Morgunblaðið - 12.12.2008, Síða 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
✝ Trausti Guð-jónsson húsa-
smíðameistari fædd-
ist á Eyjarhólum í
Vestmannaeyjum 13.
ágúst 1915, en ólst
upp á Skaftafelli,
Vestmannabraut 62 í
Vestmannaeyjum.
Hann lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 2.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðjón Hafliða-
son, útgerðarmaður
og formaður frá Fjós-
um í Mýrdal í Hvammshreppi í V-
Skaftafellssýslu, f. 8. júní 1889, d.
13. júlí 1963, og Halldóra Kristín
Þórólfsdóttir húsmóðir frá Hólma-
seli í Gaulverjabæjarhreppi í Árnes-
sýslu, f. 10. júlí 1893, d. 10. jan.
1985. Trausti var næstelstur í hópi
11 systkina: Ingólfur, f. 15. júlí 1913,
d. 23. janúar 1999, Trausti, Guð-
björg, f. 26. des. 1916, d. 14. sept.
2007, Auður, f. 7. apr. 1918, d. 30.
maí 2001, Haraldur, f. 12. des. 1920,
d. 23. nóv. 1993, Rebekka, f. 23.
mars 1923, 21. jan. 1944, aðeins tví-
tug úr heilahimnubólgu, Elísabet, f.
5. mars 1926, Óskar, f. 25. des. 1927,
Anna, f. 10. nóv. 1929, Ester, f. 4.
apríl 1934 og Hafliði, f. 21. apríl
1936.
Trausti kvæntist 13. ágúst 1938
Ragnheiði Jónsdóttur frá Brekku í
Gilsfirði í Barðastrandarsýslu, f. 12.
okt. 1917. Börn þeirra eru: 1) Hall-
dóra ljósmóðir, f. 28. júní 1938, gift
orvélstjóraprófi. 19 ára réð hann
sig sem vélstjóra á mótorbátnum
Mýrdæling VE 283 sem var 17
tonna eikarbátur. Hann vann við
skipasmíðar hjá Ársæli Sveinssyni
frá árinu 1941. Hann stundaði
kvöldskóla iðnaðarmanna og lauk
sveinsprófi í húsasmíði 1948 og var
á samningi hjá Þorsteini Sigurðs-
syni frá Melstað. Hann vann við
uppbyggingu Fiskiðjunnar frá
árinu 1953 og var það hans aðal-
atvinna meðan hann bjó í Eyjum.
Sumarið 1963 vann hann við húsa-
smíðar á Seyðisfirði og um vet-
urinn vann hann við viðbyggingu á
menntaskólanum í Lækjargötu í
Reykjavík. Sumarið 1964 vann
hann við uppbyggingu Slökkvi-
stöðvarinnar í Öskuhlíðinni ásamt
því að innrétta íbúð að Ásbraut 13 í
Kópavogi sem hann hafði fest kaup
á. Fjölskyldan flutti svo frá Vest-
mannaeyjum um vorið 1965. Frá
árinu 1965 vann hann við að inn-
rétta Landsbankann að Laugavegi
77. Vorið og sumarið 1969 vann
hann við að innrétta kirkjusal
Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu
við Hátún sem var vígður 19. októ-
ber sama ár að viðstöddum 700
manns. Síðustu ár sín vann Trausti
svo hjá hurðasmiðju Sigurðar Elí-
assonar í Kópavogi. Sumardaginn
fyrsta 1999 fluttu þau Ragnheiður
á Dvalarheimilið Ás í Hveragerði
þar sem þau undu hag sínum vel.
Tvö síðustu árin dvöldu þau á
Dvalarheimilinu Grund í Reykja-
vík.
Trausti verður jarðsunginn frá
Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu að
Hátúni 2 í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Einari Jónassyni, frá
Grundarbrekku í Vm.
Synir: Trausti Ragn-
ar, Gunnar Jónas,
Fjalar Freyr og
Sindri Reyr. 2) Guð-
jón vélvirki, f. 23. apr-
íl 1943, kvæntur Guð-
rúnu Kristínu
Erlendsdóttur frá
Hamragörðum í
Rang. Börn: Sigríður
Heiðrún, Trausti og
Erlendur. 3) Korn-
elíus, húsasmíða-
meistari, f. 30. maí
1946, kvæntur Elínu Pálsdóttur, úr
Kópavogi. Sonur: Tryggvi. 4) Sím-
on Eðvald, bóndi í Skagafirði, f. 1.
