Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Blaðsíða 16
64 ÚTVARPSTÍÐINDI Silhihatturinn KATHARINE BRUSH Húsvörðurinn lauk upp hurðinni, með höfuðlyklinum, og þeir gengu hátíðlega inn, hver á eftir öðrum: leynilögreglumaðurinn, fulltrúi fé- lagsins, sem átti leiguíbúðahúsið og húsvörðurinn. Þeir héldu rakleitt gegnum arinstofuna — þykk gólf- ábreiðan gleypti fótatak þeirra — inn í stóru, björtu dagstofuna þar inn af. Húsvörðurinn byrjaði hljóðlega að slökkva ljósin. „Skildi eftir Ijós, karlinn?" sagði leynilögreglumaðurinn, og bætti síð- an við í gamansömum róm: „Auð- vitað! Honum mátti víst vera sama!“ „Heldur þú,“ byrjaði fulltrúi fé- lagsins, en þagnaði svo snögglega við það, að síminn hringdi. Leynilögreglumaðurinn svaraði. „Halló!“ sagði hann og ræskti sig. „Halló! . .. Því þá, nei, hann — hver er þetta? ... Hvað? ... Ó, ég skil. Jæja — Kremble er dáinn ... Já, dáinn . .. Það er rétt. Sjálfsmorð .. . Jamm. Dorguðum hann upp úr fljót- inu snemma í morgun. Það er Ma- honey, lögreglumaður, sem talar. Heyrið þér! Hvað vitið þér um hann? Ekkert, ha? ... Ég skil ... Nei, nei, ég veit það ekki, get ekki um það sagt ...“ Hann lagði heyrnartólið á. „Klæð- skerinn hans,“ útskýrði hann fyrir hinum tveimur, sem hlustað höfðu á. „Kremble hefir skuldað honum fyrir þrenn föt, síðan í apríl. Iía-a! Hvaða kvenmaður er þetta? Hann átti við ljósmynd í viðamikl- um, ítölskum leðurramma, sem stóð á skrifborði úti í horni. Ljósmynd af velfullorðni konu, með einkenni- leg, óheilög augu. Ljósliærð kona. Hún var fremur lagleg, á sína vísu, á New York vísu, slétt og snyrt. Kona, dýr í rekstri. Hún minnti mann á búðir. Breiðgötubúðir. „Ég ætla að taka þetta — og þetta ...“ Á Ijósmyndinni voru varir hennar svartar, en maður vissi, hve rauðar þær mundu vera. Augabrýrnar voru örmjó strik. Uppskafningsleg. Hún vár í samkvæmiskjól, með perlufesti um hálsinn, og fingur annarar hand- ar handléku perlurnar, þannig að grannur vísifingurinn benti upp á við, lítið eitt íboginn, eins og hún væri að beina athyglinni að sjálfri sér. „Ég hef séð hana,“ sagði húsvörð- urinn. „Hún hefir oft komið hingað.“ „Iivað var Kremble gamall?“ spurði maurinn frá félaginu. „Tuttugu og tveggja eða þriggja, eitthvað þar um bil.“ Maðurinn frá félaginu gaf ljós- myndinni nánari gaum. „Veiztu, hvað hún heitir?“ spurði leynilögreglumaðurinn húsvörðinn.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.