Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is SKULDABRÉF útgefin af fyrirtækjum og bönkum voru keypt úr úr peningamark- aðssjóði Kaupþings með 44% afslætti. Alls voru keypt út bréf sem voru í októberbyrjun metin á 12,4 milljarða króna og greiddir fyrir um sjö milljarðar króna. Slík skuldabréf voru um þriðjungur af samsetningu sjóðsins en af- gangurinn innlán sem voru greidd út að fullu. Rúmlega 80% allra bankabréfa í sjóðnum voru útgefin af Kaupþingi sjálfu og helmingur skuldabréfa fyrirtækja í sjóðnum voru bréf frá Exista og Bakkavör. Exista var stærsti eig- andi Kaupþings fyrir fall bankans og átti einn- ig Bakkavör. Því var um fimmtungur sjóðsins skuldabréf frá Kaupþingi og aðilum tengdum eigendum bankans. Sjóðnum var síðan slitið eftir að hafa greitt út eina heildargreiðslu til sjóðfélaga í lok október. Hlutfall útgreiðsl- unnar nam 85,3% af þeirri upphæð sem sjóð- urinn var hinn 3. október. Sjóðurinn var samtals 84,3 milljarðar króna að stærð í lok árs 2007. Þar af námu skulda- bréf útgefin af fyrirtækjum 38,8 milljörðum króna, eða 46%. Innlán á þeim tíma námu sam- stals 15,5 milljörðum króna eða rúmlega 18% af heildarsamsetningu. Samsetning breyttist hins vegar töluvert á fyrstu mánuðum ársins 2008. Heimildir Morgunblaðsins herma að það hafi aðallega gerst vegna gjaldþrots Gnúps, en töluvert af skuldabréfum þess félags var í sjóðum Kaupþings. Þegar bréfin voru fjar- lægð úr peningamarkaðssjóðnum tók hann á sig högg í ávöxtun og missti við það þónokk- urn fjölda viðskiptavina. Í apríl hafði sjóð- urinn minnkað niður í 49 milljarða króna og þar af voru skuldabréf fyrirtækja að andvirði 14,7 milljarðar, eða um 30%. Á sama tíma juk- ust innlán mikið og voru orðin 66% af heildar- samsetningu við slit sjóðsins. Sömu heimildir herma að í upphafi árs hafi skuldabréf frá Gnúpi verið að finna í peningamarkaðssjóðum allra stærstu bankanna. Hinir bankarnir hafi hins vegar ákveðið að kaupa þau út án þess að sjóðirnir tækju á sig högg og haldið áfram að vaxa allt fram að lokum. Skuldabréf eigenda 20% af sjóð 2  34.  5  6+  7  & 817 '  / %$/ 9 (  04 !"#$ 6,8 0  / / 1,                  :  :    :  :     MAGNÚS Ragnarsson, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás eins, fagnar því að Hæstiréttur skuli hafa stað- fest dóm Héraðs- dóms Reykjavík- ur um að tiltekin ummæli í grein- um í DV og Fréttablaðinu um hann skuli vera dauð og ómerk. „Það er ánægjulegt að sjá þegar Hæsti- réttur staðfestir að menn sem telja sig vera varðhunda almennings eru í raun kjölturakkar eigenda sinna,“ segir Magnús. Í frétt í Fréttablaðinu var m.a. sagt að Magnús væri kallaður „Maggi glæpur“ á markaðsdeild 365. Fyrirsögn á annarri grein var „Geð- þekkur geðsjúklingur“ og fylgdi mynd af Magnúsi með. Hæstiréttur staðfestir að í ummælum í DV, þar sem vísað var til einkalífs Magnúsar, hafi falist ærumeiðandi móðganir sem varði við hegningarlög. Útgáfu- félagið 365 miðlar var dæmt til að greiða Magnúsi 600 þúsund krónur í bætur auk 240 þúsunda til að kosta birtingu dóms. ingibjörg@mbl.is Ummælin dauð og ómerk Magnús Ragnarsson KANNA á möguleika á aðkomu Reykjavíkurborgar að þeirri hug- mynd að koma upp tímabundnu ný- sköpunarsetri í toppstöðinni svoköll- uðu, rafstöðvarhúsinu í Elliðaárdal. Var tillaga Samfylkingar þess efnis samþykkt í borgarráði í gær. Áhuga- mannahópur með þátttöku iðn- aðarmanna, arkitekta, frumkvöðla og hönnuða hefur unnið að und- irbúningi málsins, hugmyndavinnu, gerð viðskiptaáætlunar í samráði við ýmsa sem að málinu þurfa að koma. Í greinargerð með tillögunni segir að sérstaklega áhugavert sé að styðja við eitt þeirra fjölmörgu sjálf- sprottnu verkefna á sviði nýsköp- unar sem komið hafa fram í kjölfar hruns íslensks efnahagslífs og í erf- iðri stöðu atvinnumála. Stöðvarhúsið komst í eigu Reykja- víkurborgar frá Landsvirkjun ný- verið með sérstökum samningi þar sem m.a. voru kvaðir um niðurrif hússins. Í gögnum sem áhuga- mannahópurinn hefur aflað liggur hins vegar fyrir samþykki forstjóra Landsvirkjunar um þessa notkun. Nýsköpun í dalnum Nýsköpun Stöðin fær nýtt hlutverk. Hvernig líður starfsfólkinu þínu í vinnunni? VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Virðing Réttlæti Öll fyrirtæki geta tekið þátt í könnun VR, Fyrirtæki ársins. Stjórnendur þeirra geta svo nýtt sér niðurstöðurnar og fengið skýra mynd af aðbúnaði og ánægju starfsfólksins. Þessar upplýsingar koma sér vel í daglegum rekstri. Það er því allra hagur að sem flestir segi hvað þeim finnst. Hvetjum samstarfsfólk okkar til að taka þátt í könnuninni! Athugið að skila þarf inn þátttökulistum í síðasta lagi 5. janúar 2009. Allar nánari upplýsingar fást á heimasíðu VR, www.vr.is, eða með því að senda póst á vr@vr.is Fyrirtæki ársins 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.