Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 42
42 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Setjið aldrei servéttu utan á kerti Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Kjörið atvinnutækifæri Hverfisverslun í mjög góðum rekstri er til sölu. Mikill stígandi í sölu síðastliðin ár. Er rekin í eigin húsnæði með velþekkta staðsetningu. Gott tækifæri fyrir fjölskyldur að reka saman. Mjög góð ímynd fylgir nafninu. Allar upplýsingar í síma 861-3280 eða arnar@atlanta.is d s                        BLAÐAMENN hafa verið á eftir mér líkt blóðsugur í von um krassandi lýsingar á upplifun minni á ofbeldi lög- reglunnar í mótmæl- um 8. desember í Al- þingishúsinu. Auk þess að vilja endilega finna leiðtoga fyrir einhvern hóp sem ég er álitinn til- heyra. Svarið er einfalt, við þurf- um enga „leiðtoga“, enga Geir Haarde eða Davíð Oddssyni. Samkvæmt lögum hefur lög- reglan rétt til þess að beita valdi svo fremi hún gangi ekki of langt. Mótmælendur voru óvopnaðir, það ofbeldi og niðurlæging sem þeir voru beittir var ekki í samræmi við það. En ég hef engan áhuga á að tala um illa meðferð af hálfu lögreglu, ekki nema það geti bætt stöðu þeirra í næstu kjara- viðræðum. Skylda þeirra er að stoppa jafnvel þá sem berjast fyr- ir okkar sameiginlegu réttindum. Sögur um meiðsl lögreglu tel ég einungis veika tilraun til þess að rakka niður málstað mótmælenda. Það er háðslegt að lögreglustjóri skuli hvetja mótmælendur til þess að kæra til ríkissaksóknara. Mað- ur þarf að vera tíu ára og kyrktur af lögreglu til þess að eiga von á að fá rétti sínum framgengt. Þegar ég kom í Alþingi 8. des- ember síðastliðinn brá mér heldur í brún þegar ég sá að löggjaf- arvaldið virðist ekki treysta lög- regluvaldinu okkar. Óbreyttir borgarar eru þar við störf og kallast þing- verðir. Þeirra er að sjá um öryggi alþing- ismanna, en án lög- regluvalds. Þeir minna einna helst á möltu- verði Vatíkansins. Og hinn 8. desember voru það þingverðir sem tóku á móti fólki með ofbeldi að fyrra bragði, og hindruðu þar með framgang þeirra táknrænu mót- mæla sem áttu að eiga sér stað. Mega sumir útvaldir einstaklingar lúskra á öðrum án þess að hafa lagalega heimild til þess? Ber ráðamönnum ekki að sýna gott fordæmi, án spillingar, án lög- brota? Ég vil koma að nokkrum leið- réttingum á fréttum mánudagsins. Í fyrsta lagi er enginn hópur sem kallast aðgerð-aðgerð. Það er eng- inn leynilegur klúbbur né hópur og því ekkert nafn. Hópurinn á mánudaginn var ekki nema að litlum hluta sömu einstaklingar og á þriðjudaginn. Fjöldinn hér á landi sem vill annað en hreina gróðahyggju er meiri en svo að rúmist í einum hópi fólks. Ætli Siv Friðleifs hafi eitthvað slæmt á samviskunni fyrst hún faldi sig fyrir aftan þingpallana? Þökk auknum vörnum í fílabeinst- urninum var engin yfirlýsing lesin, enginn boðskapur fluttur. Ólíkt því þegar Össur hélt ræðu sína forðum. Siv hafði ekkert að óttast en Björn Bjarnason er líklega ánægður að hafa fengið tækifæri til að viðra dýra sérsveit sína og græjur hennar. Lögreglan vill meina að þetta hafi verið hópur ungmenna, rétt skriðinn af koppnum, í skemmdar- og slagsmálaleit. Þarna