Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
GETUM við Íslendingar lært
eitthvað sem máli skiptir af óför-
um annarra þjóða og viðbrögðum
þeirra við áföllum? Við fengum
lærdómsríkt svar við þeirri spurn-
ingu af vörum Görans Persson, fv.
fjármála- og forsætisráðherra
Svíþjóðar, í ræðu sem hann flutti
fyrir fullu húsi í Hátíðasal Háskól-
ans, 10. desember.
Göran var sjálfur fjár-
málaráðherra í ríkisstjórn jafn-
aðarmanna þegar alvarleg fjár-
mála- og bankakreppa reið yfir Svíþjóð á
árunum 1992-95. Svíar urðu að grípa til rót-
tækra ráðstafana til að verja sænsku krónuna
falli (himinháir stýrivextir) og til að forða
bankakerfinu frá hruni (tímabundin þjóðnýting
lykilbanka). Það mæddi mikið á fjármálaráð-
herranum, Persson, á þessum árum. Hann varð
á tímabili óvinsælasti stjórnmálamaður þjóð-
arinnar, sem er sönnun þess að hann var ekki
haldinn ákvarðanafælni. Persson kom til Ís-
lands í boði Viðskiptadeildar H.Í. og Félags
fjárfesta til þess að miðla okkur persónulega af
reynslu sinni.
Að læra af reynslunni
Ræða hans var mögnuð. Enginn sem hana
heyrði gat velkst í vafa um að hann vildi ráða
okkur heilt og miðla af dýrkeyptri reynslu. En
hann tók það skýrt fram í upphafi máls síns að
það er ólíku saman að jafna, hremmingum Svía
á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar og
því allsherjarhruni þjóðargjaldmiðils og fjár-
málakerfis, sem Íslendingar standa nú frammi
fyrir. Kreppan sem Íslendingar verða að fara í
gegnum á næstu árum er miklum mun djúp-
stæðari en sú sem Svíar upplifðu þá. Við þetta
bætist, að nú er heimskreppa yfirvofandi, en al-
þjóðleg uppsveifla létti undir með Svíum á sín-
um tíma.
Þrátt fyrir þennan mun er samt hægt að
læra mikið af viðbrögðum Svía við kreppunni.
Mönnum ber almennt saman um það, í ljósi
reynslunnar, að Svíar hafi brugðist við vand-
ræðum sínum af festu og öryggi, undir forystu
Perssons. Það tók Svía 2-3 ár að vinna sig út úr
kreppunni og að leggja grunn að
uppbyggingarstarfi. Aðferðirnar
sem Svíar beittu skiluðu árangri.
Það var þetta sem Persson lagði
áherslu á. Þótt sjálfur efnahags-
vandinn sé um margt ólíkur þá er
pólitíski vandinn hinn sami. Hann
snýst um það að byggja upp
traust á aðgerðum stjórnvalda og
að sameina krafta þjóðarinnar í
uppbyggingarstarfi. Hvernig ger-
um við það? Persson lagði áherslu
á þrennt, sem að hans mati, skipt-
ir sköpum um árangur:
Að segja sannleikann
1. Að segja þjóðinni satt: Ábyrgðarmenn
þjóðarinnar verða að þora að horfast í augu við
staðreyndir. Það á ekki að reyna að fegra veru-
leikann né heldur fela hann fyrir þjóðinni. Það
kemst hvort eð er upp fyrr en síðar. Það á ekki
að vekja falskar vonir um að botninum sé náð
eða að betri tíð bíði handan hornsins. Það á ekki
að ljúga því að þjóðinni að hún þurfi ekki að
færa fórnir né heldur að þetta verði sárs-
aukalaus reynsla. Það á ekki að fegra framtíð-
arspár. Ef eitthvað er, þá á að gera ráð fyrir
hinu versta. Allt á að vera gegnsætt og opið fyr-
ir gagnrýni. Enginn feluleikur, ekkert pukur.
Það á að segja þjóðinni sannleikann umbúða-
laust. Það er forsenda þess að hún fallist á að
færa óhjákvæmilegar fórnir. – Geta núverandi
forráðamenn Íslendinga eitthvað af þessu lært?
