Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 16
16 Efnahagsmál
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
Þ
að vakti hörð viðbrögð
þegar Daniel Gros, fram-
kvæmdastjóri Center for
European Policy Stu-
dies, skrifaði grein undir
fyrirsögninni „Ísland á bjargbrún-
inni“, þar sem hann sagði meðal ann-
ars að íslenska bankakerfið væri of-
vaxið og hefði breytt Íslandi í
vogunarsjóð. Þá gæti lánveitandinn
til þrautavara, Seðlabankinn, ekki
bjargað neinum af stóru við-
skiptabönkunum. Þetta var 22. apríl
á þessu ári. Nú leggur hann til að Ís-
lendingar taki upp evru – einhliða!
Ekki bókstafstrúarmaður
Gros stundaði nám við Chicago-
háskóla, sem kunnastur er fyrir
kenningar hagfræðingsins og nób-
elsverðlaunahafans Miltons Fried-
mans, og einnig nýlegri nób-
elsverðlaunahafa, svo sem George J.
Stigler, Robert Lucas og Gary Bec-
ker. „Ég hafði ekki sterkar skoðanir
á hagfræði er ég hóf nám þar, hafði
aðeins BA-próf frá annars flokks
ítölskum háskóla. En í Chicago-
háskólanum var ég svo lánsamur að
njóta leiðsagnar góðra kennara, Ga-
rys Beckers, í grunnkenningum hag-
fræðinnar, og Roberts Lucas í pen-
ingamálum. Ég hef aldrei verið
bókstafstrúarmaður í þeim skilningi
að markaðurinn hafi alltaf rétt fyrir
sér eða að peningar væru hinn end-
anlegi mælikvarði. En lykillinn að því
að greina efnahagsþróun er að átta
sig á því hvort lögmálið sem liggur til
grundvallar standist. Og það lærði ég
í Chicago.“
– Geturðu skýrt það nánar?
„Þegar litið er á efnahagslíf, þá
getur maður horft á það frá ólíkum
sjónarhornum, og maður verður að
spyrja sig hvert er grundvallaratriðið
og hvaða lögmál er undirliggjandi; er
það gjaldmiðillinn, gengið, inn-
byggðir hvatar í kerfinu eða traust?“
– Þú vannst síðan fyrir Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn, sem hefur sætt
gagnrýni fyrir að grípa inn í efnahag
ríkja með miklum niðurskurði, í
verstu tilfellum á heilbrigðis- og
menntakerfi, og fyrir að draga taum
frjáls markaðshagkerfis?
„Yfirleitt bregst sjóðurinn rétt við
– yfirleitt,“ segir Gros brosandi.
„Flest ríki sem leita á náðir sjóðsins
hafa gert sömu mistökin, rík-
isstjórnin hefur eytt of miklu, sem
skapar þenslu, verðbólgu og við-
skiptahalla við útlönd, og þá felst
lausnin í því að draga úr útgjöldum
og reyna að endurvekja traust fjár-
málamarkaðarins. Í flestum tilvikum
á það við rök að styðjast.“
– Þetta var um miðjan áttunda ára-
tuginn, á árunum 1983-86, og þú
fékkst við að greina Ísland, þar sem
geisaði óðaverðbólga.
„Já, ég var í Evrópudeildinni og
þar glímdu menn við spurninguna af
hverju laun á Íslandi færu sífellt
hækkandi og lækkandi. Við komumst
að því að sterkt samband væri á milli
fiskafla og launa. En þá var engin
neyðaraðstoð til Íslendinga; við vor-
um að eigin frumkvæði að fylgjast
með íslensku efnahagslífi. Og vanda-
málið fólst fyrst og fremst í hárri
verðbólgu og viðskiptahalla.“
– Þú hófst svo störf hjá Centre for
European Studies í Brussel?
„Já, og á árunum 1986-87 vann ég
að áætlun um hvernig ætti að koma á
fót evrópskum seðlabanka. Um svip-
að leyti komu upp hugmyndir um að
stofna myntbandalag, og menn gerðu
sér grein fyrir því að til þess þyrfti
sameiginlegan seðlabanka – þá vöktu
mínar hugmyndir áhuga. Ég var ekki
sá eini sem kom að þeirri vinnu, en ég
fékk tækifæri til að vinna með nefnd-
inni sem lagði drög að upptöku evr-
unnar.“
Reynslan í Svartfjallalandi
Erindi Gros hingað til lands var að
miðla af reynslu sinni frá Svartfjalla-
landi, en hann var fenginn þangað í
lok tíunda áratugarins til að aðstoða
landið við að skipta um gjaldmiðil.
