Morgunblaðið - 12.12.2008, Page 32

Morgunblaðið - 12.12.2008, Page 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 alltof algengt var gott að tala við Rúnar Júlíusson. Í heimi sem var staddur á miklum tímamótum var gott að heyra Fyrsta kossinn. Í heimi græðgi og eiginhagsmuna er gott að hlusta á Gott er að gefa. Nú er enginn Rúnar Júlíusson í þessum heimi og það er sárt. Minn- ingin um einstakan öðling og minn- ingin um tónlistina hans lifir. Sem betur fer. Ég sendi fjölskyldu hans mínar dýpstu samúðarkveðjur. Vertu sæll, kæri vinur. Við sjáumst síðar. Guðni Már Henningsson. Íslandsbítillinn Rúnar Júlíusson er fallinn frá. Hann var fulltrúi heillar kynslóðar en jafnframt sam- nefnari allra kynslóða sem síðan hafa komið. Suðurnesjamaður út í fingurgómana alla sína ævi. Í nær hálfa öld hefur hann verið holdgervingur íslenska poppsins og rokksins. Allt frá því að hann steig fyrst á svið með Hljómum hefur hann verið fyrirmynd ungra hljóm- listarmanna, neistinn sem kveikti eldinn í brjósti verðandi poppara. Útgáfufyrirtækið Geimstein stofnaði hann 1976 ásamt lífsförunaut sínum Maríu Baldursdóttur og hefur það gefið út fjölmarga listamenn á síð- astliðnum þremur áratugum. Allir Íslendingar eiga sínar minn- ingar um Rúnar Júl. og ógleymanleg augnablik sem eru samofin tónlist hans. Það var mér mikill heiður að fá að afhenda Rúnari heiðursverðlaun hinna Íslensku tónlistarverðlauna í mars síðastliðnum. Ég gat þess þá að hann væri helsti töffari íslenskrar tónlistarsögu. Það skarð sem nú hef- ur myndast verður seint ef þá nokk- urn tímann fyllt. Megi hið eilífa ljós lýsa Rúnari Júlíussyni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Núna ertu farin frá okkur, ert far- inn að semja himnasönginn fagra með Villa Vill ásamt öllum hinum. Ég bið að heilsa öllum sem þarna búa og hlakka til að fá að sjá þig aft- ur, kæri vinur. Vinur minn, þá ertu kominn á áfangastað, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég væri ekki eins fróður um tónlist- arsöguna eins og þú sagði mér. Ég votta Maríu konu þinni, börn- um og barnabörnum mína dýpstu- samúð. Guð blessi ykkur öll og gangi ykkur rosalega vel í framtíðinni. Sigurður Haukdal. Rúnar Júlíusson er eini Íslending- urinn sem hefur verið valinn í landslið í knattspyrnu en líka verið mesti popptöffari landsins. Fyrir bragðið bað ég hann um að spila fyrsta leik- inn, sem svonefnt Stjörnulið á mínum vegum lék fyrir meira en þrjátíu ár- um. Í því liði, sem leikið hefur á annað hundrað leiki með á annað hundrað leikmenn innanborðs, hefur verið mikið gegnumstreymi leikmanna því stjörnur á sviði lista, fjölmiðla, stjórn- mála og íþrótta koma og fara. En Rúnar var eini leikmaðurinn sem leikið hefur frá byrjun með lið- inu fyrir utan okkur bræðurna, Jón og mig. Hann tengist okkur því ein- stökum böndum. Hann kom meira að segja eitt sinn til leiks nýstiginn upp úr erfiðum veikindum sem gáfu vís- bendingu um hvað myndi að lokum verða honum að aldurtila. „Þú verð- ur aldrei seldur,“ sagði ég þá við hann. Hann leit yfir knattspyrnu- völlinn, lagði hendina á hjartastað og svaraði brosandi: „En ég verð kannski fjarlægður.“ Það kom blik í augu hans þegar hann bætti við: „Ef ég verð kallaður útaf get ég varla hugsað mér betri stað.“ Svo fór hann inn á og spilaði eins og engill, eins og hann gerði alltaf, bæði á vellinum og á sviðinu. Staður hins hinsta kalls varð reyndar ekki knattspyrnuvöllurinn heldur sviðið sem hann hafði staðið á og látið ljós sitt skína svo skært í öll þessi ár. Kannski var varla hægt að hugsa sér betri stað til að verða „kallaður útaf“. Tryggð, æðruleysi, lífsgleði, ljúfmennska, hlýr húmor og mannúð voru aðal Rúnars. Hans er sárt saknað. Röddin sem söng „Þú ein“ við brúðkaup á einstakan hátt er þögnuð. Samúð streymir til hans nánustu sem gátu sagt um hann: „Þú einn.