Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 51
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is -FINNI (söngvari Dr. Spock): „Hvernig ertu að fíla plötuna?“ -Blaðamaður: „Frábærlega. Mér finnst hafa tekist vel til.“ -Finni: „Þetta er ekki eitthvað sem þú ert bara að segja?“ -Blm: „Nei. Annars hefði ég eytt talinu.“ -Finni: „En þú gætir verið að ljúga þessu líka …“ -Blm: „Já. Þú verður því einfald- lega að trúa mér.“ -Finni: „Ok. Kúl.“ Þannig hófst þetta skemmtilega spjall við Finna, annan söngvara hinnar mjög svo skemmtilegu Dr. Spock. Það virðist bara vera sem svo, að allt sem kemur úr hennar ranni er skemmtilegt! Á einn eða annan hátt … „Við vildum gera eitthvað öðruvísi fyrir þessa plötu, það liggur einfald- lega í eðli þessarar blessuðu sveit- ar,“ segir Finni og er honum nokkuð heitt í hamsi. „Fyrra efni hefur verið unnið þannig að það er hent í eitt gott fyll- irí, lögunum rumpað af í einni töku og málið dautt. Nú ákváðum við að fara í þveröfuga átt, vanda til verka, hafa mynddisk með og sögu og við lágum ennfremur yfir upptökunum.“ Finni segir að þó að þetta hafi ver- ið ákveðið hafi þeir um leið vitað að þeir hefðu engan tíma. Það var því gripið til óbrigðuls, mætti segja al- íslensks ráðs? „Við læstum okkur inni í sum- arbústað í tíu daga og kláruðum flesta grunnana þar,“ upplýsir söngvarinn. „Tvö lög fyrir hádegi og fjögur fyrir kvöldmat. O.s.frv. Þetta var eina leiðin. Það getur verið grá- bölvað að ná þessum blessaða hóp saman. En þegar hann klikkar þá er enginn mannlegur máttur sem getur stöðvað hann. Enginn.“ Dr. Spock hefur verið starfandi mjög lengi, það lengi að það er kom- inn tími á Silfursafnið að mati Finna („Verst þó að það væru bara fimm lög þar.“). Hann er í senn gáttaður og glaður með óvæntar vinsældir sveitarinnar sem hann sá ekki fyrir. „Það kom gamall maður að mér áðan og spurði mig hvort ég væri ekki Guli hanskinn,“ segir Finni og hlær hátt. „Hann fór meira að segja að syngja Evróvisjónlagið og spurði mig hvað væri að frétta af skipstjór- anum!“ En hvað er svo framundan, Finni minn kær? „Við ætlum að gera bestu rokk- plötu Íslandssögunnar. Það gæti verið þessi plata … eða sú næsta. Í öllu falli verður hún okkar …“ Fjölleikahús dauðans  Dr. Spock gefur út plötuna Falcon Christ  Hugsanlega besta rokkplata Íslandssögunnar Fálkinn verður til Spockverjar hleyptu Morgunblaðinu í myndaalbúm sem fangar vel gáskafulla og rokkaða stemninguna í hljóðverinu. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó SÝND Í SMÁRABÍÓI Sýnd kl. 4, 8 og 10 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 8 og 10 Madagascar er ein vinsælasta teiknimynd allra tíma! HÖRKUSPENNANDI MYND UM SPILLTA LÖGREGLUMENN Sýnd kl. 10 SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM KEMUR ÞÉR Í JÓLASKAP - S.V., MBL - S.V., MBL- TOMMI, KVIKMYNDIR.IS The day the earth stood still kl. 5:40 - 8 - 10:20 DIGITAL B.i. 12 ára The day the earth stood still kl. 5:40 - 8 - 10:20 LÚXUS Four Christmases kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára Quantum of Solace kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Zack & Miri make a porno kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára Igor m/íslensku tali kl. 3:45 LEYFÐ www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum -bara lúxus Sími 553 2075 - TOMMI, KVIKMYNDIR.IS - S.V., MBL FRÁBÆR MYND! HIKLAUST FYNDNASTA MYND ÁRSINS! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI 500 kr. Sýnd kl. 4 og 5 ísl. tal ATH. SÝND MEÐ ÍSLEN SKUT ALI SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM KEMUR ÞÉR Í JÓLASKAP - S.V., MBL LEIKURINN HELDUR ÁFRAM ... ALLLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! SVAKALEGUR SPENNUTRYLLIR SEM GEFUR FYRSTU MYNDINNI EKKERT EFTIR 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! SAGA hinnar dularfullu en um- svifamiklu Falcon-ættar er út- skýrð í þaula í myndarlegum bæklingi plötunnar. Grípum að- eins niður í söguna: „Eftir taugaáfall Guðna hefur borið á persónuleikatruflunum. Hann þykir illskeyttari og fjöl- þreifnari en fyrr eins og kom í ljós í baráttu hans og hálfbróður hans Þorbjörns um náma- og vatnsréttindi á Mt. Falcon-fjalli. Guðni var talinn líklegur erfingi Falcon-ættarinnar en orðrómur um breytingar á erfðaskrá Reg- inalds setti heldur betur strik í reikninginn …“ Falcon Christ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.