Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„VIÐ erum ekki komin á leiðarenda,
ég held að það sé fjarri því. Þetta er
eitt skref af mörgum. Vonandi þurf-
um við ekki að taka fleiri svona stór
en þau geta verið af öðru tagi,“ sagði
Geir H. Haarde forsætisráðherra í
gær þegar kynntar voru tillögur rík-
isstjórnarinnar um niðurskurð fyrir
aðra umræðu fjárlaga. Með 45 millj-
arða niðurskurði á að koma í veg fyr-
ir að halli á ríkissjóði fari í 215 millj-
arða króna. Í tillögum stjórnarinnar
er gert ráð fyrir að halli á rekstri rík-
issjóðs verði 165-170 milljarðar á
næsta ári, en samkvæmt fjárlaga-
frumvarpi frá því í október átti hall-
inn að verða 57 milljarðar. Geir sagði
að við bankahrunið hefðu aðstæður
breyst mikið, tekjustofnar væru að
hverfa og annað að rýrna með lægri
tekjum og minni umsvifum.
Bæði kemur til niðurskurðar á nú-
verandi rekstri og frestun verkefna
hjá ríkinu. „Við gerum ráð fyrir því
að dregið verði úr framkvæmdum
fyrir sem nemur 11 milljörðum,
dregið verði úr rekstrarkostnaði
sem nemur 13 milljörðum. Dregið
verði úr tilfærslum til hinna ýmsu
hópa sem þeirra hafa notið um 11
milljarða. Alls eru þetta 42 milljarð-
ar og gert er ráð fyrir að þeir þrír
sem vantar skili sér þegar unnið
verður að endanlegri útfærslu frum-
varpsins. Þetta eru 45 milljarðar og
við erum ekki úrkula vonar um að
það verði hægt að ganga lengra.“
Tekjuskattur verður hækkaður um
1% úr 22,75% í 23,75%. Einnig verður
heimild veitt til hækkunar á útsvari
sveitarfélaga. Ráðherrarnir lögðu
áherslu á reyna ætti að lágmarka
byrðar tekjulægri hópa. Geir sagði að
ekki yrðu á þessu stigi gerðar breyt-
ingar á barna- og vaxtabótum. Per-
sónuafsláttur myndi hækka.
Standa vörð um
tekjulægstu hópana
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra benti á að lágmarks-
framfærslutrygging almannatrygg-
inga hækkaði til jafns við hækkun
vísitölu neysluverðs á árinu 2008. Það
þýddi um 20% hækkun um áramót
fyrir tekjulægsta hópinn og 9,6%
hækkun fyrir aðra bótaþega. „Þannig
erum við að standa vörð um tekju-
lægstu hópana,“ sagði hún.
Samdráttur í nýframkvæmdum á
næsta ári verður 11 milljarðar króna.
Mest verður um niðurskurð í vega-
framkvæmdum og áhersla er lögð á
að framkvæmdir sem ráðist verður í
séu mannaflsfrekar. Dregið verður
úr fjölgun leiguíbúða, húsbyggingu á
vegum Stofnunar Árna Magnússonar
verður slegið á frest sem og nýbygg-
ingu fangelsis á Litla-Hrauni.
Þá kom fram á fundinum að til
stæði að fresta framkvæmdum vegna
nýrrar flugvélar og varðskips Land-
helgisgæslunnar. Spurður um þetta
segir Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra hins vegar að áætlun um smíði
varðskipsins haldist þó að greiðslur
kunni að færast til.
„Ekki komin á leiðarenda“
Skera á niður um 45 milljarða í ríkisrekstri á næsta ári til að minnka halla á ríkissjóði Ríkisstjórnin
segir vörð staðinn um tekjulægri hópa Skorið niður í vegaframkvæmdum og byggingum frestað
Morgunblaðið/RAX
Niðurskurður Bæði kemur til niðurskurðar á núverandi rekstri og frestun verkefna hjá ríkinu á næsta ári.
Í HNOTSKURN
»Sumar sparnaðar-aðgerðanna kalla á
reglugerðarbreytingar sem
eru á valdi ríkisstjórn-
arinnar.