“ Ómar Ragnarsson. Ástkær vinur minn til áratuga Rúnar Júlíusson er látinn. Þegar ég frétti af andláti þessa ástsælasta tón- listarmanns þjóðarinnar setti mig hljóðan og þannig hefur vafalaust verið með þúsundir annarra. Óteljandi minningar um ljúfar og stórkostlegar samverustundir í gegnum tíðina þyrluðust upp í hug- ann. Já, stórbrotinn og kærleiksrík- ur gleðigjafi hafði verið hrifinn frá okkur, en minningin um hann mun lifa á meðan land er í byggð. Við Guðmundur Rúnar Júlíusson kynntumst á ógleymanlegum Glaumbæjarárum, þegar hann reif sig úr að ofan, tryllti lýðinn og auk- inheldur lék andstæðinga sína grátt á knattspyrnuvellinum. Rúnar var fjölhæfur, fjörkálfur á sviði, hógvær, heill og sannur í einka- lífi sem gortaði aldrei af afrekum sín- um, þótt ekki hefði skort tilefnin. Hann talaði aldrei illa um nokkurn mann, heldur hvatti menn til dáða og studdi dyggilega við alla þá sem kynntust honum, ekki síst unga tón- listarmenn, sem eiga honum margt að þakka. Ég varð svo lánsamur að öðlast trausta vináttu hans, Maríu og fjöl- skyldunnar á Skólavegi og átti með þeim frábærar samverustundir, enda vandfundinn slíkur hlýhugur, manngæska og kærleikur eins og ríkti á heimili þeirra. Þau tóku mér og öllum öðrum opn- um örmum og voru öll miklu meira fyrir að gefa en þiggja. Rúnar var eðaltöffari með gull- hjarta, en þrátt fyrir mikla frægð steig hún honum aldrei til höfuðs, heldur þvert á móti var hann feiminn og hélt eðlilegu jarðsambandi. Þegar ég er núna að fara yfir upp- tökur með Rúnari fyrir þátt minn á Bylgjunni dylst manni ekki hversu mjög hann hafði áhrif á mannlíf þessarar þjóðar, allt á sínum ljúfu og einlægu nótum. Rúnari var tónlistin dýrmæt, en mest unni hann samt elskulegri fjöl- skyldu sinni, eiginkonunni Maríu, Baldri og Júlíusi, tengdadætrum og barnabörnum. Já, mesti rokkari þjóðarinnar var góður fjölskyldufað- ir og frábær afi. María stóð alla tíð sem klettur við hlið hans og sterkur var strengurinn við syni þeirra báða, þetta var og er fyrirmyndar fjölskylda. Það bar aldrei skugga á trausta vináttu okkar Rúnars og alltaf var hann til taks ef rétta þurfti hjálp- arhönd eða leggja góðu málefni lið. Við vorum alla tíð í góðu sam- bandi, hittumst oft og heyrðumst reglulega í síma og slógum alltaf á létta strengi. Það var allt svo auðvelt í samskiptum við hann, allt svo eðli- legt og gamansemin hans svo fyr- irhafnarlítil. Elsku María, Baldur, Júlíus, tengdadætur og barnabörn. Missir ykkar er mestur, en minning hans mun lifa. Hann gaf okkur öllum svo mikið, því Rúnar Júlíusson var svo sannur og góður drengur. Hann var bestur og okkar allra! Hermann Gunnarsson. Ekki grunaði mig eða Jónatan Garðarsson síðasta þriðjudag, þegar við hittumst á Duus á reglulegum fundum okkar út af Hljómahöllinni, að þetta yrði síðasta innlegg Rúnars Júlíussonar í þá nefnd. Við vorum í seinna fallinu en vorum hressir og kátir eins og þessa hóps er von og vísa. Rúnar kom færandi hendi, af- henti okkur diskinn sinn „Söngur um lífið“, við ræddum plötuna, arfleifð- ina og verkefnið framundan. Metn- aður Rúnars fyrir verkefninu var skýr frá byrjun. Ég hitti Rúnar Júlíusson fyrst seint á síðustu öld þegar GCD tróð upp hjá mér á Inghóli á Selfossi. Við höfðum látið gera boli fyrir staðinn nokkru áður og á bakinu var ódauð- legt textabrot sem Rúni