„Þá hafði Svartfjallaland verið með
dínar ásamt Serbum, en enginn vildi
lengur eiga viðskipti með gjaldmið-
ilinn, gengið féll hratt og fjárfestar
voru að forða sér. Spurningin var sú
hvort það ætti að stofna nýja mynt,
myntráð eða taka einhliða upp er-
lenda mynt. Á þeim tíma var mynt-
bandalag í Evrópu, en evran ekki
komin til sögunnar. Ég taldi erfitt að
skapa grunn fyrir nýja mynt, þar
sem traustið væri ekki til staðar, og
því ráðlagði ég stjórnvöldum að taka
einhliða upp þýskt mark.“
– Hvernig var því tekið af þýskum
stjórnvöldum?
„Þau skiptu sér ekkert af því –
vildu ekkert af þessu vita. Og við
spurðum þau ekki – ríkisstjórnin
hrinti þessu bara í framkvæmd. Til
þess þurfti aðeins tæknilega út-
færslu. Ég var þar eina helgi, aflaði
mér grunngagna og kom aftur
nokkrum vikum síðar og lagði drög
að framkvæmdinni og lögum þar að
lútandi, sem voru samþykkt. Og
þetta gekk upp!“
Hann yppir öxlum.
„Þýskt mark varð löggiltur gjald-
miðill, send var flugvél til Frankfurt
til að sækja mörkin, þeim var dreift
og þar með var það afstaðið.“
– Hvaða ráð myndirðu gefa Íslend-
ingum núna?
„Ég held að þið ættuð að gera það
sama.“
– Af hverju?
„Á vissan hátt er vandamálið sem
þið glímið við stærra, en að sama
skapi auðveldara. Stærra af því að ís-
lenska bankakerfið er mjög stórt og
það er hálffrosið, ofneyslan var einn-
ig mikil og nú þarf að draga úr henni,
og svo hafið þið gert ein afdrifarík
mistök – þið hafið spurt Evrópusam-
bandið þúsund sinnum hvort þið
megið taka upp evru og 1001 sinni
fengið neitun!“
Hann brosir.
„En þið spurðuð fyrir fall banka-
kerfisins og nú er þörfin brýnni en
nokkru sinni fyrr.“
– Þannig að við eigum bara að
senda flugvél til Frankfurt?
„Eða Brussel eða Dublin.“
Hætta á hruni
Gros gefur lítið fyrir umræðu um
að ganga í Evrópusambandið.
„Þið getið það ekki. Það þarf að
semja fyrst og síðan samþykkja að-
ildina af 27 þjóðþingum. Það tekur
minnst þrjú ár. Samningaviðræður
geta gengið vel ef þið semjið um að
gefa frá ykkur yfirráð yfir fiskimið-
unum og að greiða stjórnvöldum í
Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi
fyrir Icesave. Engu að síður þurfa 27
þjóðþing að samþykkja og ómögulegt
er að vita hvort einhver dregur það á
langinn. Ísland er ekki í forgangi hjá
ríkjum eins og Búlgaríu, Portúgal
eða Grikklandi. Og fyrst þurfa Írar
að samþykkja Lissabon-sáttmálann –
fyrr gerist ekkert.“
– Höfum við að þínu mati ekki efni
á að bíða?
„Þið eruð ekki lengur með virkt
efnahagslíf. Ef þið bíðið í þrjú ár, þá
skapar það hættu á efnahagslegu
hruni. Ef þið fáið efnahagsaðstoð Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, þá getur það
skapað stöðugleika í gengi og
kannski efnahagslífinu, en á end-
anum verða erlendar skuldir him-
inháar. Það er eðli Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins – þið fáið peninga, en það
er lán og þið þurfið að endurgreiða
það. Önnur ríki vilja að þið takið lánið
svo þið getið greitt þeim fyrir Ice-
save.“
– Hvað ef ESB grípur til refsiað-
gerða gagnvart Íslendingum?
„ESB getur það ekki. Þið hafið
EES-samninginn og samkvæmt hon-
um er ekki hægt að grípa til slíkra að-
gerða, nema þið hafið brotið gegn
samningnum, og í honum stendur
ekkert um gjaldmiðla. Helsti ókost-
urinn er vissulega að ESB gæti mis-
líkað þessi ráðstöfun pólitískt, en það
þýðir ekki að unnt sé að beita neinum
refsiaðgerðum eða að Ísland geti ekki
gengið í ESB.“
Hinn daginn!
