Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 44
44 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
Sudoku
Frumstig
3 5 6 7
7 2 8
5 7 1 3
2 1 3 4
5 2 4
4 8 3 5
2 4 1 9
9 3 7
8 6 9 1
3 6 9
1 6 8 5 7
4 9 8
1 5 4 7
7 1 3 8
9 6 8 3
6 7 1
1 6 3 9 5
7 5 1
6 9
7 2 1 9
2 3 7 4
8 4 2
3 2 4 5 9
4 5 7
7 4 8 9
9 5 1 4
9 1
9 2 4 3 8 1 7 6 5
8 6 3 2 7 5 9 4 1
1 7 5 9 4 6 3 8 2
7 8 1 4 6 9 2 5 3
2 5 9 8 3 7 4 1 6
3 4 6 1 5 2 8 9 7
4 3 2 6 1 8 5 7 9
6 9 7 5 2 4 1 3 8
5 1 8 7 9 3 6 2 4
9 6 4 8 3 1 2 7 5
1 8 5 7 2 4 6 9 3
3 7 2 9 5 6 8 1 4
7 1 6 4 8 5 3 2 9
4 9 3 6 7 2 5 8 1
2 5 8 1 9 3 7 4 6
5 3 9 2 1 7 4 6 8
8 4 7 3 6 9 1 5 2
6 2 1 5 4 8 9 3 7
4 7 9 6 3 5 8 2 1
2 3 8 9 1 7 6 4 5
1 6 5 4 8 2 3 7 9
9 8 4 5 6 1 2 3 7
3 2 1 7 9 4 5 6 8
6 5 7 8 2 3 9 1 4
8 1 6 2 7 9 4 5 3
5 9 3 1 4 6 7 8 2
7 4 2 3 5 8 1 9 6
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er föstudagur 12. desember,
347. dagur ársins 2008
Orð dagsins: En hjálparinn, andinn
heilagi, sem faðirinn mun senda í
mínu nafni, mun kenna yður allt og
minna yður á allt það, sem ég hef sagt
yður. (Jóh. 14, 25.)
Víkverji vill að gefnu tilefni hvetjafólk til þess að fara í gegnum
tryggingarnar sínar og ganga úr
skugga um að þar sé allt eins og það
á að vera en ekki eins og fólk heldur
að það sé. Kunningjar Víkverja urðu
fyrir talsverðu tjóni á dögunum en
töldu sig vel tryggða þannig að fjár-
hagslegur skaði yrði lítill sem eng-
inn.
Hins vegar kom í ljós að fólkið
hafði ekki þá tryggingu sem tjónið
bætir og orsakanna helzt að leita í
því að ekki var farið nægilega vel yf-
ir hlutina þegar gengið var frá
tryggingunum; hvorki af kaupanda
né seljanda.
x x x
Tryggingar eru oft samsettar ogfólk getur valið hvað það vill
hafa inni og hvað ekki. Þegar heild-
armyndin er komin gerir fólk rétt í
því að fara yfir hlutina og hafa það á
hreinu að ekkert hafi dottið ofan í
milli og það sé með þær tryggingar
sem það vill. Aðeins þannig getur
fólk firrt sig fjárhagslegu tjóni, nóg
er nú samt og oft týnast persónu-
legir munir sem ómögulegt er að
bæta og fást hvergi í öðru eintaki.
x x x
Víkverji og kona hans fjárfestu íútiljósaseríu á dögunum.
Reyndar fór frúin fyrst og fann þá
langbeztu seríu sem til var og daginn
eftir var Víkverji sendur í búðina að
kaupa seríuna. En þá dökknaði nú í
því, til voru þrenns konar seríur;
rauð, glær og mislit og Víkverji ekki
með miða til þess að kaupa eftir. Nú
leizt Víkverja bezt á mislitu seríuna,
en þekkjandi allt sitt heimafólk fór
hann heim með þá rauðu, var sam-
stundis gerður afturreka og skipað
að koma með eina glæra. En þegar
til kom gat frúin ekki fellt sig við
hana, sem Víkverji vissi reyndar fyr-
ir.
Það varð úr, að hjónin fóru bæði út
í búð, þar sem Víkverji greip strax til
rauðu seríunnar, sem frúin útilokaði
á augabragði og þá var bara sú mis-
lita eftir. Hún var keypt og nú una
bæði Víkverji og kona hans glöð við
sína jólaljósaseríu. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 vígja, 4 dé-
skota, 7 ber vitni um, 8
víkki, 9 hagnað, 11 sárt,
13 kviður, 14 staga, 15
ódrukkinn, 17 ná yfir, 20
lem, 22 hylkið, 23 sáta,
24 skakka, 25 áætl-
unarbíllinn.