þekkti vel; „Betri bíla, yngri konur, eldra viskí, meiri pening“. Þetta leiddist Rúnari ekki neitt og ég man samt að hann var hálfhissa að sjá þetta, rétt eins og það kæmi honum á óvart að ein- hver myndi eftir þessum línum. Ball- ið var, eins og þeirra var von og vísa, eitt það stærsta þetta sumarið. Það var troðið út úr dyrum og goðsögnin Rúnar Júlíusson hamraði bassann með Bubba Morthens sér til halds og trausts. Ég var bara grannur polli þá og hugsaði: „Hvernig getur maður verið elstur í húsinu en samt lang- mesti töffarinn!“ Síðan þá hef ég reglulega hitt Rúnar í ýmsum störfum fyrir FHF, FTT, Stef og Samtón. Í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna hitti ég mikið á hann. Manni leiddust þeir fundir ekki neitt. Þegar Hljómarnir komu saman aftur núna á 21. öldinni fékk ég að fylgjast með í gegnum Óttar Felix og mér er minnisstæður skemmtilegur blaðamannafundur í Listasafni Íslands sem haldinn var í tengslum við það. Eftir að ég flutti í Reykjanesbæ hóf ég svo störf við undirbúning Hljómahallarinnar og þá lágu leiðir okkar Rúnars aftur saman. Ég get ekki lýst því hvað það var mikill heið- ur fyrir mig að fá að vinna með Rúnari Júlíussyni að þessum málum. Arfleifð þessa svæðis í tónlist er gríðarleg og í raun langmestu verð- mætin. Þar var fremstur í flokki ókrýndur konungur rokksins, Rúnar Júlíusson. Starf hans hefur sett svip sinn á tónlistarlíf bæjarins en um leið á alla þjóðina. Þetta hafði ég á orði þegar ég flutti stutt erindi á íbúafundi í Reykjanesbæ um stöðu verkefna í bænum. Ég var að tala þar um Hljómahöllina og arfleifð Rúnars og félaga hans. Daginn eftir er Rúnar farinn. Ég er almættinu ævilangt þakk- látur fyrir að hafa gefið mér tæki- færi til að kynnast og vinna með Rúnari. Hann kenndi án þess að kenna. Það gerði hann með háttum sínum og einlægni. Ég mun stoltur segja börnunum mínum að þennan karl hafi pabbi þekkt, þegar við keyrum framhjá styttunni sem Reykjanesbær hlýtur að setja upp af honum fyrir sitt framlag til menn- ingarlífsins hér. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Missir Suðurnesja er mikill, missir Íslands er meiri. Goðsögnin lifir í hjörtum okkar. Ég votta Maríu og fjölskyldu Rún- ars samúð mína alla. Guð gæti ykkar og gangi með ykkur. Einar Bárðarson. Vinur minn, Rúnar Júlíusson, er horfinn af sjónarsviðinu og nú birt- ast mér leiftur minninga, laglínur og textabrot, eins og neonskilti á himn- um. Á undanförnum árum hafa góðir félagar úr hópi íslenskra tónlistar- manna safnast til feðra sinna og það er aldrei auðvelt að horfa á eftir góð- um vinum. Sárast er þetta þó fyrir fjölskyldurnar og nánustu aðstand- endur og votta ég þeim mína dýpstu samúð. Sem barn ólst ég upp við tónlist Bítlanna og ekki síður Hljóma frá Keflavík. Söngvarinn og bassaleik- arinn, Rúnar Júlíusson varð fljótt í miklu uppáhaldi. Hann var ekki bara magnaður flytjandi heldur góður í fótbolta líka. Fyrir vikið var hann flottari en Lennon og McCartney til samans í mínum augum. Þegar ég fór sjálfur að starfa við tónlist kynntist ég flestum þeirra ís- lensku tónlistarmanna sem ég hafði verið að hlusta á sem barn og ung- lingur. Í einstaka tilfellum varð ég fyrir vonbrigðum með gömlu hetj- urnar mínar af því að þær voru ekki eins ég vonaðist til. En Rúnar óx í mínum augum þegar ég fékk að kynnast þessum hjartahlýja og óeig- ingjarna manni. Mér fannst alltaf aðdáunarvert hvernig hann gat unn- ið tónlist með hverjum sem var og aldrei fór hann í manngreinarálit og mættum við hin taka okkur það til fyrirmyndar. Ef honum fannst tón- listin skemmtileg