Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 Fjölmargt er hægt að gera sér til skemmtunar og fróðleiks í aðdraganda jóla og mögulegt að næra skilningarvitin með ýmsum hætti. Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 12 dagar til jóla TÓNLISTARSKÓLINN á Akureyri og Leikfélag Ak- ureyrar halda hátíðartónleika í Leikhúsinu, sunnudag- inn 14. desember kl.14:00 og 17:00. Fram munu koma fé- lagar úr Leikfélagi Akureyrar, Stórsveit Tónlistarskólans ásamt tónlistarkennurum og atvinnu- tónlistarmönnum víðsvegar af svæðinu. Aðgangur verð- ur ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum sem renna munu til Hjálpræðishersins. Einnig verður fólki gefinn kostur á að koma með inn- pakkaðar jólagjafir fyrir börn á aldrinum 0-16 ára og leggja þau undir jólatré Leikfélagsins. Jólatónleikar á Akureyri Á MORGUN, laugardaginn 13. des- ember, kl. 13, heldur dr. Terry Gunnell erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands um trú og siði kringum íslensku jólin í ald- anna rás, frá heiðnum goðum til gárunga og hrekkjóttra íslenskra jólasveina. Fyrirlesturinn er á ensku og er aðgangur ókeypis. Íslenskir jólasiðir kynntir á ensku UM helgina verð- ur sjarmerandi stemning í Mý- vatnssveit. Jóla- sveinar verða á ferð í Dimmu- borgum, mark- aður í Jarðböð- unum og heimalagað jólahlaðborð í Voga- fjósi. www.visitmyvatn.is Heill jólaheimur Á MORGUN, laugardaginn 13. desember, kemur Bernd Ogrodnik í heimsókn í Íþrótta- leikhúsið á Sólheimum í Grímsnesi með brúðuleikhúsið sitt og sýnir „Klókur ertu Ein- ar Áskell“. Það verður mikil stemning í hús- inu þegar brúðurnar lifna við klukkan 13:00. Síðan geta gestir notið þess að ganga um jóla- þorpið. Sunnudaginn 14. desember verða, sam- kvæmt hálfrar aldar hefð, litlu jólin með Lionsklúbbnum Ægi í íþróttahúsinu kl. 14:00. Hátíðlegt á Sólheimum JÓLALJÓS, styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar og org- anistans Jónasar Þóris, verða haldn- ir til styrktar björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ í ár. Tónleikarn- ir verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 14. desem- ber kl. 17.00. Fram koma m.a. Egill Ólafsson, Jóhann Friðgeir o.fl. Miðasala við innganginn og í safn- aðarheimilinu kl. 9-12. Til styrktar Kyndli JÓLABASAR verður hjá Höddu „undir Kerlingu “ nú um helgina frá kl. 12-16. Til sölu verður heim- ilisiðnaður, s.s. vefnaður, prjón, málverk, munir úr horni og sultur, allt gert heima af iðnum vinum og vandamönnum. Heitt ketilkaffi ásamt sykurpúðum sem fólk getur hitað yfir eldi í ofni. Fífilbrekka er undir Kerlingu á milli Holtshúsa og Holtssels í Eyjafjarðarsveit. Jólabasar í sveitinni STUTT Treystið því aldrei að sjálfslökkvandi kerti slökkvi á sér sjálf Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins Tvöfaldir punktar í Nettó með AMEX! Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Hverafold Akureyri - Höfn - Grindavík ww.netto.is Bækur á betra verði! TILBOÐIN GILDA 12. - 14. DESEMBER w w w .m ar kh on nu n. is BORÐA, BIÐJA, ELSKA 2.673 kr 3.990 kr 33% afsláttur MEISTARINN OG ÁHUGAMAÐURINN 3.894 kr 5.990 kr 35% afsláttur VALHOPP 1.393 kr 1.990 kr 30% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.