ágúst 1948, kvæntur Ingibjörgu Jó-
hönnu Jóhannesdóttur frá Egg í
Hegranesi. Börn: Jónína Hrönn, Jó-
hannes Hreiðar, Ragnheiður Hlín
og Gígja Hrund. 5) Sólveig Rósa
Benedikta, sjúkraliði, f. 12. júlí
1950, gift Sigurði S. Wiium úr
Reykjavík. Börn: Hrefna Rós, Sig-
urður Heiðar og Elva Ósk. 6) Vörð-
ur Leví, prestur og fv. lög-
regluþjónn, f. 21. okt. 1952,
kvæntur Ester Karin Jacobsen frá
Noregi. Börn: Erdna Ragnheiður,
Sigmund Leví, Karin Milda og Rak-
el Kersti. 7) Guðrún Ingveldur
sjúkraliði, f. 5. mars 1954, gift Geir
Jóni Þórissyni úr Reykjavík. Börn:
Þórir Rúnar, Narfi Ísak, Símon
Geir og Ragnheiður Lind.
Trausti lauk barnaskólanámi
1927. 1937 lauk hann minna mót-
Í dag verður til moldar borinn
elskulegur faðir minn, Trausti Guð-
jónsson, frá Skaftafelli í Vestmanna-
eyjum. Hann var fæddur 13. ágúst
1915 í Eyjum. Og var því orðinn rúm-
lega 93 ára gamall og þrotinn af
kröftum og heilsu. Þegar Sólveig,
systir mín, hringdi í mig að kvöldi 2.
desember og sagði mér að faðir okk-
ar hafi verið að yfirgefa þennan heim
setti mig hljóðan litla stund því alltaf
virðist dauðinn koma á óvart, en varð
svo glaður yfir því og þakklátur Guði
fyrir að hafa tekið hann til sín. Því
hvað er betra fyrir sjúkan gamlan
mann sem á lifandi trú á Jesúm Krist
en að fá að fara til Hans.
Faðir minn lærði húsasmíði á
yngri árum. Hann var við bygging-
arvinnu er hann féll niður af vinnu-
palli, úr ca tveggja metra hæð og of-
an á steypustyrktarjárn sem rakst
inn í kviðarholið. Hann var á milli
heims og helju í nokkrar vikur. Hon-
um var ekki hugað líf. Móðir mín hef-
ur sagt mér að læknarnir hafi beðið
hana um leyfi til að kryfja líkið, svo
vissir voru þeir um að hann lifði þetta
ekki af. Slysið var 16. desember 1957.
Hann hefur því lifað í 51 ár síðan
þessi atburður gerðist.
Það var mikið beðið fyrir föður
mínum og er það bjargföst trú mín að
Guð hafi gripið þarna inn í og þyrmt
lífi hans.
Þegar pabbi komst svo aftur til
vinnu fór hann að vinna við ýmis létt-
ari innistörf svo sem netagerð og við
að vigta aflann upp úr vertíðarbátum
sem lögðu upp í Fiskiðjunni. Einnig
vann hann á trésmíðaverkstæði Fisk-
iðjunnar. Man ég eftir okkur bræðr-
unum þvælast innan um trésmíðavél-
arnar, leitandi að bútum af
gluggakörmum, sem við lékum okkur
með.
Vorið 1965 flutti fjölskyldan burt
frá Eyjum og settist að í Kópavogi.
Unnum við feðgarnir nokkur ár sam-
an við trésmíðar. Síðast hjá Sigurði
Elíassyni, við hurðagerð í Kópavogi.
Þar lauk faðir minn starfsferli sínum.
Nokkur ár bjuggu foreldrar mínir að
Ási í Hveragerði, við gott atlæti. Síð-
ustu árin voru þau svo á hjúkrunar-
heimilinu Grund þar sem mamma
mun búa áfram.
Mesta gæfuspor pabba trúi ég að
hafi verið að eignast konu sína, móð-
ur mína, Ragnheiði Jónsdóttur frá
Gilsfjarðarbrekku, en þau gengu í
hjónaband 13. ágúst 1938 og héldu
því upp á 70 ára brúðkaupsafmæli
núna á sl. sumri.
