Morgunblaðið - 12.12.2008, Side 48
48 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
Strákarnir í hljómsveitinni Mo-
tion Boys hafa vakið verðskuldaða
athygli fyrir fyrstu plötu sína,
Hang On, sem kom út á dögunum.
Birgir Ísleifur og félagar ákváðu að
hamra járnið meðan heitt er, og
hafa nú sent frá sér nýjar útgáfur
af titillagi plötunnar. Vinnan fór
þannig fram að hver hljómsveit-
armeðlimur gerði sína útgáfu af
laginu, og urðu þær eins ólíkar og
þær urðu margar. Þannig gerði
Tobbi hljómborðsleikari hálfgerða
Crosby, Stills, Nash & Young-
útgáfu og spilaði á öll hljóðfæri
sjálfur, útgáfa Bjössa trommara er
eins konar sambland af tónlist Si-
nead O’Connor og Prince, Biggi
söngvari gerði dansvæna útgáfu af
laginu, en Gísli Galdur lagði
áherslu á saxófónleik Óskars Guð-
jónssonar sem spilaði í upp-
runalegu útgáfunni. Frá og með
deginum í dag fylgja útgáfurnar
með þegar smáskífa lagsins er
keypt á tonlist.is.
Meðlimir Motion Boys
fara sínar eigin leiðir
Fólk
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„VIÐ ætlum að halda partí á Apótekinu,“ seg-
ir Jón Atli Helgason, einn af forsprökkum
Jóns Jónssonar ehf., þegar hann er spurður
hvað þeir félagar ætli að gera um áramótin.
„Við ætlum að vera með alveg svaðalegt
„line up“. Þar verða meðal annars Sexy La-
zer, það er að segja ég, DJ Margeir, Natalie,
a.k.a. Yamaho og Raffaele Manna sem kallar
sig DJ Baktus. Svo ætlar Urður [Há-
konardóttir, fyrrverandi söngkona GusGus]
að syngja, auk þess sem fleiri óvæntir gestir
munu koma fram. Þá má ekki gleyma því að
við ætlum að vera með svokallað klósett-
diskó, það verður sem sagt plötusnúður niðri
á klósetti,“ segir Jón Atli og hlær.
Miðasala hefst á midi.is á allra næstu dög-
um, en miðaverð verður 2.000 krónur. Þá
leggur Jón Atli áherslu á að engin sérstök
álagning verði á barnum.
Fleiri áramótapartí hafa nú þegar verið
skipulögð, en skammt frá Apótekinu, á Nasa,
munu þau DJ Kiki-Ow og DJ Curver standa
fyrir 90’s-partíi. Þetta er þriðja árið í röð
sem þau standa fyrir slíkum gleðskap á
gamlárskvöld, en eins og nafnið bendir til
verður tónlist og tíska tíunda áratugar síð-
ustu aldar í aðalhlutverki. Miðasala á her-
legheitin hefst á midi.is á mánudaginn, en
miðaverð er 3.500 krónur.
Tvö stór áramótapartí hafa verið skipulögð
Jón Jónsson Stebbi Steph, Margeir og Jón Atli.
Þær deilur sem blossuðu upp í
vikunni vegna ákvörðunar Kimi Re-
cords um að senda ekki plötur sínar
til þeirra sem veita Íslensku tónlist-
arverðlaunin hafa orðið til þess að á
meðal yngri popp- og rokktónlist-
armanna hefur risið upp hópur sem
hyggst gerast virkur í réttinda- og
stéttarmálum tónlistarmanna á Ís-
landi. Slíkir hópar hafa með reglu-
legu millibili risið upp á afturfæt-
urna innan STEFs þegar þeim
hefur fundist á sig hallað og
skemmst er að minnast „uppreisn-
ar“ ungra tónlistarmanna á áttunda
áratugnum með Jóhann G. Jó-
hannsson í broddi fylkingar en sú
uppreisn leiddi til töluverðra breyt-
inga innan STEFs. Oftar en ekki
hefur það þó gerst að slíkar upp-
reisnir lognast út af enda ekki
heiglum hent að ráða fram úr
flóknu regluverki STEFs. Nú geng-
ur hinsvegar á milli manna póstur
með skýringarmyndum af starf-
semi STEFs og fjölmörgum syst-
urfélögum þess svo eitthvað virðist
áhuginn vera meiri nú en oft áður.
