Morgunblaðið - 12.12.2008, Síða 18

Morgunblaðið - 12.12.2008, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is EITT þekktasta dæmið um viðskipti, þar sem sama persóna situr beggja vegna borðs við kaup og sölu, er kaup Baugs á Vöruveltunni, móðurfélagi 10-11 verslananna árið 1999. Var Jón Ásgeir Jóhannesson ákærður fyrir þessi viðskipti, en ákærunni var árið 2006 vísað frá héraðsdómi með þeim rökum að um viðskipti væri að ræða en ekki auðgunarbrot. Frávísunin var staðfest af Hæstarétti. Burtséð frá niðurstöðu dómsins er áhugavert að skoða viðskiptin sjálf í ljósi eignatengsla þeirra fyrirtækja sem í hlut áttu. Málið vakti m.a. at- hygli vegna þess að forsvarsmenn Baugs, forstjórinn Jón Ásgeir Jó- hannesson og aðstoðarforstjórinn Tryggvi Jónsson, lögðu mikið á sig til að fela raunverulegt eignarhald Vöruveltunnar. Í þessari umfjöllun verður ekki farið yfir þennan þátt málsins, heldur aðeins viðskiptin sjálf og eignatengsl þeirra sem í hlut áttu. Vöruveltan og Fjárfang Þann 7. október 1998 keypti Jón Ásgeir Vöruveltuna á 1,15 milljarða króna. Síðar var hluti hlutafjár Vöru- veltunnar seldur félaginu Fjárfari ehf., sem var í raun í eigu Jóns Ás- geirs. Þá var hluti seldur Íslands- banka og Kaupþingi. Þegar almenningshlutafélagið Baugur kaupir Vöruveltuna þann 21. maí 1999 átti Jón Ásgeir því 25% í fé- laginu, 45% voru í eigu Fjárfars og 30% í eigu Kaupþings og Lands- banka. Greiddi Baugur 1,48 milljarða fyrir Vöruveltuna og fékk Jón Ásgeir 1,04 milljarða í sinn hlut. Greiddi Baugur því 325 milljónum hærra verð fyrir Vöruveltuna, en Jón Ásgeir hafði greitt fyrir félagið nokkrum mán- uðum fyrr. Vegna kostnaðar við við- skiptin hagnaðist Jón Ásgeir og fjár- festingarfélagið Gaumur hins vegar að minnsta kosti um 200 milljónir króna. Gaumur var á árunum 1998 og 1999 í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans. Baugur keypti hins vegar ekki all- ar eignir, sem fylgdu með þegar Jón Ásgeir keypti Vöruveltuna haustið 1998. Fasteignir félagsins voru nefni- lega seldar Litla fasteignafélaginu, félagi undir óbeinni stjórn Jóns Ás- geirs, í desember 1998. Greiddi Litla fasteignafélagið 217 milljónir króna fyrir fasteignirnar, en seldi þær aftur til Stoða, dótturfélags Baugs, sex mánuðum síðar fyrir 357 milljónir króna. Í kjölfarið var Litla fasteigna- félagið sameinað Gaumi, sem þar með hagnaðist um 140 milljónir á við- skiptunum. Högnuðust Jón Ásgeir og Gaumur því að minnsta kosti um 340 milljónir á viðskiptunum á kostnað hluthafa Baugs. Í rökstuðningi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að atburðirnir, sem hér hafa verið raktir, séu ekki lýsing á fjársvikum heldur við- skiptum, sem vera kann að hafi verið óhagstæð fyrir Baug hf. en hugs- anlega hagstæð fyrir Jón Ásgeir og aðra. Hins vegar ber að hafa í huga að málið, eins og öll svokölluð Baugs- mál, var opinbert mál, höfðað af sak- sóknara. Í slíkum málum hvílir sönn- unarbyrði á ákæruvaldinu og harðari sönnunarkröfur eru gerðar. Í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög má aftur á móti finna ákvæði eins og í 76. gr. Þar segir að stjórn og fram- kvæmdastjóri félags megi ekki gera neinar þær ráðstafanir, sem bersýni- lega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótil- hlýðilegra hagsmuna á kostnað ann- arra hluthafa eða félagsins. Árið 1999 átti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 3,1% hlut í Baugi og Lífeyrissjóður verzl- unarmanna önnur 4,45%. Forsvars- menn sjóðanna gerðu ekki at- hugasemdir við viðskiptin á opinberum vettvangi. Á morgun verður fjallað um viðskipti FL Group og Fons með danska flugfélagið Sterling. Viðskipti, ekki fjársvik Jón Ásgeir Jóhannesson og Gaumur högnuðust um 340 millj- ónir króna á sölu Vöruveltunnar til Baugs hf. árið 1999           ;" < ;"1 +     34 =&     !# / >' 4 ,   =&     !"  / 7 4 =&     !# /    ?,(   %- 0+#  4,     !"  /       /+ "$  # ;" <  +    !"  / Morgunblaðið/Ómar Mál Ákæru vegna Vöruveltumálsins var vísað frá dómi í Baugsmálinu. Bætum samskiptin! Gary Chapman hefur áratuga reynslu af því að leiðbeina hjónum um það hvernig best sé að tjá ást sína. Vegna þess hve ólík við erum þurfum við að læra og nota ástartáknmál maka okkar. Hagnýt ráð og fjöldi dæma um góðan árangur við rétta tjáningu ástar! Alþjóðleg metsölubók. Von þess sem misst hefur Höfundur missti heila fjölskyldu í flóðbylgjunni um jólin 2004. Sorgin helltist yfir, efinn fyllti hugann, spurningarnar urðu ágengar. Hvernig getur vonin komið til hjálpar við slíkar aðstæður? Bókin hefur komið út í mörgum upplögum í Danmörku. Fimm táknmálástarinnar Gary Chapman Fimm leiðir til að tjá maka sínum einlæga ást Dauðinn, sorginog vonin Flemming K ofod-Svendsen Bókaútgáfan Salt ehf. saltforlag.is Ný glæsileg bók fyrir veiðimenn og fluguhnýtara Hér hefur Sigurður Pálsson tekið saman í bók fyrir bókaflokkinn Veiðiflugur í náttúru Íslands Laugavegi 178 - S 551 6770 & 553 3380 - vesturrost@vesturrost.is - www.vesturrost.is Vesturröst Auglýsing um starfsleyfistillögur Með vísan til 9. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun eða mengandi starfsemi, munu starfsleyfistillögur neðangreinds fyrirtækis liggja frammi hjá upplýsingaþjónustunni í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 12. desember 2008 til 12. janúar 2009. Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. Íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendast Reykjavikurborg - Umhverfis- og samgöngusviði, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, fyrir 12. janúar 2009. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar Fyrirtæki/gildistími starfsleyfis í árum: 12 Orkuveita Reykjavíkur Skólphreinsistöð á Kjalarnesi/12 ár Almenn skilyrði X Sértæk skilyrði X Heimilisfang Bæjarháls 1 Húsnæði óskast til leigu Fjármál heimilanna ehf, www.spara.is, leita að 60 til 90 fm skrifstofuhúsnæði - 2 lokuðum rúmgóðum skrifstofum og alrými eða 4 skrifstofuherbergjum. Húsnæðið þarf að vera mjög snyrtilegt bæði innan dyra sem utan og útbúið öllum nauðsynlegum síma- og nettengingum. Óskastaða væri samnýting á móttöku og símsvörun með öðrum fyrirtækjum í húsinu. Upplýsingar í síma 868 0049 eða vesteinn@spara.is Viðskipti tengdra aðila , ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.