»Öðru þarf að breyta meðlögum og eitt stórt frum-
varp, bandormur, verður
lagt fram á þingi eftir
helgina vegna þessa.
»Gert er ráð fyrir aðtekjur ríkissjóðs fari á
næsta ári niður fyrir 400
milljarða.
»Ríkisstjórnin segir aðsparnaður eigi að koma
sem minnst niður á velferð-
arkerfinu, menntakerfinu,
heilbrigðiskerfinu og lög-
gæslu.
»Ýmsar sparnaðarkröfurverða gerðar. M.a. er
gert ráð fyrir að sjúkrahús
og heilsugæsla skeri niður
um 3%, en 5% sparnaðar-
krafa verði á stjórnsýslu-
stofnanir, eins og ráðuneytin
sjálf.
»Spara á hjá Lánasjóði ís-lenskra námsmanna um
einn milljarð.
MEÐAL þess sem ríkisstjórnin leggur til er að sveit-
arfélögum verði heimilað að hækka útsvar sitt um
0,25%, og verði að hámarki 13,28%, segir Halldór Hall-
dórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Hann telur líklegt að nokkur sveitarfélög, sérstaklega á
landsbyggðinni, muni nýta sér heimildina. „Þau voru
mjög aðþrengd fyrir,“ bendir hann á. Hins vegar hafi
töluverður fjöldi sveitarfélaga lýst því yfir að þau muni
ekki auka álögur á íbúa að sinni. Þá megi nefna að sveit-
arfélög á borð við Garðabæ og Seltjarnarnes nýti ekki í
dag hámarksútsvar, en langflest séu í hámarkinu, þar á
meðal Reykjavík, þar sem séu um 115 þúsund íbúar.
Sveitarfélög muni endurskoða fjárhagsáætlun sína á þriggja mánaða fresti
á árinu 2009 og Halldór telur að mörg þeirra muni vafalaust velta fyrir sér
hækkun útsvars. Hann segist hafa fengið staðfest frá ríkisstjórninni að rík-
ið muni áfram greiða aukaframlag í jöfnunarsjóð sveitarfélaga þótt það
lækki úr 1,4 milljörðum í einn milljarð. Þá muni ríkið áfram greiða fast-
eignaskatta af sínum eignum eins og sveitarfélögin hafi haldið fram að það
eigi að gera.
Hærra útsvar blasir víða við
Halldór
Halldórsson
ENGIN breið sátt næst á vinnumarkaði þegar rík-
isstjórnin ræðst að þeim sem standa höllustum fæti.
Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðu-
sambands Íslands, um tillögur um niðurskurð hjá ríkinu
á næsta ári, sem kynntar voru í gær. Hann segir ljóst að
endurskoðun kjarasamninga, sem unnið hafi verið að
undanfarið, verði frestað fram í janúar.
„Við gerðum viðsemjendum okkar grein fyrir því í
[gær]morgun að við treystum okkur ekki til að halda
þeim viðræðum áfram. Okkur þykir einsýnt að viðfangs-
efni næstu daga og fram að jólum verði að glíma við rík-
isstjórnina.“ Hvort takist að fá hana inn á vitrænar
brautir sé spurning. „Ég þori ekki lengur að vera bjartsýnn um að það tak-
ist.“
Gylfi gagnrýnir útfærslu ríkisstjórnarinnar á niðurskurðinum. Lífskjör
öryrkja og lífeyrisþega verði skert harkalega. „Að kalla það að standa
vörð um velferðina finnst mér vera öfugmæli aldarinnar,“ sagði hann. Þá
sé einnig verið að ráðast á byggingageirann, þar sem stefni í 50% atvinnu-
leysi.
