Morgunblaðið - 12.12.2008, Síða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
STÓRN Ferðamálasamtaka Suð-
urnesja ræðir þá hugmynd að fá
leyfi til að flytja hreindýr á Reykja-
nesskagann eða í Landnám Ingólfs.
Tilgangurinn er að auðga dýralíf
svæðisins og draga að ferðafólk.
Ferðamálasamtökin tóku hug-
myndina til umræðu á fundi í vik-
unni að tillögu formannsins, Krist-
jáns Pálssonar. Segir hann að
málinu hafi verið vel tekið en tekur
fram að það sé enn á hugmyndastigi.
Minnir Kristján á að hreindýr hafi
lengi verið á Reykjanesi, meðal ann-
ars í miklum harðindum í lok
átjándu aldar og á þeirri nítjándu og
komist ágætlega af. Nú sé landið
mun minna nýtt af mönnum og
skepnum og því ættu að vera enn
betri skilyrði.
Kristján segir að hreindýrin séu
falleg og tignarleg dýr, engum
hættuleg, og telur að margir íbúar
höfuðborgarsvæðisins og bæjanna í
nágrenni hefðu áhuga á að skoða
villt hreindýr í náttúrulegu um-
hverfi. Þá gætu þau haft aðdrátt-
arafl fyrir ferðafólk. Tekur Kristján
fram að ekki sé ætlunin að leyfa
veiðar, það samrýmist ekki hug-
myndinni um friðland villtra dýra.
Áhugi er á því að þarna verði ein-
hver hundruð dýra. Telur Kristján
að stofninn megi flytja frá Noregi
eins og gert var í upphafi eða frá
Austurlandi. Heimildir eru um að
dýrin hafi haldið sig mikið í Bláfjöll-
um og nágrenni en farið niður á lág-
lendi Reykjanesskagans í mestu
harðindum. Reiknar hann með að
svo færi einnig nú, ef hreindýr væru
flutt á svæðið, þau héldu sig vænt-
anlega mest í Brennisteinsfjöllum og
á Sveifluhálsi.
Kristján hefur áhuga á að kanna
vilja meðal íbúa svæðisins en reikn-
ar síðan með að sækja um leyfi hjá
Umhverfisstofnun, viðkomandi
sveitarfélögum og ef til vill fleirum.
Villt hreindýr í Landnám Ingólfs
Ferðamálasamtök Suðurnesja ræða
flutning hreindýra á Reykjanesskaga
Morgunblaðið/RAX
Flótti Hreindýrin eru tignarleg en
venjulega fljót að forða sér þegar
fólk nálgast, hvort sem það er í
veiðihug eða fer með friði.
Í HNOTSKURN
»Þrjátíu hreindýr voru fluttfrá Noregi á árinu 1777 og
sleppt á land á Hvaleyri, sunn-
an Hafnarfjarðar. Runnu þau
þegar til fjalla og tímguðust all-
vel.
»Hreindýrahópur sem for-faðir Kristjáns Pálssonar
flutti frá Hammerfest í Noregi
var settur á land við Straums-
vík á árinu 1785.
»Hreindýrin voru veidd tilmatar og fækkaði mjög í
stofninum. Talið er að gengið
hafi verið of nærri törfunum og
það hamlað tímgun í stofninum.
»Hreindýr voru þó á Reykja-nesskaganum fram á tutt-
ugustu öld. Árni Óla segir frá
því að síðasta hreindýrið þar
hafi verið fellt árið 1930.
MIKIÐ flóð gerði í gær þegar Skaftá ruddi sig
eftir óvenjulega mikið vatnsveður. Myndaðist
stífla vestan við Systrastapa en þegar hún lét
undan fyllti flóðið farveginn og meira til. Bíll og
kerra sjást hálf á kafi í vatninu, sem gjálfraði við
heyrúllur og nærliggjandi hesthús. Á myndinni
má sjá ferðaþjónustuskilti í vegkanti og talið var
að þar væri flóðdýptin þrír metrar. Í gærkvöldi
var Skaftá aftur í venjulegum ham.
Stórrigningar og Skaftá ruddi sig með látum
Ljósmynd/Gunnar Þorkelsson
Mikla gusu gerði er jakastífla brast
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„KÚABÆNDUR eru eins og aðrir í
mjög þröngri stöðu. Þetta er auðvit-
að býsna alvarlegt. Það var varla á
bætandi,“ segir Baldur Helgi Benja-
mínsson, framkvæmdastjóri Lands-
sambands kúabænda (LK). Bein-
greiðslur fyrir hvern mjólkurlítra
munu rýrna talsvert að raunvirði á
næsta ári. Í nýja fjárlagafrumvarp-
inu er gert ráð fyrir að þær hækki
um 5,7% á næsta ári, en fylgi ekki
verðbólgu, sem verður samkvæmt
nýjustu spám miklu meiri.
Baldur Helgi segir þessa tekju-
rýrnun háða mikilli óvissu, vegna
óvissu um verðbólguna. Þetta geti
komið út á 3,50-5,00 króna skerðingu
á hvern mjólkurlítra. Hann tekur
dæmi af búi sem framleiðir 200 þús-
und lítra á ári og missir þá af 700
þúsund til milljón krónum á árinu.
