Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt 20 gr. laga VR auglýsir kjörstjórn eftir framboðum til formanns og í stjórn og trúnaðarráð félagsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt erindi til kjörstjórnar á skrifstofu VR. Skrifleg meðmæli 10 félagsmanna þarf vegna framboðs til formanns og til setu í stjórn. Framboð til setu í trúnaðarráði er hægt að senda rafrænt á kjorstjorn@vr.is Framboðsfrestur er til kl. 12:00, 22. desember 2008. Kjörstjórn Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? SYKEPLEIERE SØKES TIL NORGE Xtra personell Care er et av Nordens ledendebe- manningsbyråer innen pleie- og omsorgsyrker. Xtra personell Care har oppdrag av både kort og lang varighet på sykehus, sykehjem og hjemme- sykepleie. Vi har oppdrag mange forskjellige steder i Norge. Som vikar hos oss kan du selv få bestemme når og hvor og hvor mye du vil jobbe. Ta kontakt med oss på telefon +47 02360 eller e-post: anne.lise.strau- me@xtracare.no. Smiðjuveg 30, Rauð gata, 200 Kóp. S. 577 6400 Til Sölu eða leigu á Akureyri iðnaðarhúsnæði að Njarðarnesi 1. Stærð er 320-790 fm. Hátt til lofts, 6 innkeyrsluhurðir, flísar á 320 fm. Uppl. Vilhelm S. 461 2010 Gellir fasteignasala LANDBÚNAÐAR- og sjávarútvegsmál hafa verið helsti þyrnir í augum ESB- andstæðinga og í raun bannástæða þess að málið sé tekið á dag- skrá. En þurfum við að óttast þessa mála- flokka? Í aðild- arviðræðum við Svíþjóð og Finnland var komið á sérstakri skilgreininu um heimskautalandbúnað sem felur í sér viðbótarstyrki við innlendan landbúnað norðan 62. breidd- argráðu. ESB mun því styðja við þann landbúnað. Frelsi í innflutningi yrði takmarkað á tilteknum afurð- um, mjólk og kjöti, og sérstaða landsins yrði virt hvað varðar sjúk- dómahættu. Sjávarútvegsmálin eru flóknari, en þó ekki, ef grannt er skoðað. Sjávarfang er takmörkuð auðlind og þess vegna eru reglur til að tryggja sem hagkvæmasta nýtingu óhjákvæmilegar. Andstæðingar ESB hafa haldið því fram að við get- um „aldrei sætt okkur við fisk- veiðistefnu ESB“ og „við missum yf- irráðin yfir auðlindinni í hendur útlendinga“. Staðfesting á fiskveiðikvóta ESB er miðlæg og tekin í Brussel. Það er rétt. Það er gert til að tryggja að þær aðildarþjóðir sem eiga kvóta á sameiginlegum miðum gangi ekki of nærri fiskistofnunum, heldur styðj- ist við vísindalega nálgun. Víðtækur samráðsferill milli ESB og þess svæðis sem hagsmuni hefur af veið- unum er þó undanfari ákvörðunar. Að því er Íslandsmið varðar yrði leitað til Íslands, Hafró, sem sér- fræðings og íslenskra hags- munaaðila, þ.e. útgerðar, sjómanna og verkafólks. Reglan um „hlutfalls- legan stöðugleika“ tryggir aðild- arlöndum fasta aflahlutdeild í heild- arkvóta út frá sögulegum áunnum réttindum og reglan um „frjálsan aðgang“ tryggir að jafnræðis sé gætt milli þjóða, m.a. á grundvelli reglunnar um „veiðireynslu“. Fisk- veiðistefnan á þannig að tryggja grundvall- arsjónarmið. Hún er ekki fyrimæli að ofan heldur staðfesting á því að jafnræðis sé gætt. Sérstaða Íslands í þessu samhengi er aug- ljós: ESB-þjóðir eiga ekki, samkvæmt eigin reglum, rétt á neinum kvóta í íslenskri fisk- veiðilögsögu. Við þurf- um, af þeim ástæðum, ekki að óttast um ís- lenskan sjávarútveg við aðild. Með ESB-aðild fengjum við aðgang að ákvarðanaferlinu um fiskveiðistefn- una, sem nær