Vandinn tvöfalt meiri
Gylfi
Arnbjörnsson
„Það er ákveðin viðleitni hjá ríkisstjórninni að bæta hag
þeirra sem verst eru staddir,“ segir Halldór Sævar Guð-
bergsson, formaður Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ), um til-
lögur ríkisstjórnarinnar. Vísar hann til hækkunar um
19,9% til þeirra sem hafa lægstu bæturnar. Aðrir bóta-
þegar hækki um 9,6%. „Við teljum að ef farið yrði að lög-
um um almannatryggingar ætti sá hópur að fá 13%
hækkun um áramótin,“ segir Halldór. Þarna virðist
menn því vera að búa til jöfnuð milli öryrkja. „En ég
hefði viljað sjá menn búa til jöfnuð í samfélaginu, til
dæmis með því að setja á hátekjuskatt,“ segir Halldór.
Hjá ÖBÍ eigi menn eftir að skoða tillögurnar þegar
þær koma fram. Eftir eigi t.d. að koma í ljós hvar niðurskurðurinn í heil-
brigðiskerfinu verður. Til stóð á aðalstjórnarfundi bandalagsins í gær að
setja á stofn aðgerðahóp sem fengi það verkefni að fara yfir fjárlögin og
vinna hratt.
Jafna með hátekjuskatti
Halldór Sævar
Guðbergsson
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur og
Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
EKKI er unnt að mæla með því að
félagar í Tannlæknafélagi Íslands
skrifi undir óbreyttan samning
vegna forvarnaskoðunar 3 og 12
ára barna sem kynntur var stjórn
félagsins 1. desember síðastliðinn.
Þetta segir í ályktun sem sam-
þykkt var á félagsfundi tannlækna
í gærkvöld.
Í ályktuninni segir jafnframt að
mikill meirihluti félaga í tann-
læknafélaginu hafi gengið að
samningnum um forvarnaskoðun,
sem er foreldrum að kostn-
aðarlausu, með það að leiðarljósi
að þar væri stigið mikilvægt skref
í rétta átt. Eindreginn ásetningur
hafi verið hjá samningsaðilum að
útvíkka síðan samninginn til hags-
bóta fyrir fleiri aldurshópa.
Tannlæknafélagið segir stjórn-
völd algjörlega hafa brugðist
þeirri skyldu sinni að tryggja við-
unandi tannheilsu íslenskrar
æsku.
Verulegt áhyggjuefni
„Það er mjög nauðsynlegt að
börn komist til tannlæknis, til að
mynda í forvarnaskoðunina sem
þriggja og tólf ára börnum hefur
verið boðið upp á,“ segir Hólm-
fríður Guðmundsdóttir, tannlæknir
hjá Lýðheilsustöð, sem segir það
jafnframt áhyggjuefni hækki tann-
læknar taxta sína vegna 40 til 50
prósenta hækkunar á aðföngum.
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna, tekur í sama
streng. „Það er áhyggjuefni að
ekki sé búið að framlengja samn-
inginn,“ segir hún og bætir við að
væntanlegar hækkanir á taxta
tannlækna séu ekki síður áhyggju-
efni.
Óvæntir erfiðleikar
Reynir Jónsson, tryggingayfir-
tannlæknir hjá Sjúkratryggingum
Íslands, segir samninginn um for-
varnaskoðunina hafa verið tíma-
bundinn samning til reynslu.
„Það átti að þróa samninginn og
skoða betur,“ segir Reynir. Eng-
inn hafi hins vegar séð fyrir nú-
verandi efnahagsörðugleika.
„Ég veit þó að rætt hefur verið
við tannlækna og þeim boðið að
halda þessum samningi áfram og
ég veit að endurgjald fyrir þessa
þjónustu í fyrra var verulega
hátt.“
Hann bendir líka á að gjaldskrá
endurgjalds er alfarið ákveðin af
heilbrigðisráðuneytinu og breyt-
ingar á henni eru ekki á hendi
Sjúkratryggingasjóðs, sem sér
eingöngu um afgreiðslu reikning-
anna samkvæmt lögum og reglum.
Tannlæknar hafna óbreyttum samningi um forvarnaskoðun 3 og 12 ára barna
Börn verða að komast til tannlæknis
Morgunblaðið/Jim Smart
Tannheilsa Nauðsynlegt er að börn komist til tannlæknis og hefur þriggja
og tólf ára börnum verið boðið upp á ókeypis forvarnaskoðun.