Morgunblaðið - 12.12.2008, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
Í leiðara Morgunblaðsins fyrr ívikunni var fjallað um hug-
myndir um einhliða upptöku evru
hér á landi. Þar stóð að margir
hefðu talið málið afgreitt með
skýrslu Evrópunefndar undir for-
ystu Björns Bjarnasonar, sem skil-
aði skýrslu í fyrravor og taldi ein-
hliða upptöku óraunhæfan kost.
Björn Bjarna-son vitnaði
til leiðarans á
heimasíðu sinni
og skrifaði: „Ég
er einn þeirra,
sem töldu málið
ekki afgreitt
með skýrslu Evr-
ópunefnd-
arinnar, sem ég
veitti forystu. Mér þótti nefndin
ekki fá fullnægjandi svör um mál-
ið. Hélt ég því áfram að skoða það,
eftir að nefndarstarfinu lauk, eins
og þeir vita, sem fylgst hafa með
skrifum mínum um það. Umræður
síðustu vikna sýna einnig, að full
ástæða er til að velta þessum kosti
vel fyrir sér í núverandi vanda.“
Björn skrifaði á sömu heimasíðuí júlí 2007, eftir að Valgerður
Sverrisdóttir hafði rætt um mögu-
leikann á einhliða upptöku evru:
„Hvers vegna tekur Valgerður
ekki mark á öllum sérfræðing-
unum, sem segja, að upptaka evru
án aðildar að Evrópusambandinu
sé glapræði? Hvers vegna að lemja
hausnum við steininn og láta eins
og unnt sé að taka upp evruna með
einu pennastriki? Hverjum er
greiði gerður með málflutningi af
þessu tagi?“
Þarna virðast engar efasemdir íhuga dómsmálaráðherrans um
að niðurstaða skýrslu Evrópu-
nefndarinnar standi.
Hvenær hætti upptaka evru ánaðildar að Evrópusambandinu
að vera glapræði? Eða sérfræðing-
arnir sem höfðu uppi varnaðarorð
að vera marktækir?
Björn Bjarnason
Höfuð og steinar
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
! "
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
#
#
#
#
#
$
$
$
$
$
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
%
%
*$BC
!
"
#
!
! !
*!
$$B *!
&$ '! $ ! "!() "
<2
<! <2
<! <2
& !' * +,-. *"/
C -
B
$%
&'%
%(! )%
*)!
*
+
! ,
, )%
-
+
/
.+
"
&'%
(%
/
%
01**"22
*"!( 3" .("+
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
ÞAÐ vakti óneitanlega mikla athygli þegar það
kom í ljós að dánartilkynning, sem birtist á síðum
Morgunblaðsins í fyrradag, reyndist vera upp-
spuni frá rótum. Maðurinn, sem sagður var lát-
inn, reyndist vera á lífi og afplánar dóm á Litla-
Hrauni. Þetta var vinnustaðagrín sem gekk of
langt, segir sá sem bjó til auglýsinguna.
„Þetta átti ekkert að fara neitt lengra,“ sagði
Sigurbjörn Adam Baldvinsson, sem einnig af-
plánar dóm á Litla-Hrauni, í samtali við mbl.is.
Það hafi verið mistök að tilkynningin birtist í
Morgunblaðinu.
Sigurbjörn vísar því alfarið á bug að um hafi
verð að ræða tilraun til fjársvika. Í dánarauglýs-
ingunni segir að maðurinn hafi látist eftir lang-
varandi veikindi og var þeim sem vildu minnast
hans bent á reikningsnúmer. Reikningurinn og
kennitala, sem upp voru gefin, eru Sigurbjörns
sem aðspurður segist ekki hafa hugmynd um
hver sendi dánartilkynninguna til birtingar í
blaðinu.
Lögreglan á Selfossi, sem hefur málið til rann-
sóknar, hefur tekið skýrslu af Sigurbirni og öðr-
um sem málið varðar.
Vinnustaðagrín sem gekk of langt
Fangi á Litla-Hrauni segir birtingu falskrar dánartilkynningar mistök
Morgunblaðið/RAX
Litla Hraun Lögreglan á Selfossi hefur tekið
skýrslu af þeim sem taldir eru tengjast málinu.
NÝ HÁLENDISBÓK!
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
Einstök bók um
ævintýralegar
jöklaferðir um hávetur,
samskipti jeppamanna
og leiðir og landslag á
hálendinu.
Frábær bók handa
öllu áhugafólki
um hálendið og
fjallaferðir!
MÆÐRASTYRKSNEFND Reykja-
víkur fær í dag, föstudag, afhenta
Þjóðarskútuna frá Víkurvögnum.
Fyrirtækið fékk 186 manns til að að-
stoða sig við að búa til Þjóðarskút-
una. Myndir af öllum sem þátt tóku í
verkefninu eru á skútunni. Skútan
verður nú nýtt sem söfnunarbaukur
til aðstoðar Mæðrastyrksnefnd en
sífellt fleiri leita aðstoðar hennar,
sérstaklega nú fyrir jólin.
Afhendingin fer fram í Smára-
lind kl. 17 í dag, á 2. hæðinni fyrir
framan Debenhams.
Þjóðarskútan afhent