lengra en til úthlut- unar á kvóta. Fiskveiðistefnan þarf staðfestingu ráðherraráðs ESB og þar mun sjávarútvegsráðherra Ís- lands sitja við borðið. Drög að stefn- unni eru unnin í „ráðgjafanefnd ESB um sjávarútveg og landbún- aðarmál“ sem er fulltrúaráð þar sem Ísland hefði sinn fulltrúa. Full- trúaráðið tekur mið af sjónarmiðum fjögurra vinnuhópa; um auðlindina, um fiskeldi, um markaðsmál og um þverfagleg atriði. Fulltrúa frá Ís- landi er reyndar sárt saknað í þeim hópi, þar sem framlag Íslands til fiskveiðimála skiptir Evrópu miklu. Vinnuhóparnir eru m.a. tilnefndir af evrópskum hagsmunaaðilum, t.d. Samtökum evrópskra stéttarfélaga í matvælaiðnaði o.fl., EFFAT, f.h. þjóðlegra aðila, en það er einmitt að þeim vettvangi sem Starfsgreina- sambandið hefur komið. Það eru gild rök fyrir ESB-aðild Íslands, að þá yrði tryggður farveg- ur fyrir sjónarmið starfsfólks í sjáv- arútvegi, fiskvinnslu og matvælaiðn- aði á Íslandi, langt umfram það sem nú er. Þetta byggist á því að við mót- un fiskveiðistefnunnar skiptir máli hverjir hagsmunir viðkomandi svæðis eru vegna atvinnugrein- arinnar sem slíkrar á því svæði. Að- ild að ESB mundi einnig opna leið að styrkjakerfi ESB í sjávarútvegs- greinum. Það er alveg ljóst að Ísland yrði skilgreint eitt svæði, ein ver- stöð, sem hefði verulegra hagsmuna að gæta við mótun fiskveiðistefnu ESB. Ekki verður heldur séð að fiskveiðstefna ESB stríði gegn hags- munum Íslands um ábyrgar veiðar þar sem vísindalegt mat, markvisst eftirlit, hagkvæmi og umhverfissjón- armið eru lykilatriði. Þetta á einnig við um þá þætti sem fjalla um fisk- eldi og um „bragð af sjávaraf- urðum“, þ.e. aukna neyslu og aukna markaðashlutdeild sjávarfangs mið- að við önnur matvæli sem og já- kvæða, umhverfishreina ímynd greinarinnar. Fiskveiðistefnan sem á sér rætur í hagsmunum viðkomandi svæða ger- ir einnig ráð fyrir raunverulegum efnahagslegum tengslum útgerðar við svæðið. Þó ekki megi mismuna eftir þjóðerni í ESB, er gert ráð fyr- ir að komið sé í veg fyrir kvótahopp og að helmingur landana sé í heima- höfn, þar sem helmingur sjómanna hefur varanlega búsetu. Auðvitað eru þessar reglur til þess fallnar að takmarka frelsi útgerðanna, sem skýrir e.t.v. andstöðu LÍÚ. Hags- munir landverkafólks og sjómanna eru hins vegar ótvíræðir. Hags- munir byggða og starfsgreina eru teknir fram yfir sérhagsmuni ein- stakra útgerða. Auðlindin er okkar allra, þótt íslenskir kvótaeigendur fari nánast með þá auðlind eins og þeim sýnist í dag. ESB-aðild mundi hefta það frelsi. Helstu hætturnar sem snúa að landbúnaðar- og fisk- veiðistefnu ESB virðast ýktar. Ekki ætti að vera vandkvæðum bundið að tryggja hagsmuni Íslands í aðild- arviðræðum. Til þess stendur vilji verkalýðshreyfingarinnar. Það stað- festi nýafstaðinn ársfundur ASÍ með afgerandi hætti. Þær viðræður verð- ur að hefja strax, staða efnahags- mála krefst þess. Fiskveiðistefnan er engin hindrun. Það er ekkert að óttast fyrir fullvalda þjóð. Hvers vegna Evrópusambandið? Skúli Thoroddsen skrifar um fisk- veiðilögsögu Íslend- inga og ESB-aðild » Það eru gild rök fyrir ESB-aðild Íslands, að tryggja farveg fyrir hagsmuni starfsfólks í fiskvinnslu og mat- vælaiðnaði langt um- fram það sem nú er. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Skúli Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.