Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 Fyrstu kynni mín af Rúnari voru þegar Hljómar spiluðu undir hjá Kór Flensborgarskóla 1974. Ólafur Þórð- arson, stjórnandi kórsins, fékk Hljóma til að mæta. Poppgoðin úr Keflavík með Hafnfirðinginn Björg- vin Halldórsson innanborðs tóku okkur af ljúfmennsku. Þetta fannst okkur krökkunum alveg magnað. Fjórum árum seinna kynntumst við Rúnar þegar ég fór að starfa við hljómplötuútgáfu. Við áttum margar samverustundir er við unnum saman að réttindamálum útgefenda, tónlist- armanna og höfunda. Rúnar var jafnan yfirvegaður, ráðagóður og traustur og hallaði aldrei á neinn. Hann var heiðursmaður í starfi og leik, talaði vel um alla og var trún- aðarmaður margra sem leituðu til hans. Þegar slegið var á létta strengi tók tónlistin völdin eins og vera bar. María fylgdi Rúnari á slíkum stund- um og tókust með okkur góð kynni. Rúnar og María voru sérstaklega samrýmd og góðar fyrirmyndir. Samskipti okkar hjóna við þau voru einstök og frá þeim stafaði ætíð mik- illi hlýju sem við kunnum vel að meta. Undanfarin ár höfðum við Rúnar fundað reglulega í tengslum við mál- efni sem okkur voru hugleikin. Við störfuðum saman innan raða Félags íslenskra hljómplötuframleiðenda og síðustu mánuðina í tengslum við Hljómahöllina sem er að rísa á Stapalóðinni, en þar fær Poppminja- safn Íslands aðstöðu. Rúnar átti einna stærsta þáttinn í að Popp- minjasafn Íslands var stofnað 1997 og fylgdist vel með öllu sem þar fór fram. Þegar tekin var ákvörðun um að byggja nýtt hús fyrir Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, tengja það við Stapann og skapa framtíðarað- stöðu fyrir Poppminjasafnið í sama húsi, var leitað til Rúnars. Verkefnið fékk fljótlega nafnið Hljómahöllin og kunni Rúnar því vel. Hann mætti á fjölda funda og lagði margt gott til málanna. Þriðjudaginn 2. desember vorum við Einar Bárðarson að ræða málefni Hljómahallarinnar við Rún- ar sem var fastur liður hjá okkur. Rætt var um söfnun poppminja en Rúnar var með augastað á hljóðfær- um og munum sem hann ætlaði að nálgast. Þegar fundinum lauk innti ég hann eftir því hvernig hann hefði það. Hann lét vel af sér og var bjart- sýnn eins og alltaf. Þar með kvödd- umst við og ætluðum síðan að hittast í vikulokin til að ræða frekari fram- vindu mála og undirrita saman bréf til tónlistarfólks. Af þeirri undir- skrift varð ekki, því Rúnar kvaddi þessa jarðvist nóttina áður. Góður félagi er fallinn frá og hans verður sárt saknað, en minningin lifir. Mar- íu, Baldri, Júlíusi, tengdadætrum og barnabörnum votta ég dýpstu sam- úð. Megi æðri máttarvöld veita ykk- ur styrk til að takast á við sorgina og lífið framundan. Jónatan Garðarsson. Enn einn af risum íslenska rokk- tímabilsins er