Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti húsgögn landsins mesta úrval af sófasettum kr.239.900,- verð nú verð áður 359.900 Sófasett 3+1+1 VERÐHRUN Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is EKKI er óeðlilegt að gömlu bank- arnir hafi keypt skuldabréf hverjir í öðrum. En að bankarnir hafi keypt skuldabréf af eigendum sínum er það. Þetta segir Vilhjálmur Bjarnason, að- júnkt í Háskóla Íslands. „Bankaskuldabréf eru almennt tal- in í lagi en þegar bankarnir eru farnir að lána eigendum hver annars og þeir eru aðeins þrír er komin kerfislæg áhætta þar sem aðeins einn þarf að klikka svo allt kerfið hrynji. Það gerð- ist,“ segir hann. „Ýmislegt bendir til þess að ekki hafi verið forsendur fyrir peningamarkaðssjóðunum þar sem markaðurinn er of lítill. Skuldabréfa- markaðurinn var svo þröngur að menn sýndu dómgreinarskort við kaupin,“ segir Vilhjálmur. Funduðu um sjóði Landsbanka Morgunblaðið óskaði eftir viðtali við Ásmund Stefánsson, formann bankaráðs Landsbankans, en fékk ekki. Hópur fólks, sem stendur að heimasíðunni rettlaeti.is og tapaði þriðjungi á peningamarkaðssjóði Landsbankans, fór á fund bankans í fyrrakvöld. Hann fer fram á bætur. Fundinn sat einnig Jóhann Haukur Hafstein lögmaður. Hann hefur höfð- að mál fyrir umbjóðendur sína til að hnekkja leyndinni sem hvílir á sam- setningu sjóða Landsbankans. „Þeir bera fyrir sig bankaleynd en ég tel fráleitt að hún eigi við. Fólkið sjálft átti peningana og vill vita hvert þeirra eigin fjármunir fóru.“ Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur í dag en því hefur verið frestað um viku. Jóhann vinnur bæði fyrir ein- staklinga og fyrirtæki, sem áttu í inn- lendum og erlendum sjóðum bank- ans. Viðskiptavinirnir töpuðu hlutfallslega mismiklu eftir því hvort sjóðirnir voru í krónum, evrum eða öðrum gjaldmiðlum. Jóhann hefur ekki fengið upplýsingar um hvort tapið sé vegna ólíkrar eignasamsetn- ingar innan sjóðanna eða vegna geng- isáhættunnar. „Ég hélt að sjóðirnir hefðu átt að vera sjálfstæðir en ég hef heyrt að féð hafi allt runnið í aðalsjóð- inn, þann innlenda.“ Töluverð frávik frá stefnunni Á fundinum skýrðu forsvarsmenn Landsbankans frá bréfi sem sent var þeim þúsundum sem áttu í sjóðunum í gær. Á annað þúsund manns, sem áttu í sjóðum Landsbankans, hefur skráð sig á heimasíðuna www.rettlaeti.is og berst fyrir því að fá sparifé sitt bætt. Í hádegisfréttum RÚV kom fram að skuldabréf í bönkunum hefðu verið stór hluti sjóðanna og skuldabréf í Kaupþingi um 30 prósent. Lítið hefði verið af ríkisbréfum í innlenda sjóðn- um eða 0,2 prósent. Töluverð frávik hefðu verið frá fjárfestingastefnunni. Viðskiptanefnd Alþingis óskaði um miðjan nóvember eftir svörum um sjóði bankanna þriggja, m.a. sam- setningu þeirra, en hefur ekki fengið. Nefndarformaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson ítrekaði beiðnina í gær. Engin leyndarmál  Krafan á ríkisbankana að upplýsa eignastöðu peninga- markaðssjóðanna eykst  Skuldabréf í bönkunum trygg „Ég er einn þeirra, sem töpuðu fé í peningamarkaðssjóði Landsbankans, og einn af stofnendum rettlaeti.is sem berst við Golíat. Þegar vefurinn fór í loftið í [fyrradag] fengum við upphringingu frá Elínu, bankastjóra Lands- bankans, þar sem hún boðaði okkur til fundar. Mjög óvænt, Ásmundur Stefánsson [formaður bankaráðs] og lögmaður bankans sátu einnig fundinn. Fátt