dugði það. Rúnar var sáttur við sitt og var aldrei í sam- keppni við aðra íslenska listamenn. Hann var alltof svalur til þess. Rúnar var hjartað í keflvísku tón- listarlífi í áratugi og þeir eru ófáir listamennirnir sem stigu sín fyrstu spor í hljóðveri hans, Geimsteini. Rúnar virtist hafa þessa innri ró sem allir sækjast eftir. Ekki fékkst hann til að segja styggðaryrði um nokkra manneskju en lét gjarnan fljúga létt spaug um viðkomandi í staðinn. Það spaug var gjarnan á Rúnarísku. Hann var mikill fjölskyldumaður og naut þess sérstaklega að búa til tón- list í samvinnu við konu sína og börn. Fólk verður ekki miklu betra en Rúnar Júlíusson. Jón Ólafsson píanóleikari. Þrjú ferðalög með Rúnari Júl- íussyni á fáeinum misserum munu seint úr minni líða. Um Frakkland í þágu tónlistar, Bandaríki í þágu Hljómahallar og á bítlaslóðir í Liverpool sl. sumar. Eftir snertingu við Penny Lane og Strawberry Fields hélt Paul McCartney okkur bestu tónleika lífs síns. Og á sviði Cavern-klúbbsins fóru svo hinir goðumlíku Hljómar með himinskautum og slógu að end- ingu sinn hinsta hljóm. Í þeim magn- aða lokahljómi lokaðist og fullkomn- aðist 45 ára Hljómahringur. Rúnar Júlíusson lifði sannarlega með stæl og hann dó með stæl. Hann skilaði glæstu framlagi sem tónhöf- undur, flytjandi, útgefandi, upptöku- stjóri, knattspyrnustjarna, og ekki síst fjölskyldumaður. Við félagar hans úr FTT og STEFi söknum gengins heiðurs- manns sárt. Við minnumst Rúnars með hlýju og þakklæti fyrir dýrmæt og langvinn trúnaðarstörf hans í stjórnum okkar og ráðum. Hann hlaut Heiðursverðlaun Samtóns fyrr á þessu ári auk fjölda tónlistarverð- launa og viðurkenninga fyrr og síð- ar. Rúnar var afbragðs samferðamað- ur sem trúði á ást, frið og hamingju. Hann lifði trú sína til hinsta dags. Minnti að mörgu leyti meira á jóga en rokktónlistarmann. Hógvær og hljóðlátur með einstaklega góða nærveru. Keflavíkur-bítlarnir Hljómar bergmáluðu á sínum tíma bresku Liverpool-bítlana frábærlega með sínum séríslensku bítlalögum, fjöl- radda söng og kynngikrafti og nutu fádæma lýðhylli hér á landi. Þar fór Rúnar fremstur, jafnt í hrynþokka sem kynþokka. Hann beitti sam- bærilegum töfrum á knattspyrnu- vellinum þar sem hann gerðist Ís- landsmeistari og hlaut útnefningu í landsliðið. Og heima beið hans svo ungfrú Ísland, María Baldursdóttir, lífsförunauturinn góði. Hjá Maríu sinni hlaut Rúnar þá elsku og hvatn- ingu sem gerði honum alla vegi færa. Þau giftu sig í fyrra – eftir öll þessi ár. Þar með varð ástarsamband þeirra einnig fullkomnað. Með Maríu og fjölskyldunni dvel- ur nú hugur okkar og hluttekning. Af þeim stendur fagur ættbogi í tveimur kynslóðum, sú yngri hefur þegar skilað alnöfnum afa síns og ömmu. Tryggð hans við gamla heimabæ- inn var annáluð og órofa. Aðdáun og tryggð Reyknesinga við hann var gagnkvæm. Þeir gerðu hann að bæj- arlistamanni og fengu honum stöðu við tónlistarsetrið Hljómahöllina en til stóð að fagna áfanga að henni í dag. Það má bíða. Dagurinn í dag er Dagur íslenskrar tónlistar, helgaður lífi, starfi og minningu Rúnars Júl- íussonar. Metnaðarfullir yfirlitstónleikar í Laugardalshöll sl. vetur spegluðu feril sem marga hefur dreymt um en fáum hlotnast. Að ná að ramma inn tónlistarframlag sitt á hljómplötum jafnmyndarlega og raun bar vitni nú í haust og kasta síðan hinstu kveðju á samferðamennina á eigin útgáfu- kvöldi – það var hin endanlega full- komnun á litríku og margbreytilegu lífshlaupi. Þetta var fallegt ævintýri sem við sporgöngumennirnir nutum að fylgj- ast með frá unga aldri. Kynni og samvistir hin