Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Qupperneq 9
7
okkar hluti hefði orðið engu rainni, þó stjórninni
hefði verið feng-ið málið í hendur þegar í byrjun.
Þá er á það að líta, hvað hefir unnist við þessa
lausn málsins.
Laun undirvjelstjóra hækkuðu úr 352 kr. upp í
450 kr., þ. e. um ca. 28% eða næstum því 1200 kr.
á ári. Föst laun yfirvjelstjóranna hækkuðu úr 251
kr. upp í 300 kr., þ. e. um ca. 20% eða næstum því
600 kr. á ári. Þá hækkuðu laun yfirvjelstjóra, á
meðan unnið er á skipi við land, úr 251 kr. upp í
500 kr. Mun varla of reiknað, að meta það 400—500
kr. á ári til jafnaðar. Þá eru ákvæði 1. gr. um
%-greiðslu af saltsíld nokkurs virði þeim, sem þau
ná til. Ákvæði 3., 8. og 9. greinar eru og ný, og er
óefað nokkur framför að þeim öllum. Auk þessa er
vísitöluákvæðið frá 1926 felt burtu, og má telja það
til bóta. f samanburði við samninginn frá 1926 nem-
ur hin fengna kauphækkun enn þá fleiri krónum,
vegna þess að verðlag hefir lækkað.
Nú má vitanlega deila á stjórnina, telja hana lítil-
þæga og hlutdræga og segja sem svo, að þetta hefði
nefndin líka getað fengið. Jú — jeg býst við því.
En því tók hún, eða öllu heldur fj elagsfundirnir,
ekki þann kostinn, heldur en að leggja áiar í bát?
(í þess stað er gert það, sem að mínu áliti var mjög
misráðið, að elsta og æfðasta samningsmanninum
var bægt úr nefndinni). Til þess lá sú aðalástæða,
að samningsnefndin var til síðustu stundar of von-
góð um að geta fengið stórum meira. Og sú von
var byggð á því, eins og áður hefir verið tekið fram,
að hana skorti aðstöðu til þess að geta metið rjetti-