Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
Rannsókn í refsimáli
gæti síðar spillst
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
OPINBER rannsókn í refsimáli
vegna bankahrunsins gæti spillst sé
ekki tryggt að sérstök rannsókn-
arnefnd vegna hrunsins starfi sam-
kvæmt ákvæðum stjórnarskrár og
Mannréttindasáttmála Evrópu, að
mati lögfræðinga. Lagafrumvarp um
störf nefndarinnar er nú til afgreiðslu
hjá allsherjarnefnd Alþingis.
Morgunblaðið greindi í gær frá
áhyggjum laganefndar Lögmanna-
félagsins vegna frumvarpsins, sem
hún telur að stangist í veigamiklum
atriðum á við mannréttindi, s.s. þagn-
arskyldu og friðhelgi einkalífs. Eva B.
Helgadóttir, formaður laganefnd-
arinnar, undirstrikar að félagið sé
ekki andvígt því að lög um rannsókn
bankahrunsins séu sett. Hins vegar sé
mikilvægt að vandað sé til verka við
lagasetninguna, svo ekki sé hætta á að
lögin fari að virka gegn tilgangi sín-
um. Helst vekja áhyggjur ákvæði um
meðferð upplýsinga sem sérstök
rannsóknarnefnd aflar. „Segjum t.d.
að við rannsókn nefndarinnar verði til
gögn um glæp sem einstaklingur hef-
ur framið,“ segir Eva. „Þegar til op-
inberrar rannsóknar kæmi gætu
þessar upplýsingar ónýst hafi ekki
verið passað upp á réttindi sakborn-
ings við nefndarrannsóknina.“
Lært af olíumálinu
Undir þetta tekur Björg Thor-
arensen, lagaprófessor við HÍ. „Það
er hætta á að ef reglur um máls-
meðferð, réttarstöðu manna við rann-
sókn og meðferð upplýsinga eru
óskýrar komi síðar í ljós að brotið hafi
verið gegn stjórnarskrárvörðum rétt-
indum manna. Það gæti orðið til þess
að rannsókn sakamáls sem síðar er
höfðað ónýttist. Við þekkjum svipuð
dæmi t.d. úr olíumálinu svokallaða,
þar sem samkeppnisrannsókn og lög-
reglurannsókn sköruðust og ekki voru
skýrar reglur um hvernig fara ætti
með gögn sem aflað var í rannsókn
samkeppnisyfirvalda. Að auki voru
lagaákvæði um réttarstöðu manns við
málsmeðferðina óljós.“ Hún bætir við
að samkeppnislögunum hafi verið
breytt þannig að skýrt sé að ekki megi
nota upplýsingar sem koma fram í
samkeppnismáli gegn manni í saka-
máli.
Meðal þess sem laganefnd Lög-
mannafélagsins gagnrýnir er ákvæði í
frumvarpinu sem heimilar rannsókn-
arnefndinni að birta upplýsingar telji
hún að almannahagsmunir séu ríkari
en hagsmunir þess er upplýsingarnar
varða. Eva bendir á að þarna reiði
frumvarpið sig á skynsemi einstakra
nefndarmanna. Betra væri að setja í
lögin skýrar reglur um hvaða sjón-
armið eigi að gilda við birtingu slíkra
upplýsinga, enda brjóti birting þeirra
í bága við friðhelgi einkalífs viðkom-
andi. Hún segir ákveðinn eðlismun á
þessu og þegar friðhelgi einkalífs sé
rofin, t.d. með því að hlera síma grun-
aðs manns í sakamáli, því slíkur gjörn-
ingur sé háður úrskurði dómara.
Eðlileg krafa samfélagsins
Lagafrumvarpið felur í sér marg-
vísleg frávik frá því venjulega, að sögn
Bjargar, t.a.m. hvað varðar rannsókn-
arnefndina og málsmeðferðina fyrir
henni. Hún telur þó að markmið frum-
varpsins sé skynsamlegt, enda séu
uppi afar sérstakar aðstæður í þjóð-
félaginu.
„Það er eðlileg krafa samfélagsins
að það fari fram rannsókn á ástæðum
og aðdraganda bankahrunsins. Rann-
sókn eins og þessi gæti leitt til þess að
málum verði vísað í ákveðna farvegi,
t.d. til sakamálarannsóknar, og jafn-
vel rannsóknar um brot á ráðherra-
ábyrgðarlögum, auk þess að veita yf-
irsýn yfir aðdragandann.“
Því er ekki óeðlilegt, að mati Bjarg-
ar, að nefndin fái ákveðnar rannsókn-
arheimildir. Hins vegar sé ljóst að
nefndinni beri að virða mannréttinda-
ákvæði stjórnarskrárinnar í störfum
sínum, t.d. við meðferð upplýsinga um
persónuleg málefni.
