Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 17
Fréttir 17INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 HUGMYNDIR um ríflega 400 milljóna króna sparnað með því að færa verkefni Varnarmála- stofnunar undir stofnanir dóms- málaráðuneyt- isins og hugs- anlega samgöngu- ráðuneytis eru fugl í skógi en ekki í hendi. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á blaðaðmannafundi í tengslum við niðurskurðartillögur ríkisstjórn- arinnar í gær. Hugmyndir úr Skógarhlíð „Það eru hugmyndir sem hafa komið úr Skógarhlíðinni en er ekki alveg sannfæring fyrir í utanrík- isráðuneytinu að fái staðist,“ sagði Ingibjörg en áréttaði að mikil hag- ræðingar- og sparnaðarkrafa væri gerð til Varnarmálastofnunar eða sem nemur rúmlega 250 milljónum króna. „Stofnunin verður að glíma við það og hún hlýtur auðvitað að skoða alla möguleika,“ sagði Ingi- björg og bætti við aðspurð að utan- ríkisráðuneytið þyrfti vitanlega að koma að þeirri vinnu. halla@mbl.is Sparnaðartillögur fugl í skógi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ÞANN 4. desember sl. hlutu Inga Rós Þráinsdóttir hjartalæknir, Há- kon Ólafsson, heila- og taugaskurð- læknir, og Tryggvi Egilsson öldr- unarlæknir kennsluverðlaun læknakandítata fyrir árið 2008. Voru verðlaunin veitt fyrir fram- úrskarandi klíníska kennslu í dag- legu starfi á deildum og á vöktum. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn árið 2007, þegar þau voru veitt Þor- birni Guðjónssyni hjartalækni. Á Landspítalanum starfa hátt í 60 læknakandítatar og voru það kandítatarnir sjálfir sem tilnefndu verðlaunahafana í frammistöðu- viðtölum sem tekin voru við þá. Kennsluverðlaun STUTT samstarf milli skólanna tveggja sem gefur frekari tækifæri til stúdenta- skipta. Háskóli Íslands hefur á undan- förnum árum lagt áherslu á að efla samstarf við virta kínverska háskóla. Kennarar frá HÍ hafa farið og kennt við skólana, m.a. alþjóðasamskipti, heimspeki og mynsturgreiningu á sviði rafmagnsverkfræði. Að auki hafa nemendur frá Háskólanum sótt námskeið og dvalið um lengri tíma við kínversku háskólana. Kínverskir stúdentar við Háskóla Íslands eru nú 19 talsins og stunda nám í ýmsum greinum, m.a. íslensku, tölvunar- fræði, fjölmiðlafræði, rafmagnsverk- fræði og raunvísindum. HÁSKÓLINN Bejing Foreign Stu- dies University (BFSU) bauð í fyrsta sinn í haust upp á 4 ára nám í íslensku og eru 16 nemendur skráðir í námið. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, og Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína, heimsóttu skólann á þriðjudag og hittu nemendur, kennara og stjórnendur skólans. Þrátt fyrir stuttan námstíma heilsuðu nemend- ur og kynntu sig á íslensku auk þess sem þau sungu íslenskt jólalag með glæsibrag. Í heimsókninni skrifuðu Kristín og Peng Long, rektor skólans, undir samstarfssamning um rannsókna- Íslenskunám í Kína Íslenska Kínversku nemendurnir ásamt Yan Ping Li, starfsmanni íslenska sendiráðsins í Peking, Gunnari Snorra Gunnarssyni sendiherra, Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ, og Geir Sigurðssyni, lektor í kínverskum fræðum. RANGLEGA var fullyrt í blaðinu í gær að Marel hf. hygðist ekki gefa starfsmönnum sínum jólagjafir þetta árið. Að sögn Ylfu Edithar Jakobsdóttur starfsmannastjóra fá starfsmenn veglega matarkörfu líkt og verið hefur mörg sl. ár. Hins vegar hyggst fyrirtækið ekki gefa helstu viðskiptavinum sínum jóla- gjafir heldur gefa andvirði þeirra til mæðrastyrksnefndar. Marel gefur starfs- fólki matarkörfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.