nýtt kom fram á þessum fundi, allri ábyrgð var vísað á Landsvaka, sem að vísu hefði verið í eigu gamla Landsbankans. Ekki gátum við fengið upplýsingar um fjárfestingar sjóðsins nema að takmörkuðu leyti, feng- um þó staðfest að bankinn hefði lánað sjálfum sér, Samson og fleiri fyr- irtækjum í eigu eigendanna, sem hlýtur að teljast skandall. Síðan kom upp mjög athyglisverður punktur. Peningamarkaðssjóðir bankanna voru iðnir við að lána hver öðrum, mynduðu nokkurs konar ástarþríhyrning, bjuggu til kúlu sem var innihaldslaus, líkt og FL, Fons og fleiri hafa gert, til að láta hlutina líta betur út. Einnig kom fram að fjárfestingastefna sjóðsins var þverbrotin með því að selja út bestu bréfin, ríkistryggðu bréfin. Svo sem ekkert nýtt, en það sem var skondnast var að okkur hafði verið bent á að senda fyrirvarabréf til bankans um að við litum á 68,8% greiðslunnar sem hlutagreiðslu en ekki uppgjör, og hafði Fjármálaeftirlitið bent okkur á að við ættum að stíla það á Landsvaka ehf. Við spurðum Elínu og Ásmund um hvort þau vissu hvert símanúmerið hjá Landsvaka væri, eða netfang. Nei, Landsvaki hafði hvorki síma né netfang, var vistað í efstu skúffunni hjá Stefáni Héðni [Stefánssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra eignastýr- ingasviðs]. Landsvaki ehf. hafði ekki heldur starfsmenn, það voru bara starfsmenn Landsbankans sem tóku að sér að sinna þeim störfum sem inna þurfti af höndum, kostulegt. Dæmigert skúffufyrirtæki, og eftirlitslaus kennitöluflakkari í eigu Landsbanka Íslands. Allt í einu fannst mér ég vera að eltast við hagamús en ekki að takast á við Golíat,“ ritar Ómar Sigurðs- son í bréfi til Morgunblaðsins. Hann tapaði milljónum á peningamark- aðssjóði Landsbankans. Barist við Golíat eða hagamús Ómar Sigurðsson Morgunblaðið/Samsett mynd Bankarnir og peningamarkaðssjóðir Viðskiptavinir bankanna töpuðu mismiklu á peningabréfum bankanna. Þeir sem áttu í sjóðum Kaupþings og Glitnis töpuðu 15% en 31,2 prósentum á innlendum sjóði Landsbankans. ÞAR sem hægt hefur verið á fram- kvæmdum við byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykja- víkurhöfn hafa nokkrir ráð- stefnuhaldarar sem höfðu bókað aðstöðu þar árið 2010 ákveðið að leita til annarra aðila, bæði hér- lendis og erlendis. „Það voru margir búnir að bóka fyrir árið 2010 og þónokkrir hafa ákveðið að fara annað. Þeir sem skipuleggja svona ráðstefnur eru fljótir að flytja sig til þegar þeir sjá að húsið verður ekki tilbúið á tíma,“ segir Þórhallur Vilhjálms- son, markaðs- og kynningarstjóri eignarhaldsfélagsins Portus. Eignarhaldsfélagið er eigandi tónlistarhússins og mun það einnig annast rekstur hússins. Sam- kvæmt áætlun átti tónlistarhúsið að vera tilbúið í desember 2009. Nú er ekki lengur unnið á tvískipt- um vöktum og um helgar eins og áður. „Það er verið að bíða og sjá til hvaða ákvarðanir verða teknar í málinu,“ segir Þórhallur. Portus, sem er í eigu Lands- bankans og Nýsis, samdi við ríkið og Reykjavíkurborg um að byggja tónlistar- og ráðstefnuhús við austurhöfnina. Óljóst er hvernig fjármagna á þær framkvæmdir sem eftir eru en verkið er um það bil hálfnað. ingibjorg@mbl.is Leita annað með ráðstefnur Afbókanir vegna tafa á verklokum Morgunblaðið/Ómar Tónlistarhúsið Tafir á verklokum. TILLAGA um siðareglur fyrir borgarfulltrúa í Reykja- vík var lögð fyrir borgarráð í gær og var