Eva er því sammála að svo ýktar
aðstæður geti kallað á óhefðbundnar
aðferðir. „Það er vel þekkt að setja
svona nefndir og Danir hafa t.a.m.
mikla reynslu af því, ekki síst út frá
svokölluðu Tamílamáli,“ segir hún.
„Það mál fór alla leið fyrir Mannrétt-
indadómstól Evrópu sem úrskurðaði
að málsmeðferðin hefði verið í lagi.“
Hún segir því hægt að læra af reynslu
annarra í þessum efnum.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Alþingi Vonast er til að Allsherjarnefnd afgreiði í dag lagafrumvarp um
rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna.
Í HNOTSKURN
»Rannsóknarnefnd er heim-ilt að birta upplýsingar,
t.a.m. um fjármál manna, til að
rökstyðja niðurstöður sínar.
» Í frumvarpinu er ákvæðium að skylda til upplýs-
ingagjafar sé ávallt ríkari
þagnarskyldu.
»Lögfræðingar vara við ofmiklum flýti við setningu
laga að undanförnu, sem
snerta mikilsverð mannrétt-
indi.
Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar, segir frumvarp um rann-
sókn á bankahruninu vera á lokastigi í umfjöllun nefndarinnar. „Við höfum
verið að fara yfir fjölmörg álitaefni, m.a. þau sem lögmannafélagið vekur
athygli á,“ segir hann en gefur ekkert upp um hvort og þá hvaða breytinga
sé að vænta á því.
„Niðurstaða okkar hlýtur að mótast af því að frumvarpið nái þeim til-
gangi sínum að hægt sé að kalla fram nauðsynlegar upplýsingar og stað-
reyndir varðandi hrun bankanna, og eins af sjónarmiðum um réttaröryggi
og mannréttindi.“
Hann vonast til þess að allsherjarnefnd ljúki umfjöllun sinni um frum-
varpið í dag. „Við reynum að vinna málið hratt en á hinn bóginn viljum við
líka vinna það vel,“ segir hann og bætir því við að forseti Alþingis leggi
frumvarpið fram með stuðningi formanna allra flokkanna sem þar sitja.
Niðurstöðu að vænta í dag
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
TEKIST var á um lögmæti rannsókna á verðsamráði
olíufélaganna á sínum tíma og hvort rannsókn gæti
bæði farið fram á stjórnsýslustigi, þ.e. hjá samkeppn-
isyfirvöldum og hjá lögreglu.
Þegar Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms í
máli ákæruvaldsins gegn fyrrv. forstjórum olíufélag-
anna gagnrýndi Hæstaréttur að engin fyrirmæli væri
að finna í samkeppnislögunum um skil á milli rann-
sókna lögreglu og samkeppnisyfirvalda. M.a. væri ekki
kveðið á um, hvort gögn eða upplýsingar sem aflað var
við rannsókn samkeppnisyfirvalda yrðu afhent lög-
reglu eða hvort nota mætti upplýsingar, sem forsvars-
menn félaganna hefðu veitt, sem sönnunargögn í op-
inberu máli gegn þeim. Ekki væri sýnt að forstjórarnir
hefðu notið réttinda sakborninga sem tryggð eru í
stjórnarskrá og mannréttindasáttmála í lögreglurann-
sókninni í kjölfar rannsóknar samkeppnisyfirvalda. Því
var ekki hægt að reisa ákæru á lögreglurannsókninni.
omfr@mbl.is
Tvöföld rannsókn gagnrýnd
• Bylting fyrir bakið
• Styrkir magavöðvana
• Frelsi í hreyfingum
• Margviðurkenndur stóll
Swopper vinnustóllinn
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Opið laugardaga til jóla kl. 11-16
Saltfiskur er
mikilvægur hluti
af matarmenningu
íslensku þjóðarinnar
frumkvöðlafyrirtæki ársins - fiskvinnsla frá árinu
Frábær gjöf handa Íslendingum út um allan heim!
Ekta saliskur lbúinn l útvötnunar.
Tímarnir breytast en saliskurinn frá
Ekta ski, þessi gamli góði með
íslenskum kartöum og smjöri, stendur
alltaf fyrir sínu.
Sérútvatnaði saliskurinn er sérstaklega
hentugur í seiðandi saliskré Fæst um allt land. Hafðu samband!
466 1016
www.ektafiskur.is
Bæklingur á 4 tungumálum ummeðferð og eldun fylgir með.
Basarinn - ódýrt
Nytjamarkaður kristniboðsins,
Grensásvegi 7, sími 533 4900
Opið fram að jólum,
mánud.- föstud kl. 12-17,
laugardaga kl. 11-16.
Lokað milli jóla og nýárs.
Fjölbreytt úrval af vörum
á góðu verði
Bækur Salts ehf, jólakort,
gjafavörur frá Afríku og Asíu.