fallinn frá en minning hans lifir. Það var árið 1972, þegar ég var ný- kominn til starfa á Íslandi, að G. Rúnar Júlíusson kynnti mig fyrir ís- lenska rokkinu. Hann var greinilega heillaður af rokktónlistinni og naut þess að spila í hljómsveit, bæði sín eigin lög og annarra. Margir kölluðu hann „Hinn ís- lenska bítil“ en ég leyfði mér að upp- nefna hann „Guðföður íslenska rokksins“. Hann var fyrsti íslenski tónlistarmaðurinn sem ég tók viðtal við í starfi mínu sem plötusnúður og seinna sem framkvæmdastjóri „AF- RTS Radio station at the Nato base“ á Keflavíkurflugvelli. Viðtölin urðu mörg í gegnum árin, bæði þar og síð- ar á Aðalstöðinni. Með okkur skap- aðist vinátta og við vorum í sam- bandi af og til. Eftir rokkbandið Hljóma kom Trúbrot sem var sambland af góðu gömlu rokki og skemmtilegu þunga- rokki, sem samt var þó ekki of þungt. Rúnar og félagar hans nutu sín vel þegar þeir spiluðu í „Old Chiefs Club“ og „Top of the Rock“ í her- stöðinni. Þarna var líka oft Pétur Kristjánsson ásamt Pelican, annar hæfileikaríkur tónlistarmaður sem kvaddi fyrir nokkrum árum. Við munum aldrei gleyma Rúnari og tónlistin hans mun lifa. Hann mun alltaf verða okkar „Herra Rokk“. Hann hefur nú horfið af hinu jarð- neska sviði og er sjálfsagt farinn að spila á öðru æðra með þeim Pétri, Ricky, Eddie, Buddy, John, George, Ritchie og öllum hinum tónlistar- mönnunum sem farnir voru á undan honum. Tónlistin þeirra allra mun alltaf lifa. Ef þú gengur um fjöruna í Keflavík á lognkyrru, dimmu en stjörnubjörtu kvöldi skaltu hlusta vel. Þú gætir heyrt óminn af tónlistinni þeirra, þessara snillinga. Og þá mun þér verða ljóst að þeir gleymast aldrei. Bob Murray. Vinur okkar og samstarfsmaður um áratuga skeið, Rúnar Júlíusson, er skyndilega frá okkur kallaður. Harmafregn. Hann var allt í senn höfundur, flytjandi og framleiðandi tónlistar. Þótt erfitt sé að fara í mannjöfnuð má samt fullyrða að hann var einn okkar ástsælasti tón- listarmaður allar götur síðan hann fyrst steig á svið með Hljómum fyrir um 45 árum. Mörg höfðum við séð hann á sviðinu í Glaumbæ forðum daga vippa sér upp á hátt og örmjótt hátalarabox til þess að leika á bassa. Ég held að enginn annar tónlistar- maður, hvorki fyrr né síðar, hafi get- að leikið það eftir sem Rúnar gerði þá. Hrifningin á tónlistinni og þess- um stórkostlegu loftfimleikum sveif þar vitaskuld yfir vötnum. Hann átti salinn, var aðalmaðurinn. Okkar kynni af honum voru sem stjórnarmanni í samtökum hljóm- plötuframleiðenda og síðan í Sam- bandi flytjenda og hljómplötufram- leiðenda (SFH). Hann er sá einstaklingur sem lengst hefur setið í stjórnum þessara samtaka og sá stjórnarmanna sem lengst hefur samfellt rekið eigið útgáfufyrirtæki hér á landi. Hann hefur