Hinir ungu fræðast
um starfsemi STEF
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Á NÝJUSTU plötu Britney Spears, Circus, er að
finna lag eftir íslenskættaða lagasmiðinn og upp-
tökustjórann Arnþór Birgisson.
„Ég gerði lagið „Out from Under“ sem er númer
þrjú á Circus. Ég hafði átt þetta lag í um tvö ár og
hugsaði alltaf að það yrði æðislegt fyrir Britney.
Ég vann virkilega að því að koma því til hennar og
loksins í sumar heyrði hún lagið aftur – hún hafði
heyrt það áður og var ekki viss hvort það passaði
sér – en nú passaði allt saman, textinn og lagið, svo
hún ákvað að nota það. Ég er mjög kátur yfir því
enda miklu betra að fá lagið á þessa nýjustu plötu
heldur en Blackout sem gekk ekkert rosalega vel
en nú er Britney komin á strikið aftur,“ segir Arn-
þór sem svarar hinn rólegasti er blaðamaður spyr
æstur hvort hann hafi hitt sjálfa stórstjörnuna. „Jú,
jú ég hef hitt hana nokkrum sinnum. Vinir mínir í
Svíþjóð unnu mikið hennar fyrstu plötur svo hún
var tíður gestur þar í landi. Hún er mjög viðkunn-
anleg og gott að tala við hana,“ segir Arnþór sem
hefur búið í Svíþjóð frá því hann var tveggja ára.
Arnþór vinnur hjá Murlyn Music í Svíþjóð sem
er hluti af bandaríska fyrirtækinu Universal Music
Publishing Group. Á heimasíðu UMPG er hann
sagður einn fremsti lagahöfundur og upptökustjóri
Svíþjóðar.
Þegar blaðamaður nær tali af Arnþóri er hann
staddur í New York. „Ég vinn mikið í Banda-
ríkjunum en núna var ég að skipuleggja
fyrstu þrjá mánuði næsta árs, hitta fólk og
bóka mig í upptökur.“ Árið mun byrja
með stæl hjá Arnþóri en í janúar vinn-
ur hann m.a. með Leonu Lewis og
Toni Braxton auk þess sem hann
er að vinna að nýjustu plötu Enri-
que Iglesias.
Poppið í tísku
Arnþór segist vinna 75% af tíma sínum
í eigin stúdíói í Stokkhólmi þar sem hann
semur lög og klárar önnur sem hann hefur
byrjað að vinna í New York. „En stundum,
eins og með Toni Braxton, er ég settur í stúdíó
í NY að semja lög fyrir hana og svo kemur hún
og við klárum þetta saman.“ Hann segir poppið
aftur komið í tísku og því sé nóg að gera. „Fyrir
þremur árum var t.d. mjög lítið að gerast í
popptónlistinni, þá var aðeins hipphopp og
rokk en núna eru allir að gera popplög.
Svona sveiflur eru eðilegar í tónlist-
arbransanum, en ég tel ástæðuna núna
vera þá að það þurfi þessar hitt-
melódíur sem fólk getur sungið með svo
tónlist seljist,“ segir Arnþór og bætir
við að kvikmyndir eins og High School
Samdi lag fyrir Britney
Arnþór Birgisson á eitt lag á Circus, nýjustu plötu Britney Spears
Vinnur með söngkonunum Toni Braxton og Leonu Lewis eftir áramót
Meðal þeirra sem Arnþór hef-
ur unnið með eru: Jennifer Lo-
pez, Jessica Simpson, Britney
Spears, 98 Deegrees, Ronan Keat-
ing, Boyzone, Westlife, Jay-Z, Sting,
Ronan Keating, Samantha Mumba,
Ricky Martini, Santana. Janet Jack-
son, Celine Dion, Girls Aloud og
Enrique Iglesias.
Stjörnurnar
Lýstu eigin útliti. Hávaxin, ljóshærð, bláeygð,
hraustleg – alvöru víkingakona, býst ég við!
Hvaðan ertu? Fædd og uppalin í Reykjavík, hef
búið lengst af í Grafarvoginum.