Lóðrétt | 1 ríki dauðra, 2
affermum, 3 hina, 4 dá-
semd, 5 spil, 6 skil eftir,
10 spela, 12 hyggja, 13
hestur, 15 ólyfjan, 16
niðurgangurinn, 18 út-
gjöld, 19 fæddur, 20
venda, 21 guð.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 skaufhali, 8 taðið, 9 ramba, 10 inn, 11 akarn,
13 arinn, 15 hlass, 18 skrum, 21 tík, 22 forði, 23 jafna, 24
skeggræða.
Lóðrétt: 2 kuðla, 3 urðin, 4 hyrna, 5 lampi, 6 átta, 7
hann, 12 rós, 14 rok, 15 hefð, 16 afrek, 17 sting, 18
skjár, 19 rofið, 20 móar.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. Rgf3 cxd4 5.
Rxd4 Rf6 6. Bb5+ Bd7 7. Bxd7+ Rbxd7
8. exd5 Rxd5 9. 0-0 Be7 10. De2 Db6 11.
R2f3 0-0 12. Hd1 Had8 13. c4 R5f6 14.
h3 a6 15. Be3 Dc7 16. Hac1 Rc5 17. Rc2
Rce4 18. Rg5 Rxg5 19. Bxg5 Da5 20.
Bxf6 Bxf6 21. Ra3 g6 22. Hxd8 Hxd8 23.
c5 Hd5 24. c6 bxc6 25. Hxc6 He5 26.
Hxa6 Db4 27. Rc2 Dxb2 28. Dc4 Dc1+
29. Kh2 He1 30. Re3 Be5+ 31. g3
Staðan kom upp í opnum flokki á ól-
ympíumótinu í Þýskalandi. Armenski
stórmeistarinn Vladimir Akopjan
(2.679) hafði svart gegn ítölskum koll-
ega sínum Michele Godene (2.517).
31 … Bxg3+! 32. Kg2 Dxc4 33. Rxc4
Bh4 34. Hd6 He4 35. Re3 Ha4 36. Hd2
Bg5 37. Kf3 Kg7 38. Hc2 Bxe3 39. Kxe3
Ha3+ 40. Kd4 Hxh3 svartur er nú
tveimur peðum yfir og innbyrti hann
vinninginn stuttu síðar.
Svartur á leik
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Drury.
Norður
♠K62
♥G107
♦D106
♣Á972
Vestur Austur
♠G109 ♠Á4
♥K42 ♥9653
♦ÁK74 ♦853
♣1065 ♣DG83
Suður
♠D8753
♥ÁD8
♦G92
♣K4
Suður spilar 3♠.
Eftir þrjú pöss opnar suður á 1♠ í
bútaleit. En norður sér möguleika á út-
tekt og gefur áskorun með 3♠. Suður
hafnar auðvitað, en lokasögnin er
óþægilega há. Vestur tekur á ♦Á-K og
spilar þriðja tíglinum. Við borðið
svínaði sagnhafi strax í hjarta „til að
kanna stöðuna“, vestur drap og spilaði
þrettánda tíglinum, sem austur tromp-
aði með ÁS. Þannig fékk vörnin tvo
slagi á tromp. Drury-sagnvenjan var
upphugsuð upp til að fyrirbyggja
sagnslys af þessum toga, en sam-
kvæmt henni segir passaður maður 2♣
með stuðning við hálit makkers og 9-11
punkta. Þá þarf ekki að fara upp á
þriðja þrep. Hitt er svo annað mál að
sagnhafi átti að spila upp á ♠Áx í aust-
ur, því ef ásinn er í vestur mun svín-
ingin í hjarta örugglega heppnast.
Vestur sagði jú pass í upphafi.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú greinir líf þitt og pælir í hvort
þú getir ekki bætt það með því að breyta
forgangsröðinni. Sýndu tillitssemi.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Ef þú er farinn að kalla þig öllum
illum nöfnum veistu að það er mannlegt.
Taktu hugmyndum og gjafmildi annarra
opnum örmum.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Ef einhver hefur ekki komist
mjög langt áleiðis með verkefni eða í
þroska skaltu samt ekki telja eftir þér að
hrósa. Segðu öðrum að þú viljir hugsa
málin áður en þú tekur ákvörðun.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það er betra að komast einu sinni
að samkomulagi við sjálfan sig og standa
við það en gera það hundrað sinnum og
standa aldrei við það.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þér finnast hlutirnir ekki ganga
nógu fljótt fyrir sig. Samræður um heim-
speki, trú eða frumspeki gætu fengið þig
til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Valdabarátta við heimilisfólk, ekki
síst foreldra, er líkleg í dag. Hugsanlegt
er að útlendingar eða fólk af ólíkum upp-
runa verði á vegi þínum.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Ef þú gerir rétt það sem þú gerir í
dag þarftu aldrei að gera það aftur.