því átt ein- stakan feril í íslensku tónlistarlífi. Með seiglu og eljusemi hefur hann komist í gegnum ótal hindranir sem verða gjarnan á vegi manna eins og hans sem standa á eigin fótum í rekstri útgáfufyrirtækis. Hann vann það þrekvirki að gefa út 250 plötur á lífsleiðinni með fjölda listamanna. Það var drjúgur spölur fyrir hann að sækja fundi frá Keflavík, en eitt af hans aðalsmerkjum var stundvísi. Hann mætti alltaf fyrstur, sama hvernig færðin á vegum var þar á milli. Seint verður hann sagður hafa verið æsingamaður, enda blandaði hann sér ógjarnan í heitustu umræð- urnar sem sköpuðust á fundum okk- ar. Hann vildi frekar ígrunda málin og koma með sín sjónarmið þegar um hægðist. Hann hafði góða nær- veru og nutum við þess bæði á al- mennum fundum og enn ríkulegar á aðalfundum félagsins, en þá var löngum skylda að fundarmenn tækju lagið. Það var ekki ónýtt þegar María og Rúnar tóku Blue Bayou fyrir okkur, sem um árabil var fastur liður í kvölddagskrá að loknum aðalfundi. Margir muna líka Rúnar með gítar í hendi inni í eldhúsi í húsakynnum STEFs þegar spilað var langt inn í sumarnóttina og allir viðstaddir tóku að sjálfsögðu undir með Rúnari eins og geta og þor leyfðu. Stefnumótun- arfundurinn í Stykkishólmi í upphafi árs og síðasti aðalfundurinn rísa einnig hátt í minningunni um Rúnar. Þetta voru stundir sem við geymum vel og gleymum ei. Við erum öll rík- ari að hafa átt þessar stundir með Rúnari. Stundir sem vert er að þakka. Harmur tónlistarmanna við fráfall öðlingsins Rúnars Júlíusson- ar er sár en sárast er fráfall hans fyr- ir fjölskylduna hans í Keflavík. María og Rúnar kynntust ung og urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að deila af heilum hug áhuga sínum á tónlist. Sá áhugi er borinn áfram til næstu kynslóðar af sonum þeirra hjóna. Við viljum að lokum koma á framfæri innilegum samúðarkveðj- um frá stjórn SFH til Maríu og fjöl- skyldunnar allrar. F.h. stjórnar SF, Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri. ✝ Kristmann Jóns-son fæddist á Krossanesi við Reyð- arfjörð 19. september 1915. Hann lést á hjúkrunar- og dval- arheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 29. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Gunnarsson bóndi á Stöðvarfirði, f. 4. maí 1877, d. 8. september 1970, og Sigríður Sigurð- ardóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1884, d. 13. mars 1942. Systkini Kristmanns voru Sig- urveig, f. 3. október 1912, d. 26. maí 2004, og Þorleifur, f. 16. apríl 1927, d. 21. júní 1970. Eiginkona Kristmanns er Sig- urlaug Gísladóttir frá Hofsstöðum í Garðabæ, f. 28. maí 1918. Foreldrar hennar voru Gísli Jakobsson bóndi á Hofsstöðum, f. 24. nóvember 1882, d. 23. febrúar 