Morgunblaðið - 12.12.2008, Side 29

Morgunblaðið - 12.12.2008, Side 29
ÆTLA má að nýtt frumvarp mennta- málaráðherra um tak- markanir á auglýs- ingatíma í sjónvarpi geti skilað Rík- isútvarpinu stór- auknum tekjum. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Páls Magnússonar út- varpsstjóra í Morgunblaðinu 10. des. sl. Þar hefur hann áhyggjur af því að takmarkanirnar verði til að skerða tekjur stofnunarinnar um 350 til 400 m.kr., sem sé um helmingsskerðing miðað við síð- asta ár. Ef þetta er nið- urstaða útvarpsstjóra er ekki annað að sjá en hann geri í út- reikningum sínum ráð fyrir því að söludeild RÚV haldi áfram á braut stórfelldra und- irboða á auglýs- ingamarkaði, sem staðfest eru í áliti Samkeppniseftirlitsins 14. nóv. sl. Í mínum forsendum geri ég ekki einu sinni ráð fyrir að RÚV hækki verð, einungis að verðskrá verði fylgt. Frumvarp menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að mögulegar heim- ildir RÚV á sjónvarpsauglýs- ingamarkaði séu almennt skertar. Auglýsingatímar mega í framtíð- inni einungis vera 6 mínútur af hverri klukkustund í stað 12 mín- útur eins og nú er. Milli klukkan 19 og 22 mega auglýsingatímar vera 3 mínútur á klukkustund. Þetta hljómar eins og miklar tak- markanir en samkvæmt gögnum frá Capacent um nýtingu auglýs- ingatíma á RÚV er skerðingin engin á almennum tíma en 35% á kjörtíma. (Capacent könnun jan. til okt. 2008 sýnir fram á að lengd auglýsingatíma milli 19 og 22 er 4 til 5 mínútur og á almennum tíma 0 til 6 mínútur.) Ef gengið er út frá því að stofnunin fylgi núver- andi verðskrá, veiti afslætti skv. eigin afsláttaskrá og sé með raun- hæfa nýtingu á þeim auglýs- ingatímum sem til ráðstöfunar eru, er hægt að auka tekjur af auglýsingasölu Sjónvarpsins um ríflega 600 m.kr. á ári. Þetta er 80 til 90% tekjuauki. Einnig er miðað við rafrænar mælingar Capacent á áhorfi sjónvarps í þeim útreikn- ingum sem hér eru lagðir til grundvallar. Meðfylgjandi er tekjuútreikningur fyrir kjörtíma. Málið er einfalt. Fylgi RÚV settum reglum um auglýsingasölu getur það aukið tekjur sínar veru- lega. Því er fyrirhuguð hækkun nefskatts óþörf. Það er miklu áleitnari spurning hvort nógu langt sé gengið í takmörkunum á RÚV á auglýsingamarkaði til að markmið frumvarpsins um að bæta samkeppnisumhverfi á fjöl- miðlamarkaði nái fram að ganga. Pétur Pétursson skrifar um auglýs- ingatíma í sjónvarpi »Málið er einfalt. Fylgi RÚV settum reglum um auglýs- ingasölu getur það auk- ið tekjur sínar verulega. Pétur Pétursson Höfundur er framkvæmdastjóri sölusviðs 365 miðla ehf. RÚV á grænni grein Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 L jó sm .: M a ry E ll e n M a rk Ráðg jafarstofa Hvatar Hvöt, félag sjálstæðiskvenna í Reykjavík, hefur safnað saman fagaðilum og sérfræðingum úr sínum röðum, sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum við að leiðbeina fólki vegna ástandsins sem skapast hefur. Fagaðilar og sérfræðingar veita ráðgjöf um: Velferðarmál Fjármál heimila Almannatryggingar Félagsmál Skattamál Sálræna ráðgjöf Atvinnuleysistryggingar Húsnæðislán Einnig verða úrræði ríkisstjórnarinnar kynnt og hvernig almenningur getur nýtt sér þau. Ráðgjafarstofan fékk góðar viðtökur um síðustu helgi og því hefur verið ákveðið að hafa opið aftur á morgun laugardaginn 13. desember. Opið hús frá kl. 13-16 að Skúlagötu 51. Free consultancy due to the economic situation. Open from 13-16 on December 13th Skúlagata 51. A Polish speaking person will be at the premises from 13-16. Nánari upplýsingar um ráðgjafarstofuna og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. Alhliða ráðgjöf fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Allir velkomnir! Í KJÖLFAR hruns íslensku viðskiptabankanna í byrjun októ- ber, aðeins viku eftir að fjárlög ársins 2009 voru lögð fram, var nauðsynlegt að stokka spilin upp á nýtt, endurskoða allar fjárfest- ingar og framkvæmdir með hlið- sjón af enduruppbyggingu efna- hagslífsins. Sú ákvörðun að fresta tímabundið öllum framkvæmdum á vegum hins opinbera var hluti af þessu, tekin í þeim tilgangi að geta horft betur yfir sviðið og móta framtíðina út frá nýjum veruleika. Nú liggur fyrir að endurskoða hefur þurft fjárlögin að mestu leyti áður en frekari umræða um þau getur átt sér stað á Alþingi. Nú sér fyrir endann á þeirri vinnu. Kann ég öllum sem þar hafa kom- ið að bestu þakkir. Við uppfærslu fjárlaga er lagður grunnur að framkvæmdum sem í verður ráð- ist á næsta ári. Skiptir máli að þær séu vel ígrundaðar, og forgangs- raðað verði út frá eftirfarandi for- sendum: Þær séu arðbærar til skemmri og lengri tíma, séu mannaflsfrekar, bæði á undirbún- ings- og framkvæmdatímabili, skapi atvinnu á því svæði þar sem mest hefur dregið úr atvinnu- framboði og kalli ekki á mikinn innflutning aðfanga. Strembnar vikur eru að baki, en nú blasir við endurreisnarstarf sem kallar á samheldni og sam- starf sem aldrei fyrr. Stjórnvöld hafa gripið til aðgerða til varnar heimilunum og atvinnulífinu í landinu og vinna nú hröðum hönd- um að uppbyggingu fjármálalífs- ins í samvinnu við alþjóðlegar bankastofnanir svo hér fái þrifist öflugur fyrirtækjarekstur til lang- frama. Líkt og áður sagði eru ýmsar aðkallandi framkvæmdir á vegum ríkisins kynntar í endur- skoðuðu fjárlagafrumvarpi. Við látum ekki stundarhags- muni raska því starfi sem fyrir höndum er. Við horfum frekar til framtíðar, til komandi kynslóða. Þetta er raunveruleikinn sem við stöndum frammi fyrir, vandasamt verkefni sem við verðum að klára. Við ráðum fram úr því eins og öðru. Verk að vinna Höfundur er fjármálaráðherra Árni M. Mathiesen MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina @ Fréttirá SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.