Treystu á hæfileika þína og vertu
óhræddur að breyta til.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það eru ýmis smáatriði sem
þú verður að koma í lag til þess að ná
því takmarki sem þú hefur sett þér. Lof-
aðu aldrei upp í ermina á þér.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þegar ástin er eins og kvik-
syndi sem gleypir þig meir og meir er
mál að biðja einhvern um aðstoð. Sum-
um finnst það frábært, öðrum hræðilegt.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú uppgötvar að það sem þú
hélst að væri leyndarmál er á allra vit-
orði. Fyrr eða síðar kemur að skulda-
dögum og þá færð þú að finna til te-
vatnsins.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þótt þú sért félagslyndur
þarftu að gefa þér tíma til að vera einn
með sjálfum þér. Andaðu rólega, tíminn
vinnur með þér.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Fiskurinn ljómar á einstakan hátt,
eins og hann búi yfir leynilegri áætlun
sem er í þann mund að ganga upp. Láttu
það þó ekki henda þig að láta smáatriði
fara framhjá þér.
Stjörnuspá
12. desember 1977
„Hún syngur, hún spilar og
hún semur lög. Þetta er ein-
stök plata,“ sagði í auglýsingu
sem birtist þennan dag um tíu
laga plötu sem Fálkinn gaf út
með flutningi tólf ára stúlku.
Þannig hófst ferill Bjarkar
Guðmundsdóttur. Á plötunni
var lagið Jóhannes Kjarval,
sem Björk samdi.
12. desember 1998
Örn Arnarson varð Evrópu-
meistari í 200 metra baksundi
á móti í Sheffield á Englandi
og setti Íslandsmet, synti á 1
mínútu og 55,16 sekúndum.
„Það gekk allt upp,“ sagði Örn
í viðtali við DV. Árin 1999 og
2000 endurtók hann leikinn.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Jónas Helgfell
Magnússon fyrr-
verandi bóndi á
Uppsölum í
Eiðaþinghá er
áttræður í dag,
12. desember.
Af því tilefni
verður opið hús
milli kl. 17 og
20, í Mötuneytissal Alþýðuskólans
á Eiðum.
80 ára
„ÉG ER í miðri vinnutörn eins og svo oft áður
þannig að það verður lítið um hátíðarhöld,“ segir
Dagur Kári Pétursson kvikmyndagerðarmaður,
sem fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Ætli ég láti
mér ekki nægja að baka pönnukökur fyrir nokkra
vel valda úr hópi fjölskyldu og vina.“ Er Dagur
Kári önnum kafinn við lokavinnslu kvikmyndar-
innar The Good Heart „Við ætlum að reyna að
ljúka klippivinnunni fyrir jól og stefnum á að
klára myndina í febrúar.“ Ekkert hefur hins vegar
enn verið ákveðið um frumsýningarstað og -tíma,
en Dagur Kári hyggst þó taka sér góða hvíld þeg-
ar vinnslu myndarinnar lýkur. „Þetta er búin að vera ágætis törn og
ég er ekki farinn að ákveða hvað tekur við næst.“
Lítið hefur verið um stórar afmælisveislur hjá honum í gegnum tíð-
ina. „Einhverra hluta vegna forðast ég að halda veglegar afmælis-
veislur en kýs þess í stað að hafa þær lágstemmdar og fámennar,“
segir hann og bendir á að stutt sé í stórar hátíðir á þessum árstíma.
„Allan minn uppvöxt var haldið upp á afmæli fyrir vini og skólafélaga
en þegar afmælisdagurinn fór að falla saman við prófatíma fjaraði
þetta út og hefur verið á rólegu nótunum síðan.“ annaei@mbl.is
Dagur Kári Pétursson 35 ára
Lítið um hátíðarhöld
Nýirborgarar
Húsavík Jóhanna Heiður og Halla Bríet fæddust 12.
september. Halla Bríet fæddist kl. 14.22 og Jóhanna
Heiður kl. 14.23. Þær vógu hvor um sig 2.500 g og voru
43 cm langar. Foreldrar þeirra eru Gyða Evertsdóttir
og Kristján R. Arnarson. Með þeim á myndinni er
Henný Birgitta, systir þeirra.
Reykjavík Kristján Karl
fæddist 22. september kl.
14.35. Hann vó 4.370 g og
var 52 cm langur. For-
eldrar hans eru Halldóra
Guðríður Gunnarsdóttir
og Guðjón Karl Þórisson.