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun
ekki skipta sér af því, þótt Íslend-
ingar taki einhliða upp evru, að sögn
Gros.
„Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er
hlutlaus og með evru hafið þið þegar
uppfyllt eitt af þeim markmiðum sem
sjóðurinn hefur sett; gjaldmið-
ilsskiptin auka ekki skuldir og tak-
marka því hallann. Það þarf hvort eð
er að grípa til aðgerða.“
– Yrði einhliða upptaka evru kostn-
aðarsöm?
„Hún er frekar ódýr. Það nota fáir
krónuna, heildarpeningamagn í um-
ferð er aðeins 20 milljarðar króna,
flestir eru með greiðslukort, svo það
er auðvelt að skipta yfir í evrur með
gjaldeyrisforða Seðlabankans.“
– Gætum við tekið upp evru á
morgun?
„Hinn daginn! Það þarf einn dag í
undirbúning til þess að gera þetta al-
mennilega. Það er æskilegt að ganga
fyrst frá fyrirkomulagi um að létta á
skuldum heimila og fyrirtækja. Nú
eru þau tæknilega gjaldþrota og búið
að frysta lánin. Það er ekki hægt
endalaust. Það verður að setja lög,
þar sem afborganir verða lækkaðar
af erlendum lánum, og því sem eftir
stendur dreift á yfir 50 ár. Ef það er
gert strax í byrjun, þá er hægt að ná
efnahagslífinu aftur á skrið.“
– Hvað þyrftir þú langan tíma ef
þú tækir þetta að þér?
„Tvær vikur. Með góðum hópi sér-
fræðinga væri það hægt á tveimur
vikum.“
Ekki trúverðugleiki
Aðspurður á hvaða gengi eigi að
skipta út krónunni segist Gros ekki
nógu fróður um launastigið í landinu
eða viðskiptajöfnuðinn; það sé við-
kvæmt jafnvægi, sem þurfi að vera
hagstætt fyrir útflutningsatvinnu-
vegina og létta jafnframt á skuldum.
– En gengi krónunnar er mun
lægra í Evrópu en hér?
„Það er svartamarkaðsverð í Evr-
ópu, ekki raunverulegt verð. Þetta
eru lítil viðskipti og menn vilja losna
út úr krónunni hvað sem það kostar –
þeir vilja ekki Ísland á bókum sínum,
þó að þeir þurfi að selja fyrir næstum
ekkert. Svo eruð þið með höft í Seðla-
bankanum, sem ég þarf að skoða
nánar. Maður lærir það í Chicago að
þegar markaðirnir eru tveir, þá er
ekki nóg að líta á annan.“
– Seðlabankinn yrði þá ónauðsyn-
legur?
„Hann gæti verið til áfram. Þannig
er það í Svartfjallalandi. En þar gefst
nógur tími til að sinna áhugamálum!“
– Hvað um að festa gengi krón-
unnar við annan gjaldmiðil með
myntráði?
„Þið hafið ekki nógu mikinn trú-
verðugleika ennþá, ekki eftir það sem
hefur gerst hér! Ég útiloka það ekki í
framtíðinni. Ef efnahagslífið nær sér
aftur á strik og með aðhaldi í rík-
isfjármálum, þá væri hægt að velta
því fyrir sér, en í dag gengur það
ekki.“
Hann staldrar við.
„Þetta eru grunnatriðin. Fram-
undan er að ná samningum við lán-
ardrottna gömlu bankanna og vegna
Icesave – mögulega ESB. Ef þið tak-
ið einhliða upp evru, þá getið þið gef-
ið ykkur tíma til að ná góðum samn-
ingum, annars er hætta á að
ríkisstjórnin skrifi undir hvað sem
er.“
Íslendingar taki einhliða upp evru
Sjálfstæði Svartfellingar fagna
sjálfstæði landsins, sem tók upp
þýskt mark sem gjaldmiðil.
Hagfræðingurinn „Ef þið takið einhliða upp evru, þá getið þið gefið
ykkur tíma til að ná góðum samningum.“
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Í HNOTSKURN
»Svartfjallaland er tvisvarsinnum fjölmennara ríki
en Ísland.
»Það lýsti yfir sjálfstæði fráSerbíu árið 2007 og tók
einhliða upp þýskt mark.
»Efnahagslífið er ekki einsþróað í Svartfjallalandi og
þar var nánast ekkert banka-
kerfi.