Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Page 17

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Page 17
„Öðrum kirkjudeildum ?“ spurðum við, því við höfum alltaf haldið að Hj álpræðisherinn væri liluti af kirkjuimi, og vitum að heima starfar hann innan kirkjunnar. En kapteinninn segir að víðast sé liann sjálfstæðnr. Við viljum fá að heyra meira um það. „Hjálpræðisherinn var stofnaður fyrir næstum 100 árum, 1865,“ segir kapteinninn. „Stofnandinn var ’William Booth. Hann var prestur i meþód- istakirkjunni en fannst hann ekki hafa nógu rúmt til að starfa. Hann og kona hans, Catherine Booth, fóru að vinna meðal fólksins i fátækra- hverfunum í Loudon. Starf Hjálpræðishersins liefur alltaf verið fyrst og fremst að herjast fyrir hina lægst metnu, hæta kjör þeirra og færa þeim trú. Svo var nauðsynlegt að finna form fyrir starfið, þvi þeir, sein fylgdu Bootli út úr kirkjunni, áttu ekki afturkvæmt þangað. Herskipulagið og hernafnið var valið af því starfið liafði alltaf verið hardagi, og átti alltaf að vera bardagi fyrir sálum manna, og af þvi að William Booth sá að samstarfsmenn hans vildu hafa ákveðna leiðsögu. En frekara skipu- lag kom smátt og smátt, einkennisbúningarnir og titlarnir.“ Og fólkið í salnum er aftur farið að syngja. Þetla er ekki einn af léttu söngvunum og það eru engar trumbur og ekkert klappað. Þetta er eins og kirkjulag og sungið stillt og hægt en allir syngja með. I kvöld lala þrjár þeirra, sem vinna að þjóðfélagslegum hjálparstörfum, ein á elli- heimili, ein á barnaheimili og ein á skóla fyrir vegvilllar stúlkur. Því starfssviðið hefur vaxið Útisamkoma. Hjálpræðisherinn heldur samkomur í 86 Iöndum og predikar á 120 tungumálum. Auður Eir Vijhj átmsdóttir stud. theol. og víkkað og Hjálpræðisherinn hefur nú fjöl- mörg barnaheimili, unglingaheimili, elliheimili, mæðraheimili, sjómannaheimili, gistiliús o. fl. og Hjálpræðisliersmenn og konur koma viða í sjúkraheimsóknir og inn á mörg bágstödd heim- ili, fara inn á krárnar á kvöldin og úl á strætin á nóttunni til að leita að þeim, sem þarf að hjálpa. Því Hjálpræðishermaður er frelsaður til að leiða aðra til frelsis. Ivonan frá stúlknaheimilinu segir hvernig ein- kennisbúningurinn hennar liafi oft orðið til að koma lienni í samband við stúlkurnar: „Þær vita að allir mega hvar sem er og hvenær sem er leila til fólks í Hjálpræðishersbúningi með per- sónulega neyð sína og vandamál." Þær segja frá litlum, hröktum börnum, gömlu einmana fólki og ráðþrota unglingum, sem eru kvalin af angist. „Það er svo golt,“ segja þær, „að geta bent þeim á Jesú, þar finna allir frið. Við höfum séð marga, sem voru niður brotnir, verða aftur að starfandi fólki fvrir lijálp Guðs.“ Við dáumst að því meira þegar við kynnumst Hjálp- ræðishernum betur, hvað þeim tekst vel að blanda saman glaðværðinni og alvörunni. Okk- ur finnst ekki bara gott að koma á samkomu vegna þess að það eru sungnir fjörugir söngvar og spilað mikið á lúðra heldur líka livað hoð- skapurinn er hlýr, sterkur, einfaldur og ákveð- inn. Samkomunni er lolcið og við förum heim. En við komum miklu oftar. Eitt kvöldið þegar við eigum leið þar fram lijá hittu'm við kapteininn KRISTILEGT STUDENTAB LAÐ 17

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.