1962, og Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. des- ember 1887, d. 24. desember 1977. Börn Kristmanns og Sigurlaugar eru: 1) Stefán Sólmundur haffræð- ingur, f. 11. júlí 1953, kvæntist Guð- laugu Richter rithöfundi, f. 13. maí 1953 (fráskilin). Börn þeirra: a) Gunnar Örn forritari, f. 8. nóv- ember 1973, sambýliskona Gyða Einarsdóttir kennari, f. 13. mars 1978, dóttir þeirra er Freyja, f. 11. eru Egill Kristmann Vilhelm, f. 6. desember 1995, Ragnar Gísli Gust- av, f. 14. febrúar 1997, Peter Ólaf- ur Carl, f. 5. mars 1999, Jón Ing- ólfur Sven, f. 2. september 2000, og Valdemar Eiríkur Sture, f. 17. maí 2004. Kristmann gekk elsta syni Sig- urlaugar í föðurstað: Gísli Ólafs- son þingvörður, f. 13. nóvember 1947, kvæntur Katrínu Guðrúnu Sigurðardóttur stuðningsfulltrúa, f. 24. desember 1947. Dóttir þeirra er Sigurlaug listnemi og tónlist- arkona, f. 16. október 1984. Kristmann hóf snemma ævistarf sitt sjómennskuna þegar hann fór að stunda sjó strax eftir fermingu á bátnum Hlýra með móðurbróður sínum Sólmundi frá Stöðvarfirði. Kristmann stundaði sjómennsku, bæði í Vestmannaeyjum og víðar á vetrarvertíð og trilluútgerð frá Stöðvarfirði á sumrin. Um tíma var hann vélstjóri. Kristmann var heiðraður fyrir ævistarf sitt af sjó- mannadagsráði á efri árum. Krist- mann var stofnfélagi í Bræðra- félagi Garðakirkju. Kristmann stofnaði sína fjölskyldu í Garða- hreppi og byggði þar heimili. En Austfirðirnir áttu hug hans og eignaðist hann eyðibýlið Steina- borg á Berufjarðarströnd þar sem fjölskyldan dvaldi á sumrin við fiskveiðar og útiveru. Kristmann eyddi ævikvöldinu í Garðabænum og síðustu tæpu tvö árin í góðri umsjá starfsfólksins í Holtsbúð. Kristmann verður jarðsunginn frá Garðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. júlí 2006. Sonur Gunnars og Berg- lindar Ágústsdóttur myndlistarkonu, f. 15. maí 1975, er Funi, f. 13. júlí 1999. b) Lilja sjávarlíffræð- ingur, f. 5. júlí 1982, sambýlismaður Berg- ur Finnbogason arki- tekt, f. 6. nóvember 1982. Stefán er kvæntur Jóhönnu Engelbrecht, f. 18. júní 1958, sonur þeirra er Sólmundur, f. 10. mars 1995. 2) Sigurjón sjó- maður, f. 23. janúar 1955. Sonur hans og Gyðu Richter, f. 24. júní 1955, er Gísli Már tækniteiknari og tónlistarmaður, f. 26. apríl 1974, sambýliskona Hafdís Hreið- arsdóttir tónlistarkona, f. 14. apríl 1972, sonur þeirra Kári, f. 26. júní 2006. Sonur Gísla Más og Drífu Jó- hannesdóttur, f. 22. ágúst 1974, er Alex Birgir, f. 8. febrúar 1994. Dóttir Sigurjóns og Unnar Bern- harðsdóttur, f. 17. september 1970, er Kristjana, f. 28. apríl 1991. 