Brjóta staðfesta samninga
„Peningarnir eru stórmál. En
áfallið, að verða vitni að því að ríkið
standi ekki við gerða samninga, er
jafnvel stærra mál,“ segir Baldur
Helgi, sem setur þó fyrirvara um að
ekki sé búið að afgreiða frumvarpið,
en „ef svo fer sem horfir erum við að
sjá ríkið ekki standa við samninga
sem er búið að staðfesta af landbún-
aðarráðherra og fjármálaráðherra,
staðfesta á Alþingi og samþykkja í
almennri atkvæðagreiðslu meðal
bænda haustið 2004.“
Sameiginleg afstaða forsvars-
manna bænda er að standa beri við
gerða samninga og að skerðingin sé
algerlega á ábyrgð stjórnvalda.
„Nú ríkir óvissa um hvort staðið
verði við samninginn, og eru það
gríðarleg vonbrigði og áfall fyrir
kúabændur,“ var ritað á heimasíðu
Landssambands kúabænda í gær.
Brjóta mjólkursamninga
Beingreiðslur til bænda munu ekki hækka í takt við verðbólgu á næsta ári
700 þúsund til milljón króna skerðing fyrir ríflega meðalstórt kúabú yfir árið
Í HNOTSKURN
»Samningurinn sem umræðir er „um starfsskilyrði
mjólkurframleiðslu“ og var
undirritaður 10. maí 2004.
»LK segir bændur í 22 árhafa getað treyst á að rík-
ið standi við samninga.
»Landbúnaðarráðherra gatþess á haustfundi LK 13.
október sl. að það yrði gert.
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karl-
mann í 18 mánaða fangelsi fyrir að
hafa tvívegis haft samræði við 17
ára stúlku, sem gat ekki spornað
við verknaðinum vegna andlegra
annmarka og líkamlegrar fötlunar.
Hann var bílstjóri í afleysingum hjá
Ferðaþjónustu fatlaðra á þeim
tíma, í nóvember 2006. Honum var
einnig gert að greiða henni 800
þúsund krónur í skaðabætur.
Héraðsdómur hafði áður dæmt
manninn í tveggja ára fangelsi og
til að greiða stúlkunni eina milljón
króna. Hæstiréttur taldi, gegn neit-
un mannsins, að honum hefði ekki
getað dulist að stúlkan væri and-
lega fötluð. Í héraðsdómi kom fram
að brotið hefði haft alvarleg áhrif á
stúlkuna. Skerðing á vitsmuna-
þroska gerði henni erfiðara fyrir
en ella að vinna úr áfallinu.
Misnotaði tvívegis
fatlaða stúlku
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl-
mann í tveggja ára fangelsi og 750
þúsund króna bótagreiðslu fyrir
kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku.
Maðurinn kom ölvaður heim að
morgni í maí í fyrra til tveggja sona
sinna sem stúlkan gætti.
Í dómnum segir að í stað þess að
borga stúlkunni fyrir barnagæsl-
una þegar í stað svo hún kæmist
heim hafi hann neytt yfirburðaað-
stöðu gagnvart henni þegar hann
fékk hana til að setjast í sófa í stof-
unni. Þar sýndi hann henni grófa
kynferðilsega áreitni með því að af-
klæða hana og reyna að hafa við
hana kynmök.
Í fangelsi í tvö ár
fyrir kynferðisbrot
KYNFERÐISAFBROTADEILD
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu er nú að rannsaka meinta
nauðgun á þrettán ára stúlku á hót-
eli í Reykjavík á mánudag. Fleiri en
einn aðili eru taldir tengjast málinu
og er einn þeirra farinn af landi
brott.
Málið barst til lögreglu í gegnum
barnaverndarnefnd og er rannsókn
þess á frumstigi. Samkvæmt upp-
lýsingum Björgvins Björgvins-
sonar, yfirmanns kynferð-
isafbrotadeildar, leitaði stúlkan á
sérstaka bráðamóttöku vegna kyn-
ferðisafbrota. Ekki liggja enn fyrir
niðurstöður þeirra rannsókna sem
þar voru gerðar.
Grunur um að
þrettán ára stúlku
hafi verið nauðgað
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær ökukennara í þriggja
ára fangelsi fyrir kynferðisbrot
gegn fjórum nemendum sínum.
Fórnarlömbin voru allt piltar á
aldrinum 14 til 17 ára og lærðu
bæði á bíl og skellinöðru hjá mann-
inum þegar brotin voru framin.
Grunur er um að ökukennarinn,
Haukur Helgason, hafi brotið gegn
fleiri piltum en aðeins fjórir vildu
gefa skýrslu hjá lögreglu. Brotin
framdi hann á löngum tíma. Þau
grófustu eru talin framin á árunum
1996-1998 en síðast er vitað um
brot Hauks gegn piltum árið 2002.
Ökukennarinn var dæmdur fyrir
kynferðismök gegn tveimur þeirra
en fyrir að hafa tekið klámfengnar
myndir af hinum tveimur. Við rann-
sókn málsins og húsleit hjá Hauki
komu í ljós myndir af fleiri piltum.
Fram kom að hann hafði bæði tekið
þær sjálfur og fengið þær aðsend-
ar.
Ökukennarinn er nú búsettur í
Svíþjóð en þangað fór hann eftir að
rannsókn lögreglu hófst.
Dæmdur fyrir brot
gegn fjórum piltum