2. Vandinn er ekki sá að vita, hvað á að gera,
heldur að þora að gera það. Kjarni vandans er
sá að við – eins og þið núna – vorum sokkin í
skuldir, sagði Persson. Ég þurfti þá, sem fjár-
málaráðherra Svía, að fara með betlistaf í hendi
fyrir rúmlega þrítuga forstjóra alþjóðlegra
fjármálastofnana og slá lán. Það voru þung
spor og auðmýkjandi reynsla. Árangurinn var
að öllu leyti undir því kominn að geta sannfært
þessa lánardrottna (markaðina) um að við
myndum gera það sem þyrfti að gera til þess að
geta endurgreitt skuldir okkar. Ella væri voð-
inn vís. Ella hefði gjaldmiðillinn hrunið. Ella
hefði verðbólgan farið úr böndunum. Ella hefði
atvinnuleysið orðið óviðráðanlegt. Ella hefðum
við glatað forræði eigin mála og lent undir
stjórn eins konar skiptaráðanda. Þetta þýddi að
öll góð ráð voru dýr. Við urðum að gera hvort
tveggja: Skera niður ríkisútgjöld og hækka
skatta, sem voru þó fyrir hinir hæstu í heimi. Í
þessu fólst fórnarkostnaður þjóðarinnar. Sumir
vildu fresta aðgerðum og milda þær í veikri von
um að ástandið myndi lagast af sjálfu sér. Það
var hrein óskhyggja og hefði gert illt verra, ef
hún hefði fengið að ráða. Frestur er ekki á illu
bestur. Við ákváðum að ráðast að rótum vand-
ans strax.
3. Þriggja ára bjargráðaáætlun og útlistun á
sanngjarnri dreifingu byrða: Aðgerðaáætlun
sem lýsir nákvæmlega leiðum að settu marki,
er lykilatriði. Það verður að binda sig við
mastrið og standa af sér brotsjói, hvað svo sem
á gengur. Það er vitavonlaust að ætla að grípa
til aðgerða eftir hentugleikum á leiðinni eða að
víkja af markaðri braut. Undanþágur koma
ekki til greina því að þá munu fleiri fylgja í kjöl-
farið. Það má ekki sýna neinn veikleika. Það
verður að framkvæma aðgerðaáætlunina und-
anbragðalaust og af festu. Þetta er forsenda
þess að þjóðin láti sannfærast um, að fórnirnar
séu ekki færðar til einskis. Það verður að útlista
það fyrir þjóðinni frá degi til dags og af full-
kominni hreinskilni að þetta sé það sem við
verðum sameiginlega að gera til að ná fyr-
irframskilgreindum árangri: að losa okkur af
skuldaklafanum. Að koma á jöfnuði í ríkisfjár-
málum, að byggja upp jöfnuð í viðskiptum við
útlönd, að byggja upp gjaldeyrisvarasjóði. Að
skapa forsendur fyrir lækkun skatta, þegar við
höfum efni á því. Og nota bene: allt verður
þetta að gerast fyrir opnum tjöldum og undir
leiðarmerkjum félagslegs réttlætis. Í því felst
m.a. að þeir sem komu okkur á kaldan klaka
verði látnir sæta ábyrgð. Þeir sem höfðu makað
krókinn í uppsveiflunni sátu uppi með verðlaus
hlutabréf. Skattgreiðendur fengu framlag sitt
til bjargar bönkunum að fullu endurgreitt. Sú
regla skal gilda að þeir sem taka áhættu með
annarra manna fé eigi líka að bera tapið. Þeir
sem brutu lögin eiga að taka út sína refsingu
frammi fyrir dómstólum. Auðvitað náðum við
ekki til allra. Sumir létu sig hverfa. En þeir áttu
þá ekki afturkvæmt á náðir sænsks samfélags.
Evrópusambandið:
Viðlagatrygging þjóðríkjanna
Í miðri kreppunni, sagði Persson, tókum við
Svíar þá ákvörðun að sækja um aðild að Evr-
ópusambandinu. Við höfðum ekki að fullu unnið
okkur út úr kreppunni þegar þjóðaratkvæða-
greiðslan fór fram um samningsniðurstöðuna.
Meirihlutinn sagði já. Bæði fyrir og eftir daginn
sem þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hafa Sví-
ar lýst óánægju sinni með Evrópusambandið.
En þegar á reyndi, þegar þjóðin hafði örlög sín
í eigin hendi, sagði meirihlutinn já. Það var rök-
rétt niðurstaða af reynslu þjóðarinnar af
kreppunni.
Hið alþjóðlega fjármagn hefur vaxið hefð-
bundnu sjálfstæði einstakra þjóðríkja yfir höf-
uð. Við Svíar réðum ekki einir og sér við of-
urvald alþjóðlegs fjármagns.