3) Sigrún Hrönn lögfræðingur, f. 9. júlí 1959, giftist Guðmundi Hólmari Guðmundssyni, f. 17. október 1955 (fráskilin). Börn þeirra eru Bergur Hrannar, f. 28. mars 1981, og Ósk, f. 4. september 1985. Sigrún Hrönn er gift Peter Landvall örveirufræð- ingi, f. 2. ágúst 1946, synir þeirra Bless, elsku pabbi minn. Nú er komið að kveðjustund. Þú sýndir mér fegurðina þegar ég komst til vits og ára, fegurðina í náttúrunni á fjörðunum fyrir austan og á hafinu á trillunni Sæbjörgu þegar við rerum til fiskjar þegar ég var aðeins unglingur. Sú fegurð lífs- ins býr með mér enn og allir draum- arnir sem léku í loftinu þótt allir hafi ekki ræzt. En þannig er lífið, börn vaxa úr grasi, verða fullorðin og fjarlægjast um stund en ræt- urnar hafa sterk tök á okkur öllum. Í fyrrasumar leitaði ég fæðing- arstaðar þíns og fann við norðan- verðan Reyðarfjörð, stað sem þú hafðir stundum minnst á og ég vildi vitja. Hann var ótrúlega fallegur undir klettum við sævibarða strönd þar sem fólk bjó fyrrum og var hamingjusamt, eins og þú sagðir. Ég trúi því en svo breytast tímarnir og þú varðst sjómaður, fyrst ný- fermdur hjá móðurbróður þínum, Sólmundi, en síðar stjóri á þínum eigin báti. Þar rættust þínir draumar og þú leyfðir okkur systk- inunum að kynnast þeim heimi seinna og taka þátt. Þú kenndir mér léttleikann sem var snar þáttur í þínu viðmóti og hefur komið sér vel í mínu starfi þegar ég fullorðnaðist. Þetta allt hefur fyllt mitt líf sem ég er þakklátur fyrir. Stefán Sólmundur. Kristmann Jónsson  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Rúnar Júlíusson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. V i n n i n g a s k r á 32. útdráttur 11. desember 2008 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 4 1 8 6 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 2 4 5 6 3 5 4 9 4 2 3 7 8 0 3 1 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 32449 35918 47715 53897 60256 72547 34079 47457 50749 54519 69392 72928 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 7 2 7 7 3 7 0 1 7 1 5 8 2 6 3 3 1 4 0 1 7 2 4 6 5 6 0 6 1 0 3 3 7 3 1 7 2 9 9 8 7 4 0 5 1 7 2 9 3 2 6 4 4 0 4 0 2 3 7 4 7 5 0 9 6 3 5 0 8 7 5 0 6 4 1 3 7 7 8 0 7 7 1 7 6 6 0 2 6 6 3 6 4 0 3 0 1 4 9 6 4 1 6 3 8 3 2 7 5 6 7 0 1 6 6 5 9 0 0 3 1 8 1 6 4 2 9 5 4 4 4 2 0 7 1 4 9 7 7 2 6 4 0 8 1 7 6 3 9 3 1 8 2 0 9 0 4 0 1 8 2 4 7 3 0 3 0 3 4 3 2 8 7 5 1 0 1 3 6 4 1 2 2 7 6 8 0 5 1 8 3 2 9 2 4 2 1 8 6 0 8 3 1 9 1 0 4 3 3 1 2 5 1 0 3 1 6 4 9 4 9 7 7 4 0 5 1 9 2 8 9 3 2 6 2 0 6 9 2 3 2 2 7 1 4 3 8 0 2 5 1 1 0 8 6 8 5 0 2 7 7 5 5 1 2 4 4 7 1 0 0 5 4 2 0 7 6 8 3 4 1 9 4 4 4 3 2 8 5 1 2 2 2 6 8 5 8 8 7 7 8 5 1 3 3 4 1 1 0 5 9 7 2 1 3 3 6 3 5 2 9 6 4 4 8 8 2 5 2 2 3 7 6 8 9 6 9 7 8 5 8 4 5 5 1 7 1 1 5 9 3 2 3 7 6 7 3 7 0 3 5 4 5 3 9 5 5 3 7 4 9 6 9 0 3 9 6 0 7 7 1 3 5 1 0 2 3 9 8 5 3 7 6 3 5 4 5 5 0 2 5 5 6 2 9 7 0 2 7 4 6 4 2 3 1 4 1 0 8 2 5 5 9 4 3 8 1 9 6 4 6 3 1 2 5 6 0 6 