekki að halda heim?“ Þeir snúa til borgarinnar. Garðurinn er mjór og þeir ganga ekki samhliða. Stígur fer fyrstur, hraðstígur en skref- stuttur og iðar allur. Hann er háleitur og reigir sig við hvert spor. Stundum staðnæmist hann og snýr sér við og tal- ar við félagana, hann hlær hvellt og hátt. Gamanmál. Og svo baðar hann höndunum, bendir í austur: „Bráðum roðar hún fjöllin. Það er ómögulegt að fara að sofa. Hvers vegna líka að fara að sofa?“ Haraldur Guðmannsson er mikill á velli og tígulegur. Persónuleiki hans er sterkur, en óþjáll. Hann ber allan við sjóinn. Aðra hendi hefur hann í jakka- vasa en hinni sveiflar hann hægt og ör- uggt við fótatakið. Ifann er hárviss, þó að garöurinn sé votur af dögg og dálit-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.