Mamma hefur í öll þessi ár staðið
við hlið manns síns í blíðu og stríðu
og fætt honum 7 mannvænleg börn.
Barnabörnin eru 23 og barnabarna-
börnin 49 þegar síðast var vitað.
Ég þakka Guði fyrir pabba. Ég er
stoltur af að hafa átt hann að föður.
Elsku mamma. Þakka þér fyrir all-
ar bænirnar þínar fyrir okkur afkom-
endum þínum. Það eru mikil forrétt-
indi að hafa verið alin upp í trú á
Jesúm Krist og vera fullviss um að
hitta þau sem á undan okkur eru far-
in á himnum hjá Honum.
Ykkar sonur,
Símon.
Það er margs að minnast núna
þegar hugurinn reikar og ég veit að
næsta þriðjudag verður pabbi ekki á
sínum stað þegar ég kem í heimsókn
á Grund til mömmu.
Fyrsta minning mín af pabba mín-
um, Trausta Guðjónssyni, sem verð-
ur borinn til hinstu hvílu í dag, er
þegar ég var á fjórða ári. Þann dag,
16. desember 1957, hafði pabbi slas-
ast mjög alvarlega og allir á heim-
ilinu voru daufir og mamma grét.
Þetta var skrítinn dagur fyrir rúm-
lega þriggja ára stelpu, sem lék sér
áhyggjulaus allan daginn og átti
væntumþykju foreldranna og sex
systkina. En nú lá pabbi slasaður á
sjúkrahúsinu og var ekki hugað líf.
Pabbi var harðduglegur og ósérhlíf-
inn. Hann var búinn að undirbúa jólin
og hafði smíðað dótakistla handa
okkur þrem yngstu systkinunum.
Mamma hafði saumað náttkjóla
handa okkur tveimur yngstu systr-
unum. Minn var drapplitaður með
fallega pífu og örsmáum litlum græn-
leitum blómum, fallega saumaður
eins og mömmu einni var lagið, enda
frábær saumakona. Það var beðið
mikið fyrir pabba og við trúðum að
Guð gæti gert kraftaverk og svo
sannarlega gerði Guð kraftaverk.
Um vorið 1958 fékk pabbi vinnu á
netaverkstæði, ekki það að hann gæti
unnið, nei, hann reyndi af veikum
mætti að vinna inn smápening fyrir
þessarri níu manna fjölskyldu.
Pabbi sagði mér seinna að eigend-
ur verkstæðisins hefðu verið svo góð-
ir við sig, leyfa sér að sitja þarna á
stól og reyna að hnýta net, en auðvit-
að gat ég þetta ekki, sagði hann.
Það var ekki ónýtt fyrir mig 4 ára
þá, að skottast til pabba þarna niður
á Græðisbraut á netaverkstæðið og
fá hólka undan netagarninu til að
setja á sippuband. Auðvitað gat ég
ekki verið minni en Solla systir,
þurfti að gera eins og hún.
Pabbi var duglegur að koma með
mér í sunnudagaskólann klukkan eitt
á sunnudögum í Betel. Einhvern
tíma hafði hann ekki nennt með mér
og horfði á eftir mér út Vestmanna-
brautina og hafði víst fengið sam-
viskubit yfir því að hafa ekki nennt
með mér, en hann bað mig oft fyr-
irgefningar á því.
Pabbi bar nafn með rentu, hann
var traustur, trúr, hár og myndarleg-
ur. Mér fannst ég eiga flottasta
pabba í heimi. Við leiðarlok hef ég
Guði svo margt að þakka, þakka fyrir
foreldra mína, sem kenndu mér strax
í vöggu að biðja til frelsara míns og
treysta honum í öllu. Foreldrar mínir
voru ástfangin af hvort öðru og voru
ófeimin að sýna okkur og hverjum
sem var, að þau elskuðu hvort annað.