6 7 1 0 0 9 6 7 7 5 1 6 4 8 7 2 6 2 3 9 3 9 1 7 6 4 6 4 4 7 5 9 7 1 9 7 2 4 9 2 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 2 3 7 9 8 9 9 1 9 5 5 7 2 9 5 8 9 3 8 9 8 2 4 9 7 1 7 6 2 1 3 3 7 2 8 2 0 6 8 5 1 0 0 7 2 1 9 7 3 2 2 9 6 0 6 3 9 0 6 4 4 9 9 3 1 6 2 8 3 0 7 3 2 2 6 9 9 6 1 0 5 3 4 2 0 0 6 6 2 9 7 4 4 3 9 6 9 9 5 0 0 4 7 6 3 0 5 6 7 3 3 8 5 1 0 6 9 1 0 8 9 9 2 0 5 2 4 3 0 5 2 0 4 0 4 3 5 5 0 7 0 7 6 3 8 6 4 7 3 8 6 0 1 2 3 4 1 1 0 2 1 2 0 8 4 5 3 0 6 3 4 4 0 5 3 3 5 0 7 8 1 6 3 9 1 9 7 3 9 6 1 1 6 3 9 1 2 6 4 7 2 1 0 7 3 3 0 9 1 7 4 2 0 4 2 5 0 9 5 3 6 4 7 5 4 7 4 0 3 3 1 6 6 2 1 2 7 9 5 2 1 1 5 5 3 1 1 1 3 4 2 0 6 4 5 1 0 7 0 6 5 8 1 0 7 4 2 0 4 1 8 9 9 1 3 1 3 8 2 1 2 5 1 3 1 2 2 2 4 2 2 8 3 5 1 0 9 1 6 6 2 5 5 7 4 4 4 7 2 0 2 9 1 3 1 5 2 2 1 7 2 7 3 1 9 8 2 4 2 3 4 2 5 1 2 1 3 6 6 3 2 6 7 4 5 9 5 2 8 1 9 1 3 1 6 2 2 2 3 4 0 3 2 2 4 2 4 3 0 2 2 5 1 3 4 0 6 6 4 2 2 7 4 6 2 4 2 9 7 6 1 3 2 9 4 2 2 4 6 2 3 2 2 7 2 4 3 1 7 1 5 1 4 8 0 6 6 8 6 3 7 4 6 6 6 3 0 3 8 1 3 3 8 1 2 2 6 9 1 3 2 2 8 5 4 3 2 5 3 5 1 9 6 4 6 7 4 7 0 7 4 8 3 8 3 1 5 1 1 3 5 7 7 2 2 8 4 2 3 2 3 7 7 4 3 4 8 8 5 2 3 0 5 6 7 7 3 7 7 5 5 6 5 3 3 5 1 1 4 0 0 0 2 2 8 4 4 3 3 0 5 4 4 3 5 6 7 5 2 4 6 1 6 7 8 4 7 7 6 5 7 4 4 0 0 1 1 4 5 2 0 2 3 6 9 1 3 3 1 7 0 4 3 9 3 5 5 2 5 1 9 6 7 9 1 3 7 7 3 3 4 4 7 4 1 1 4 6 6 5 2 3 8 3 1 3 3 2 0 0 4 4 0 2 6 5 3 5 6 1 6 8 1 6 7 7 7 6 3 2 4 9 0 9 1 5 4 1 0 2 4 0 5 8 3 4 1 0 3 4 4 0 6 5 5 4 0 5 0 6 8 9 3 0 7 7 7 9 3 4 9 6 7 1 5 4 5 7 2 4 2 6 0 3 4 4 9 7 4 4 9 4 3 5 4 1 4 6 6 9 1 4 7 7 8 3 6 3 5 3 5 2 1 5 8 5 4 2 4 6 0 4 3 4 8 4 6 4 6 1 9 1 5 4 7 2 8 6 9 6 3 1 7 8 3 9 8 5 6 3 8 1 5 9 9 5 2 5 0 9 4 3 5 4 8 6 4 6 5 9 9 5 5 2 1 8 6 9 7 9 4 7 8 6 1 4 5 6 5 0 1 6 0 5 4 2 5 8 3 8 3 5 6 9 2 4 7 3 2 1 5 6 3 7 1 6 9 8 5 6 7 8 8 2 3 5 7 8 6 1 6 2 5 1 2 5 8 7 1 3 6 1 5 8 4 7 7 0 8 5 7 5 2 2 6 9 9 8 1 7 8 9 2 4 6 3 7 9 1 6 5 2 7 2 6 0 3 5 3 6 4 4 0 4 7 8 3 4 5 8 1 9 1 7 0 1 7 4 7 9 0 1 2 6 4 8 8 1 7 2 5 6 2 6 6 2 1 3 6 7 7 3 4 8 0 4 1 5 8 3 3 7 7 0 6 5 5 7 9 4 4 9 6 8 2 5 1 7 5 0 4 2 8 4 0 0 3 6 9 8 6 4 8 1 0 0 5 8 9 0 9 7 0 7 0 0 7 9 6 8 1 7 0 5 5 1 7 6 2 2 2 8 4 3 5 3 7 4 0 0 4 8 2 5 4 5 9 1 0 8 7 0 7 5 2 7 9 8 9 0 7 1 6 1 1 7 9 3 9 2 8 4 6 0 3 8 3 2 1 4 8 3 1 8 6 0 2 5 4 7 1 0 4 8 7 3 3 3 1 8 3 9 8 2 8 5 2 4 3 8 3 9 4 4 8 5 3 0 6 0 8 9 1 7 1 0 5 2 7 6 5 7 1 8 4 7 9 2 8 6 2 9 3 8 4 1 4 4 8 9 0 4 6 1 3 1 0 7 1 6 2 6 9 4 0 1 1 8 5 4 9 2 8 7 5 9 3 8 6 7 8 4 9 1 1 4 6 1 4 0 5 7 1 7 4 0 9 6 3 1 1 9 5 0 8 2 9 1 8 9 3 8 7 6 8 4 9 1 7 6 6 1 7 8 9 7 1 9 3 8 9 6 6 1 1 9 5 2 3 2 9 2 6 6 3 8 8 2 3 4 9 6 1 5 6 2 0 0 5 7 2 2 7 3 Næstu útdrættir fara fram 18. des, 23. des 2008 & 2. jan 2009 Heimasíða á Interneti: www.das.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.