síðari ár voru dýrmæt forréttindi. Sá stóri en auðmjúki lávarður lágtíðninnar sem Rúnar Júlíusson var mun áfram lifa með okkur sem einstök fyrirmynd. Minning hans vakir með okkur sem tákn þeirra dyggða og tryggða sem hann hélt svo vel í eigin lífi og þeirra gilda sem hann hafði í heiðri til hinsta dags. Jakob Frímann Magnússon. Einn dáðasti sonur Íslands er horfinn af sjónarsviðinu. Hans er sárt saknað. Það er erfitt að gera jafn stórum manni og Guðmundi Rúnari Júlíussyni skil í lítilli minn- ingargrein. Við Rúnar áttum samleið í tónlistarbransanum í rúm 40 ár og þau góðu kynni vil ég þakka. Minn- ingarnar sem ég á um Rúnar eru mér dýrmætar. Ég sá hann fyrst á sviði á skóla- balli Gagnfræðaskólans í Keflavík. Þá hreif hann mig strax með villtri sviðsframkomu sem þróaðist í ár- anna rás í hin frægu „show“ er héldu aðdáendum sem dáleiddum þegar hann fór hamförum á sviðinu. Hljóma sá ég fyrst í gamla Kross- inum, þá í jólafríi 16 ára gamall nem- andi í Samvinnuskólanum á Bifröst, að hefja tónlistarferil minn með skólahljómsveitinni. Það var því yf- irþyrmandi reynsla fyrir mig að upp- lifa Hljóma og úr jólafríinu kom ég með nýja framtíðarsýn, staðráðinn í að leggja tónlistina fyrir mig. Hljóm- sveitin Óðmenn, sem ég stofnaði ásamt bróður mínum Eiríki heitnum, Engilbert Jensen og Val Emilssyni, átti eftir að keppa við Hljóma og gekk þar á ýmsu. Eftir að ég var nánast hættur spilamennsku voru samskipti okkar Rúnars einkum í tengslum við réttindabaráttu okkar poppara. Rúnar var frábær bandamaður og félagi, mætti yfirleitt fyrstur manna á alla fundi þó hann ætti lengst að fara. Þátttaka í Eurovision var eitt af baráttumálunum. 1985 náðist áfangasigur á fundi með þáverandi útvarpsstjóra sem lagði til að einn úr okkar hópi færi með dagskrárstjóra Sjónvarpsins á Eurovision til að kanna málin. Rúnar var strax til í að fara fyrir okkar hönd og niðurstaðan eftir ferðina varð sú að Ísland tæki þátt ári síðar. Poppminjasafn Íslands var hug- mynd sem Rúnar gekk með. Hann lagði á sig ómælda vinnu til að láta þann draum rætast og 10. október 1997 var fyrsta sýning á vegum safnsins opnuð í Reykjanesbæ. Á fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2008 segir: „Hafin verður bygging Hljómahallarinnar sem er tenging félagsheimilisins Stapa, Poppminja- safns og nýs Tónlistarskóla.“ Það færi vel á því að bæjarfélagið heiðr- aði minningu Rúnars Júlíussonar með styttu af honum í tengslum við safnið. Rúnar var þekktur fyrir ræktar- semi við vini og félaga. Við opnun nokkurra málverkasýninga minna birtist Rúnar brosandi og færandi hendi með nýjustu tónlistarútgáfur sínar. Mér þótti vænt um þann heið- ur. Við hittumst í síðasta sinn á tveggja daga ráðstefnu Útóns „You Are In Control“ í október sl. Við tók- um tal saman í matar- og kaffihléum, rifjuðum upp m.a. að það þótti nú ekki mikil framtíð í því að gerast tón- listarmaður þegar við vorum að byrja í bransanum. „Þá hefði manni ekki dottið í hug að maður yrði enn að spila 45 árum síðar,“ sagði Rúnar og svo hlógum við báðir. Rúnar notaði sinn tíma vel. Hann fann ungur ástina sína og sinn góða lífsförunaut, hana Maríu Baldurs- dóttur. Og ást þeirra blómstraði allt til enda. Þau voru farsæl hjón. Rún- ar hóf sína hinstu för í nálægð ást- vina og aðdáenda með næsta lag klárt og bassann innan seilingar. Við Halldóra vottum ykkur, elsku María og fjölskylda, okkar dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk. Jóhann G. Jóhannsson, tónlist- ar- og myndlistarmaður. Guðmundur Rúnar Júlíusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.