Þegar ég var að hugsa um að fara í
sjúkraliðanám eftir gagnfræðapróf
fannst pabba það alveg út í hött. „Þú
átt bara að kynnast góðum manni og
gifta þig og láta manninn þinn sjá um
þig,“ sagði hann. Þá spurði ég pabba
hvort það hefði ekki verið gott að
mamma kunni að sauma þegar hann
hefði slasast og verið frá vinnu meira
og minna í mörg ár. Pabbi hugsaði
sig um smástund og sagði svo: „Jú,
Inga mín, það er alveg rétt, þú skalt
bara drífa þig í sjúkraliðanámið og
vertu dugleg og vinnusöm.“
Í dag vil ég þakka mínum him-
neska föður fyrir þennan yndislega
jarðneska föður sem hann gaf mér.
Guð blessi þig, elsku mamma og veiti
þér styrk að þreyja þar til við fáum
að hitta pabba aftur í dýrðinni hjá
Jesú.
Þín yngsta dóttir,
Inga.
Nú er afi okkar kominn í himins
dýrð.
Við erum þakklát Guði fyrir að
hafa gefið okkur tíma til að kynnast
afa, á okkar fullorðinsárum.
Sérstaklega erum við þakklát fyrir
að hafa fengið að njóta þess síðast-
liðið sumar á ættarmóti fjölskyldunn-
ar þegar afi var hinn hressasti og tók
þátt í söng og gleði. Afi hafði
skemmtilegan húmor og sérstaklega
fyrir þá sem lentu í honum, setningar
eins og „Inga, skilur þú börnin þín?“,
„Ég heyri ekkert það sem þið eruð að
segja“ (þó svo hann hafi alveg heyrt
það sem við sögðum en kaus að hunsa
það) og „Lifandis læti eru alltaf í
þessu börnum“ eru ávallt ofarlega í
huga þegar talað er um hann afa. Það
eru blendnar tilfinningar sem við
berum í dag, söknuður en jafnframt
léttir yfir að nú fái afi loksins að enda
þetta stríð og hvílast í faðmi föðurins.
Við erum þakklát afa og ömmu fyrir
að vera okkur trúarstólpar sem hefur
erfst til barnabarnanna eins og segir
í sálmi 103:17-18
„En miskunn Drottins við þá er
óttast hann
varir frá eilífð til eilífðar
og réttlæti hans nær til barna-
barnanna,
þeirra er varðveita sáttmála hans
og muna að breyta eftir boðum
hans.“
Amma okkar, við elskum þig og
megi almáttugur Guð gefa þér styrk í
sorginni.
Þórir Rúnar, Narfi Ísak,
Símon Geir og Ragnheiður
Lind Geirsbörn
Afi er farinn heim. Heim til Drott-
ins; heim í dýrðina sem hann þráði
svo heitt. Ábyrgð hvers foreldris er
að koma börnum sínum til manns.
Það gerðu afi og amma fölskvalaust,
öllum sjö. Afi og amma sýndu þeim
berlega að fermingarheitið: „Ég vil
gera Jesú Krist að leiðtoga lífs míns“
er ekki gefið í eitt sinn, heldur á
hverjum degi. Öll sjö hafa þau gert
sér grein fyrir að Jesús Kristur er lif-
andi, upprisinn frelsari sem hefur
áhuga á einstaklingnum og þráir að
eiga samfélag við börnin sín. Öll sjö
fengu þau það veganesti að eitt sinn
skal hver maður deyja og eftir það fá
sinn dóm. Og þegar staðið er fyrir
framan dómarann verður ekki spurt
um kynþátt eða þjóðerni. Það verður
ekki spurt hversu mikið var gefið til
góðgerðarmála né hversu gott var
látið af sér leiða. Nei, Biblían segir
okkur að það sé fyrst spurt hvort Jes-
ús Kristur hafi verið leiðtogi lífsins.
Orðin úr Jóhannesarguðspjalli:
Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf
son sinn eingetinn til þess að hver sem á
hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf
hafði afgerandi áhrif á líf afa. Hann
skildi að Guð elskaði hann svo mikið,
að hann gaf sína dýrmætustu gjöf, til
þess að hver sem tæki við Jesú sem
frelsara sínum, glataði ekki sál sinni
heldur ætti eilíft líf í faðmi frelsarans
í vændum. Þess vegna gaf afi Jesú líf
sitt … á hverjum degi.
Ég minnist afa með hlýju og sökn-
uði. Ég minnist allra góðu stund-
anna. Sérstaklega minnist ég þess
þegar ég var við nám við Háskóla Ís-
lands einn vetur. Þá fór ég vikulega, í
hléi á milli kennslustunda, í morgun-
kaffi til afa og ömmu á Ásbrautina.
