Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 11
Otvarpstíðindi 59 marga einmitt með því að láta góða menn og gegna lesa Passíusálinana á undanförn- um vetrum. Það hefur með þessu bætt fjölda mörg heimili, haft mikil uppeldisleg áhrif, já, ég vil segja, tengt saman nútíð og fortíð, vakið ungu kynslóðina til skiln- ings á því sem bezt ornaði og mest styrkti þá kynslóð, sem nú er liðin og er að líða. En auk þess hefur það með lestri Passíu- sálmana byggt upp andagtsstundir á þús- undum heimila, en þær eru sorglega fáar og' smáar, en einmitt fyrir það má þeim sízt fækka. Ég tel þessa síðustu breytingu á dagskrá útvarpsins hina verstu og trúði henni ekki í raun og veru fyrr en ég tók á. Eg vænti þess að hér verði breytt um og vona að Útvarpstíðindi reyni að sjá svo um að það verði gert“. ATHUGASEMD. Útvarpstíðindi geta engu lofað um það að þessu verði breytt úr því sem komið er, en þeim er vel ljóst að mikill fjöldi hlust- enda kann þessari breytingu afar illa. Og það er alveg víst, að margfalt færri hlusta nú á lestur Passíusálmanna en áður hefur verið. Eru rök Jóns Árnasonar hér að framan fyrir ástæðunum til þess alveg auð- sæ. Ef nauðsynlegt hefur verið og rétt að láta lesa Passíusálmana í útvarpið á föst- unni, og það hefur verið talið af ráða- mönnum útvarpsins hafa trúarlega og upp- eldislega þýðingu, þá liggur í augum uppi að þessi flutningur á iestrinum er ekki til bóta heldur þvert á móti. Það hlýtur að vera öllum ljóst að atriði í dagskránni sem talið er nauðsynlegt að nái til sem flestra á að vera þegar flestir hafa tækifæri til að hlusta. Að flytja það á slæman tíma er sama sem að segja svo. „Hættið að hlusta á þetta atriði". — En við skulum hlusta á hvað skrifstofustjóri útvarpsins segir. Útvarpstíðindi sneru sér til hans einn daginn og spurðu liann. „Hvers vegna er lestur Passíusálmanna fluttur af kvöld- inu og til morgunsins?" Hjörvar svaraði. „Það hefur verið kvartað ákaflega mikið undan því síðastliðin ár að þegar búið væri að Ijúka lestri Passíusáhna hvert kvöld, hæfust óviðeigandi dagskráratriði. Við skildum þetta sjónarmið þeirra sem mest hafa hlustað á Passíusálmana. Við gátum hins vegar ekki breytt þessu nema með þeirri aðferð sem við höfum haft. Okkur er ljóst að þetta veldur einhverri óánægju. En svo er um alla hluti sem gerðir eru“. — Þannig mælti skrifstofustjórinn og geta nú hlustendur metið. ALFREÐ TÝNIST ÚR DAGSKRÁNNI. J. B. skrifar: „Mér datt í hug að skrifa ykkur til að kvarta undan ónákvæmni sem átti sér stað, þegar útvarpað var kvöld- dagsskrá Slysavarnafélagsins um daginn. Tilkynnt iiafði verið að hinn góðkunni gam- anleikari Alfreð Andrésson myndi Skemta, og af því að alltaf er gaman að heyra til Alfreðs og ekki sízt vegna þess, að nú er langt síðan við höfum átt kost á að heyra til hans, beið ég með óþreyju eftir því að að honum kæmi. Ég varð því ekki fyrir litlum vonbrigðum, þegar allt í einu var sagt, að annar maður, að vísu góður, myndi annast þann hluta dagskrárinnar, sem Al- freð hafði ætlað að flytja. Og þetta vissi maður þó ekki fyrr en að þættinum kom. Hvernig stendur á þessu? Svona lagað er alltaf ákaflega hvumleitt, enda ófært að vera að tilkynna þætti sem svo eru alls ekki fluttir og falla jafnvel alveg niður, eins og var í þetta skipti. Ég vil mælast til þess áð skrifstofa útvarpsráðs láti slíkt og þetta ekki endurtaka sig eins oft og raun er á. Það er mikil raun að svona sviksemi". ATHUGASEMD. Já, á þetta hefur verið minnst í dag- blöðunum. En það skal tekið fram, að hér er ekki um sök að ræða hjá skrifstofu útvarpsráðs. Menn verða að skrifa þetta slys á reikning Slysavarnafélagsins. Það réði dagskránni og það liafði tilkynnt hvernig hún yrði og það réði því svo hvernig hún varð. Þetta voru því mistök hjá því. — Annars kemur slikt og þetta einnig fyrir hjá útvarpinu sjálfu og er því ekki bót inælandi, en að líkindum hafa starfsmenn útvarpsráðs allt af einhverjar afsakanir fram að færa. HVAÐ ER AÐ AXEL? „Morgunhlustandi" skrifar — og hafa Útvarpstíðindi raunar fengið fleiri bréf

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.