samþykkt að vísa henni áfram til umfjöllunar hjá borgarstjórnarflokk- unum. Mun vera um að ræða fyrstu siðareglurnar í ís- lensku stjórnkerfi fyrir kjörna fulltrúa. Í samþykkt borgarráðs er lagt til, að reglurnar verði unnar undir forystu stýrihóps, sem borgarstjóri skipi í samráði við stéttarfélög og fulltrúa embættismanna. Í tillögunni um siðareglurnar segir, að markmið þeirra sé að skrá og skilgreina þá háttsemi, sem kjörnir fulltrú- ar skuli sýna af sér við öll störf. Þá er einnig fjallað um starfsskyldur kjörinna fulltrúa, valdmörk og hagsmuna- árekstra. Í einni lagagreininni er fjallað um gjafir og fríðindi en verið er að útfæra þær nánar og einnig um boðsferðir, aukastörf og stjórnarsetur kjörinna fulltrúa. Í reglunum er sérstök grein um trúnað, að kjörnir fulltrúar gæti þagnarskyldu um það, sem þeir fá vitn- eskju um í starfi sínu en leynt á að fara vegna einka- eða almannahagsmuna. Þá er fjallað um stöðuveitingar, að farið skuli að lögum í því efni, og loks segir, að siðaregl- urnar skuli vera aðgengilegar starfsfólki borgarinnar, al- menningi og fjölmiðlum á heimasíðu borgarinnar. Samstaða var í borgarráði um að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnarflokkanna en Ólafur F. Magnússon lét bóka, að hann saknaði þess, að borgarfulltrúum skyldi ekki gert að upplýsa um fjárframlög til þeirra í prófkjöri. Þau gætu valdið hagsmunaárekstri. Einhugur í borgarráði um siðareglur fyrir borgarfulltrúa ÁRVAKUR, útgáfufélag Morgun- blaðsins og mbl.is, hefur samið við Nýja Glitni um skammtímafjár- mögnun rekstrarins á meðan unnið er að endurfjármögnun félagsins. Í gær var lokið við að greiða út laun til starfsmanna, sem greiða átti um síð- ustu mánaðamót. Að sögn Einars Sigurðssonar, for- stjóra Árvakurs, hefur félagið átt í lausafjárerfiðleikum, bæði vegna ástandsins sem skapaðist vegna hruns fjármálakerfisins og einnig vegna þess að blaðið 24 stundir var lagt niður. Einar segir að starfs- menn þess blaðs hafi síðan þá verið áfram á launaskrá án þess að tekjur kæmu á móti. Einar segir að næst verði hafist handa við að ræða við þá sem hafa lýst áhuga á að koma að rekstri fé- lagsins. Þar sé um að ræða á annan tug aðila. Stefnt sé að því að þeim viðræðum verði lokið á næstu vikum. Árvakur og Nýi Glitnir semja um fjármögnun BÆJARSTJÓRI Akureyrar, Sigrún Björk Jak- obsdóttir, og sveitarstjóri Grímseyjar, Garðar Óla- son, undirbúa nú sameiningu sveitarfélaganna. Hyggjast þau óska eftir leiðbeiningum frá sam- gönguráðuneytinu. „Það er ekki víst að það þurfi að halda kosningar í Grímsey og á Akureyri um sam- eininguna. Við ætlum að óska eftir því við ráðuneyti sveitarstjórnarmála að það liðki til fyrir þessu,“ seg- ir Sigrún Björk. Kosið var um sameiningu Hríseyjar og Akureyrar samhliða forsetakosningunum 2004. Sigrún Björk gerir ráð fyrir því að sérstakt hverfisráð verði í Grímsey eins og í Hrísey. „Það er tengiliður við bæj- arkerfið. Síðan eru haldnir reglulegir borgarafundir eða viðtalstímar eftir því sem verkast vill.“ Garðar segir að sér sýnist sem Grímseyingum lít- ist vel á sameininguna. „Ég held að þetta breyti ekki miklu en vona bara að við verðum Grímseyingar áfram.“ Sigrún bendir á að stjórnsýslan verði bæði fag- legri og sterkari. ingibjorg@mbl.is Vona að við verðum Grímseyingar áfram                   

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.