Þá var margt skrafað og margt rætt.
Þá var alltaf endað á bæn. Það voru
góðar stundir. Ég man líka eftir til-
svörunum hans. Eftir að hann hætti
að vinna nýtti hann hvert tækifæri til
að sitja úti á svölum og láta sólina
skína á sig. Hann var því oft spurður
hvort hann hefði verið erlendis. Þá
kom alltaf sama svarið: „Nei, þetta er
sólin á Ásbrautinni“ og svo glotti
hann. Nú er það ekki ekki lengur sól-
in á Ásbrautinni sem yljar honum,
heldur kærleikur Krists, þar sem
hann er með systkinum sínum, for-
eldrum og vinum sem öll gáfu Jesú
Kristi líf sitt á sínum jarðvistartím-
um.
Afi er kominn heim; þangað ætla
ég líka.
Fjalar Freyr Einarsson.
Í dag kveðjum við afa Trausta sem
nú hefur fengið hvíld eftir langa ævi.
Það er þó ekki sorg sem okkur systk-
inunum er efst í huga heldur þakk-
læti. Þakklæti fyrir að hafa fengið
tækifæri til að kynnast þér og upplifa
sjálf hvernig maður þú varst en ekki
bara af afspurn. Það er nefnilega
ekki sjálfgefið að við skyldum fá
þetta tækifæri. Vinnuslysið sem þú
lentir í fyrir um 50 árum hafði nærri
tekið þig burt úr þessu lífi, frá eig-
inkonu og sjö ungum börnum. En
óbilandi trú þín, fjölskyldunnar, ætt-
ingja og vina á Guð og Jesú Krist
kom þér ekki aðeins til heilsu á ný
heldur gastu tekið fullan þátt í þjóð-
félaginu á nýjan leik.
Í uppvexti okkar systkinanna í
Ketu var það skýr táknmynd þess að
sumarið væri komið þegar hlerinn á
stóra stofuglugganum á sumarhús-
inu ykkar á Bjargi hafði verið fjar-
lægður og rjúka fór úr strompinum.
Það var okkur mikils virði að fá að
hafa ykkur ömmu hjá okkur nokkrar
vikur flest þau sumur sem við vorum
í foreldrahúsum. Þar kynntumst við
ykkur best og minningarnar eru ljúf-
sárar. Það var líka alltaf tilhlökkun-
arefni að heimsækja ykkur ömmu á
Ásbrautina þar sem þið áttuð ykkar
heimili lengst af. Þar höfðuð þið
amma búið ykkur heimili sem var
einstaklega hlýlegt og fallegt. Það
var alltaf eitthvað sérstakt við heim-
ilið ykkar á Ásbrautinni. Hljóðin frá
umferðinni, lyktin í búrinu, taktfast-
ur sláttur veggklukkunnar og eftir-
tektarverð ljósakrónan yfir borð-
stofuborðinu skapaði heimilinu
eftirminnilegt umhverfi en það var
eitthvað meira. Þar átti Jesú heima
alla tíð en trú ykkar hjóna var sterk
og afkomendum ykkar til eftir-
breytni.
Elsku amma Ragnheiður. Við trú-
um því að góður Guð muni áfram
hugsa um þig og styrkja þig við frá-
fall afa. Við munum einnig leggja
okkar af mörkum.
Jónína, Jóhannes, Ragnheiður
og Gígja Símonarbörn
og fjölskyldur.
Trausti Guðjónsson
✝
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
LÁRA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Laugateigi 54,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 9. desember.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 18. desember kl. 13.00.
Skúli Þór Magnússon, Guðrún Jóhannesdóttir,
Árni Magnússon,
Jóhanna Magnúsdóttir, Óskar Margeirsson.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLL HELGASON
frá Kaldárholti,
lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu þriðjudaginn
9. desember.
Jarðsett verður frá Árbæjarkirkju laugardaginn
13. desember kl. 14.00.
Þorbjörn Helgi Pálsson, Sóley Pálmadóttir,
Jóhanna Ósk Pálsdóttir, Viðar Þór Ástvaldsson,
Anna Lára Pálsdóttir,
Ragnheiður Pálsdóttir, Þórarinn B. Þórarinsson,
Árni Pálsson, Elín Grétarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.