Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Qupperneq 11

Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Qupperneq 11
ÚTVARPSTÍÐINDI 371 Nú er genginn Barmer blíður blessuð veri minning hans. En aftur fenginn öllum stríður ættarberi syndugs manns. Maður var nefndur Stígur Þór- arinsson, bróðir Þorláks prests á Ósi, en Stígur þótti ekki stíga í vitið og vera latur. Er hann var háseti og réri móti Björgu, kvað hún þessa bráðskemmtilegu vísu: Róðu betur kær minn kall kenndu ekki í brjóst um sjóinn harðara taktu herðafall hann er á morgun gróinn. Um þann sama Stíg yrkir hún öðru sinni: Stattu nú við Stígur minn stórar eru fréttir. Skoðaðu hvernin skelmirinn skitið hefur á sokkinn þinn. Eitt sinn gisti Björg hjá þessum sama Stíg, sofnaði hún þá um kvöld- ið í rökkrinu, en er hún reis upp, kvað hún þetta stórmerkilega kvæði: Heyrðirðu hvellinn Stígur hlunkar magnlega í fjörunum. Báturinn bráðamígur, brotinn er hann af skörunum. Heyrast má hryggðarefni hálsi frá gengur stefni Brúnku hjá. Þetta sama kvöld fórst bátur í sjóinn með mönnum, og var haldið þeim hefði borizt á í hríðinni á blindskeri því, sem Brúnka er kallað. Björg gáði eitt sinn til veðurs, syrti þá að með hríð og var hún spurð, hvernig henni litist veðrið. Hún svaraði — og varð ekki að vandræðúm: Hyllir valla Hrútkoll hangir við tangann sá drangi, gustar vestan grimmt frost, goluna þolir hans bolur, aftur steypist um skip ísinn í flísum, því lýsi ég. Fellur illa faldaþöll flóann að róa því sóast burðirnir brúðar bera þær prúðar limina lúða á ljóninu súða og öldungis gaddfrosinn allan sinn skrúða. Um brimið í Fjörðum, norður af Látraströnd, yrkir hún: Orgai’ brim í björgum bresta ölduhestar stapar standa tæpir steinar margir kveina. Þoka úr þessu rýkur þjóð ei spáir góðu. Halda sumir höldar hríð á eftir ríði. Og enn yrkir Björg um Firði: Fagurt er í Fjörðum þá frelsarinn gerir veðrið blítt, Jieyið gi'ænt í görðum, grös og heilagfiski nýtt, en þá veturinn að þeim tekst að sveigja, stað ég engan verri veit í veraldarreit, menn og dýr þá deyja.

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.