var hins vegar hópur fólks á ýmsum aldri, fullsaddur af valdníðslu, sem tók ábyrga og yfirvegaða ákvörðun um pólitísk mótmæli. Handteknir mótmælendur voru níu talsins, (þar ber okkur ekki einu sinni saman við lögregluna) allt frá menntaskólanema upp í móður á fertugsaldri, sem lifðu öll fjögurra tíma niðurlægingu og yfirheyrslur fyrir það eitt að hafa gengið inn á Alþingi og neitað að ganga út fyrr en hleypt yrði inn á þingpalla. Níu vikur funda og skrifa hafa sýnt að stjórnvöld eru heyrn- arlaus, vonandi ekki blind. Þá er lyktin ein eftir. Fílabeinsturninn Andri Leó Lem- arquis skrifar um mótmæli » Þökk auknum vörn- um í fílabeinsturn- inum var engin yfirlýs- ing lesin, enginn boðskapur fluttur. Ólíkt því þegar Össur hélt ræðu sína forðum. Andri Leó Lemarquis Höfundur er námsmaður. FLUGVÖLL- URINN í höfuðborg- inni hefur mikla þýð- ingu fyrir okkur, sem búum á landsbyggð- inni. Staðsetning vallarins í Vatnsmýr- inni er afar þýðingarmikil vegna nálægðar við stjórnsýslu landsins en þó sérstaklega Landspítala – háskólasjúkrahús. Íbúar lands- byggðarinnar eru í miklum tengslum við Reykjavík vegna stjórnsýslu, þjónustu og viðskipta á höfuðborgarsvæðinu. Ísland er fámenn þjóð, sem nýta þarf fjármuni sína á sem skyn- samlegastan hátt. Sambærileg flugþjónusta við landsbyggðina og nú er rekin í Vatnsmýri verður ekki byggð upp á öðrum stöðum á landinu. Höfuðborgin hefur því miklum skyldum að gegna gagn- vart öllum íbúum landsins. Ná- lægð flugvallarins í Vatnsmýrinni við sjúkrahús er besta röksemdin fyrir að halda honum þar áfram á meðan Landspítalinn verður starf- ræktur á þeim stöðum sem hann er í dag. Flutningi fylgdi óöryggi Ef finna á flugvelli höfuðborgarinnar nýj- an stað verður að skoða staðsetningu sjúkrahúsanna um leið. Heilbrigðisþjón- usta á landsbyggðinni er ekki í stakk búin til að takast á við alvarlega sjúkdóma og bráðatilfelli. Því verður að koma bráðasjúklingum sem ekki er hægt að meðhöndla í heima- byggð undir læknishendur í Reykjavík á sem skemmstum tíma. Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur hefði því í för með sér aukið óöryggi í heilbrigð- ismálum fyrir íbúa á landsbyggð- inni og óhagræði vegna lengri ferðatíma farþega til og frá borg- inni. Skyldur höfuðborgarinnar Síðan má spyrja þeirrar ein- földu spurningar hvort borgaryf- irvöld vilji í raun og veru leggja niður flugstarfsemi í Reykjavík og draga þannig úr gildi Reykjavíkur sem höfuðborgar landsins. Vilja borgaryfirvöld ekki tryggja öllum landsmönnum greiðan aðgang að þjónustu, viðskiptum og stjórn- sýslu sem er til staðar í Reykja- vík? Reykjavík mun ekki rísa jafn- vel undir nafni sem höfuðborg Íslands verði flugvöllurinn fluttur úr borginni. Milli Hafnar og Reykjavíkur fljúga mörg þúsund manns á hverju ári. Höfuðborgin hefur skyldum að gegna við þetta fólk. Flugvöllurinn í höfuðborginni Hjalti Þór Vign- isson skrifar um gildi Reykjavík- urflugvallar fyrir landsbyggðina »Reykjavík mun ekki rísa jafnvel undir nafni sem höfuðborg Ís- lands verði flugvöllurinn fluttur úr borginni. Höfundur er bæjarstjóri á Hornafirði. Fréttir á SMS Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.