Keyptir þú flatskjá í góðærinu? (Spyr síðasti að-
alsmaður, Henrý Þór Baldursson myndasöguhöf-
undur). Ég verð víst að svara þessu játandi, það
er gott að vera vitur eftir á.
Hversu pólitísk ertu, á skalanum 1 til 10? 2.
Helstu áhugamál? Líkamsrækt, dans, útivera,
hundar, ferðalög, vinir og fjölskylda.
Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfa þig? Að
ég er hrikalega góð í að taka vítaspyrnur, eða
kannski bara heppin líka.
Hvaða plötu hlustar þú mest á þessa dagana?
Ég kaupi mér aldrei geisladiska, hlusta alltaf á
tónlist sem ég næ í sjálf sem er svona bland af
þessu og hinu. Muse er samt alltaf í uppáhaldi,
og síðustu daga hafa íslensku jólalögin fengið að
fljóta með.
Hvaða bók lastu síðast? Ég las helminginn af
bók sem heitir Áður en ég dey á leiðinni hingað til
Afríku í flugvélinni, er ekkert svo viss um að ég
klári hana á leiðinni til baka þar sem hún var frek-
ar niðurdrepandi.
Uppáhaldskvikmynd? A Night At The Roxbury
og Along Came Polly.
Kynþokkafyllsti karlmaðurinn fyrir utan maka?
Johnny Depp og Channing Tatum.
Heldurðu að þú vinnir og verðir valin Ungfrú
heimur? Ég held ég eigi alveg jafnmikið skilið að
vinna eins og hver önnur stelpa sem lendir í topp
15, en það er mikið af flottum stelpum og því
ómögulegt að segja til um hvernig þetta fer.
Hver er fallegasta fræga kona í heimi? Jessica
Alba og Charlize Theron. Get ekki gert upp á
milli.
Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óheiðarleiki, og
þegar fólk sem ég er með í bíl setur ekki á sig
belti.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég
ætlaði að verða búðarkona eða skúringakona,
óhætt að segja að draumurinn liggi ekki þar leng-
ur.
Hver eru þín mestu mistök? Að hafa ekki byrjað
að æfa körfubolta.
Og þinn stærsti sigur? Ætli það sé ekki bara að
vera komin svona langt í Miss World.
Hver yrði titillinn á kvikmynd um ævi þína? Blon-
des Do It Better ;)
Hver myndi leika aðalhlutverkið? Charlize The-
ron eða Kate Hudson.
Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Hver er
besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
ALEXANDRA HELGA ÍVARSDÓTTIR
AÐALSKONA ÞESSARAR VIKU VAR KJÖRIN UNGFRÚ ÍSLAND Í MAÍ. Á MORGUN KEPPIR HÚN FYRIR ÍS-
LANDS HÖND UM TITILINN UNGFRÚ HEIMUR, EN KEPPNIN FER FRAM Í SUÐUR-AFRÍKU.
Musical hafi hjálpað poppinu mikið í að komast aft-
ur í tísku. En svo vel vill til að Arnþór hefur átt eitt
lag í þeim myndum.
Vann í lottó
Um þrettán ár eru síðan Arnþór byrjaði í tónlist-
arbransanum og segir hann það hafa verið eins og
að vinna í lottó að ná svona langt. „Ég var heppinn
snemma og samdi rétta lagið fyrir strákabandið 98
Degrees, „Give Me Just One Night“ sem varð mjög
vinsælt í Bandaríkjunum 2000 og þá var ég kominn
inn,“ segir Arnþór sem á sér þann framtíðardraum
að koma ungum lagahöfundum á framfæri.
„Draumurinn er að finna hæfileikafólk í lagasmíð-
um í Svíþjóð og Skandinavíu og koma þeim á samn-
ing hjá mér. Nú geri ég allt sjálfur en það yrði gam-
an að fá ungt hæfileikafólk til að vinna með sér og
ekki vera sjálfur einn allan sólarhringinn eins og
núna. En þetta er mikið stríð, maður verður að
halda áfram að vinna annars er maður fljótur að
detta út.“
Farsæll Arnþór Birgisson hefur í nægu að snúast við að semja tónlist fyrir stórstjörnur poppsins.