Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Síða 4

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Síða 4
KÖLLUN TIL STARFS 1freinn MIjairta'rs<on9 stud. thcolrniðir viö sr. JfMatjnús Guðinunttsson i Ótufsvth I síðastliðnum ágústmánuði fór ég i sumar- leyfi mínu að heimsækja foreldra mína vestur á Hellissand. Þar eð ég var nú kominn í námunda við séra Magnús Guðmundsson, sóknarprest i Ólafsvík, sem hæði hefur skírt mig og fermt, þótti mér tillilýðilegt að heimsækja hann og rahba við hann stundarkorn. Ég fékk hinar beztu við- tökur hjá honum og konu hans frú Rósu Tlior- lacius. Eftir að hafa rætt um daginn og veginn góða stund, barst talið að guðfræðinámi og kristindómi. — Ilvað er langt síðan þú laukst stúdentsprófi, séra Magnús? Ég lauk stúdentsprófi vorið 1916. — Og varstu þá þegar ákveðinn í að leggja slund á guðfræði? Nei. Ég var ákveðinn í þvi að lesa annaðhvort guðfræði eða vélaverkfræði. — Hvað kom til að þú valdir guðfræðina, fékkstu sérstaka köllun til að gerast prestur? Ég átti í baráttu hvort heldur ég ætti að velja. En dag einn liaustið 1916 áður en stúdentarnir, sem ælluðu að lesa verkfræði í Kaupmannahöfn skyldu sigla, þá kraup ég til bæna við sófann, sem ég svaf á og hað Guð heitt að henda mér á hvað ég ætti að læra. En trúarlegt afturhvarf lifði ég 1913 og frá þeim degi hef ég lagt allar mikilvægar ákvarðanir fram fyrir Drottin Guð og föður í bæn. Þegar ég stóð upp frá bæninni dró ég miða með rilningarstað, svo nefnd „mannakorn“ og á miðanum stóð Jes. 48, 17. En það ritningarorð hljóðar þannig: „Svo segir Drottinn, frelsari þinn, hinn heilagi í ísrael: Ég Drottinn, Guð þinn, er sá, sem kenni þér að gjöra það, sem þér er gagnlegt, sem visa þér þann veg, er þú skalt ganga.“ Er ég hafði lesið þelta vers, var ég ekki í nein- um vafa lengur, ég vissi að ég átti að vinna fyr- 4 ir hann og ganga þann veg, sem hann vísaði mér á. Ég ritaði ritningarorðið fremst á Bibliuna mína og þar er það enn. Ég tók þetta sem köll- un, að ég ætti að gjörast prestur. — Telur þú, að menn ættu alls ekki að gerast prestar, nema að hafa til þess sérstalca köllun, það er að segja, nema þeir séu kallaðir til að starfa í kirkju Krists? Já. Ég tel að enginn ætti að gjörasl prestur, nema sá, sem hlotið hefur fulla vissu þess, að Guð hafi valið hann til þess starfs. — Það væri fróðlegt að heyra eillhvað frá nám- inu eins og það gekk lil í guðfræðideildinni á þar- vistarárum þínum. Ilvað voruð þið margir í deildinni þá? Ég hef heyrt, að á þeim tiina liafi oft verið liálf róstusamt í deildinni. Miklar and- legar hræringar. Mikið deilt og allt að því rif- ist. Þú segir okkur kannske í hverju ágreining- urinn var helzt fólginn, eða frá einhverjum fundi, sem þér er minnisstæður. Ég man ekki hve margir voru í guðfræðideild- inni á árunum 1917—1920. En við vorum sex, sem tókum kandidatsróf í febr. 1920. Þeir síra Arni sál. Sigurðsson fríkirkjuprestur, síra Hall- dór Kolbeins nú prestur í Vestmannaeyjum, sira Pétur Magnússon prestur í Vallanesi, síra Stan- ley Melax restur á Briðabólstað í Vesturliópi og sira Sveinn Ögmundsson prestur að Kirkju- hvoli í Þykkvabæ og ég. Kennarar við deildina voru þá: Prófessor IJaraldur Níelsson, próf. Sig- urður P. Sívertsen og dósent Magnús Jónsson. Þeir voru allir miklir og góðir kennarar. Kennslu þeirra Haraldar prófessors og Magnúsar prófess- ors hefur löngum verið við brugðið. En ég held að okkur stúdenlunum liafi samt ])ólt vænst um prófessor Sigurð P. Sívertsen, þó hann væri ekki eins mikill kennari og hinir. Ilann liafði KRIBTILEGT STUDENTAB L AÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.