Evrópusambandið er svæðisbundið svar þjóð-
ríkja í Evrópu við þessum breyttu valda-
hlutföllum í heiminum. Við Svíar erum frá
fornu fari vinir Sameinuðu þjóðanna. En við
vitum af fenginni reynslu, að þessi alþjóða-
samtök þjóða heims eru því miður í lamasessi.
Við vildum gjarnan sjá þau styrkjast. Svæð-
isbundin samtök eins og Evrópusambandið eru
skref í þá átt. Sambærileg svæðissamtök þjóða
í öðrum heimshlutum, í Asíu, í Ameríku og Afr-
íku, munu verða til á næstu árum.
Sá tími er liðinn að einstök þjóðríki geti, ein
og óstudd, staðið af sér fellibylji sem munu fara
hamförum á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum
á ókominni tíð. Evrópusambandið er eins konar
tryggingarfélag þjóðríkja Evrópu gagnvart
fyrirsjáanlegri vá. Margt bendir til þess að hin
alþjóðlega fjármálakreppa, sem nú geisar um
heimsbyggðina, eigi enn eftir að dýpka. Þá mun
reyna á það sem aldrei fyrr hversu haldgóð við-
lagatrygging Evrópusambandsaðild mun reyn-
ast þjóðum Evrópu.
Þeim sem heyrðu ræðu Görans Persson í Há-
tíðasal Háskólans sl. miðvikudag 10. desember
ber saman um, að þetta hafi verið mögnuð
ræða. Þarna talaði myndugur þjóðarleiðtogi,
sem hafði staðist álagspróf reynslunnar og
hreif áheyrendur sína, af því að hann sagði
sannleikann. Er til of mikils mælst að gera
sambærilegar kröfur til þeirra, sem telja sig
hafa umboð íslensku þjóðarinnar, til þess að
leiða hana út úr þeim ógöngum, sem hún hefur
ratað í? Líti nú hver í eigin barm og taki til sín,
þeir sem eiga.
„Gjör rétt, þol ei órétt“
Eftir Jón Baldvin
Hannibalsson
»Er til of mikils mælst
að gera sambærilegar
kröfur til þeirra, sem telja
sig hafa umboð íslensku
þjóðarinnar, til þess að leiða
hana út úr þeim ógöngum,
sem hún hefur ratað í?
Jón Baldvin
Hannibalsson
Höfundur var utanríkisráðherra Íslands
á árunum 1988-95.
RAX
Kímin Ráðherrar kynntu tillögur um fjárlög næsta árs á fundi í gær. Þau Geir og Ingibjörg virtust ekki ósátt þegar blaðamennirnir yfirgáfu húsið.
Hjörtur J. Guðmundsson
| 11. desember 2008
Kreppan er rétt að byrja í
Evrópusambandinu
Þegar eru farnar að
berast mjög alvarlegar
fréttir af efnahagsmálum
aðildarríkja Evrópusam-
bandsins. Spánverjar og
Írar hafa um nokkurt skeið
verið í mjög vondum mál-
um eftir gríðarlega þenslu á undanförnum
árum. Hagkerfi þeirra hafa nú brotlent
með skelfilegum afleiðingum. Ráðamenn
ríkjanna hafa óskað eftir aðstoð Seðla-
banka Evrópusambandsins en verið neit-
að um hana á þeim forsendum að bank-
inn geti aðeins horft til heildarhagsmuna
evrusvæðisins, ekki einstakra evruríkja.
Tvö aðildarríki Evrópusambandsins, Lett-
land og Ungverjaland, hafa nú leitað eftir
aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) til
þess að koma efnahagslífi sínu í lag. Sú
takmarkaða aðstoð sem þeim hefur stað-
ið til boða af hálfu Seðlabanka Evrópu-
sambandsins og sambandsins sjálfs dugir
engan veginn til.
Meira: sveiflan.blog.is
BLOG.IS
Kristinn Jón Bjarnason | 11. desember
Ekkert textavarp
í sjónvarpi í gegnum
ljósleiðara
… Þetta er mjög spenn-
andi kostur. En það kom
vandamál, því Vodafone
býður ekki upp á texta-
varp í gegnum ljósleið-
arann. Með öðrum orð-
um, þeir sem fá sjónvarp í
gegnum ljósleiðarann geta ekki horft á
textavarpið né sett textann á – í útsend-
ingu. Mér skilst að Vodafone sé að kanna
hvort þeir geti virkjað textavarpið hjá
þeim. Ef til vill má líkja því við að fá gall-
aðan hlut í hendurnar, þar sem ljósleið-
arinn á að vera fullkominn samkvæmt
lýsingu Gagnaveitu Reykjavíkur. …
Meira: kristinnjon.blog.is