Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 22
22 Samfélagsmál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is P aul Hawken er staddur hér á landi ásamt öðrum þekktum umhverf- isverndarsinna, John Picard. Hawken þykir vera einn atkvæðamesti fræða- og athafnamaður á sviði sjálfbærrar þróunar, tengslamyndunar og sprotavaxtar. Hawken er eftirsóttur ráðgjafi út um allan heim og hefur hjálpað stöndugum fyrirtækjum og opinberum stofnunum að umbreyta afstöðu sinni og ímynd. Hann hefur ýmsar hugmyndir um framtíð Ís- lands, lands sem hann segir standa á tímamótum í bankakreppunni. „Sú staðreynd að stór hluti efna- hags Íslands byggðist á einni at- vinnugrein gerði landið sérstaklega viðkvæmt fyrir kreppunni og banka- starfsemin var heldur ekki stöndug. Það má segja að Íslendingar hafi verið með of mörg egg í einni og sömu körfunni og eggin voru heldur ekki góð. Vöxtur íslensku bankanna var áhættusamur og byggðist á sí- felldri útlánaaukningu,“ segir hann. „Þetta er líka viðvörun til Íslands hvað varðar álframleiðslu. Hug- myndin um að opna landið fyrir tveimur álverksmiðjum í viðbót stendur fyrir sömu hugsuninni og áður, of mörg egg í sömu körfu,“ út- skýrir Hawken, sem spyr hvort Ís- lendingar vilji horfa fram á veg eða til baka. Álið áhættufjárfesting „Fólkið sem segir Ísland þurfa að hugsa um umhverfið en þurfa líka að fá störf núna í áliðnaði er að horfa til lausna fortíðarinnar. Ég held því fram að umhverfið sé hin hagnýta framtíðarfjárfesting en álið sé áhættufjárfesting. Í heiminum fjölg- ar sífellt fólki sem deilir minni gæð- um. Fiskur, vatn, jarðvegur, matur og orka fer sífellt minnkandi á ein- stakling. Ennfremur eru líka stöðugt færri óspilltir staðir. Íslenskur áliðn- aður felur það í sér að nota græna orku, sem er sjaldgæf orka í heim- inum, og nota hana til að niðurgreiða starfsemi stórra alþjóðafyrirtækja næstu 30-40 árin. Af hverju í ósköp- unum ætti Ísland að vilja selja þessa orku í langtímasamningi þegar eft- irspurnin eftir grænni orku og því sem hún getur skapað á aðeins eftir að aukast? Af hverju ætti Ísland að leggja framtíð sína undir það að búa til bjórdósir? Þetta er ekki fjárfest- ing sem að mínu áliti á eftir að skapa öryggi fyrir Íslendinga,“ segir Haw- ken og ítrekar að Íslendingar ættu að nota orkuna í eitthvað annað. Landið verður verðmætara „Ísland á tvær auðlindir, landið og fólkið sjálft. Landið á aðeins eftir að verða verðmætara vegna sérstöðu þess og hreinleika,“ segir hann og heldur áfram: „Ísland er góð upp- spretta vitneskju, nýsköpunar, hug- myndaauðgi, athafnamennsku og menntunar og þetta á heldur að nið- urgreiða.“ Hann segir áskoranirnar sem Ís- land mætir vera í takt við þær sem aðrar eyþjóðir þurfi að takast á við. „Eylönd þurfa að vera útsjónarsam- ari en meginlandsþjóðir. Þau þurfa að hugsa um útflutningsiðnað og þekkingu. Íslensk fyrirtæki geta til dæmis flutt út þekkingu í sambandi við jarðhita. Þau eru meðal þeirra bestu í heiminum vegna þess að þau byrjuðu snemma.“ Hann segir eyþjóðir vera meðvit- aðri um inn- og útflutning. „Eylöndin geta náð lengra fyrr vegna þess að þau eru meðvituð um að þau þurfa að flytja inn bensín og matvöru. Þjóð- irnar hafa hvata til þess að verða sjálfum sér nægari. Á meginlandi Evrópu eða í Bandaríkjunum, Kan- ada og Mexíkó eru hlutir fluttir fram og til baka án þess að fólki spái í það. Þú getur alltaf komið ruslinu þínu fyrir einhvers staðar.“ Hawken segir framtíðina vera í grænni tækni (cleantech) og segir hana vera ört vaxandi svið í fjárfest- ingum. Áhættufé hefur leitað í slíka sjóði undanfarin ár og hafa þeir margir gefið góða ávöxtun. „Það er sprenging í sambandi við tækni sem er frumleg og sniðug, sparar orku og efni og er minna mengandi. Það er leið framtíðarinnar. Mér þykir það leitt að það skuli ekki vera álið. Græn tækni snýst um að endurskipuleggja iðnaðarstarfsemi í heild sinni. Ísland þarf að ákveða núna hvort það vill færast nær þessari framtíð eða fjár- festa í því sem skapar hugsanlega skammtímaöryggi.“ Græn tækni er framtíðin Umhverfisverndarsinninn, frumkvöðullinn og rithöfundurinn Paul Hawken er staddur hér á landi í boði Bjarkar Guðmundsdóttur og vefs- ins Nattura.info. Hann hefur ýmsar hug- myndir um framtíð Íslands og varar Íslend- inga við að veðja aðeins á einn álhest. ‘‘UMHVERFIÐ Á EFTIR AÐSKAPA MARGFALTFLEIRI STÖRF EN ÖLLNÁMUFYRIRTÆKI Í HEIMINUM Á NÆSTU FIMM TIL TÍU ÁRUM SJÁLFBÆR þróun er venjulega skilgreind sem þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okk- ar, án þess að stefna í voða mögu- leikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Skilgreiningin hér að framan er ættuð úr svonefndri Brundtland- skýrslu, sem birt var árið 1987 í bókinni Sameiginleg framtíð vor. Skýrslan var afrakstur alþjóð- legrar nefndar sem Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætis- ráðherra Noregs, veitti forstöðu en hlutverk nefndarinnar var fara yfir stöðu umhverfismála í heim- inum og gera tillögur um aðgerðir til að sporna gegn ofnýtingu og hnignun náttúruauðlinda. Hugmyndin um sjálfbæra þróun felur ekki í sér kröfu um skilyrð- islausa vernd náttúrunnar heldur snýst málið einfaldlega um velferð komandi kynslóða. Til langs tíma hlýtur velferð að byggjast á sam- spili og jafnvægi náttúrulegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Nánari upplýsingar og frekari fróðleik er að finna á environice.is. Sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir Skeifan, Smáralind, Kringlan, Hafnarfjörður, Selfoss, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Akureyri, Ísafjörður Aðeins 2.740kr. áður 5.480 kr. Aðeins 1.495kr. áður 2.990 kr. Aðeins 1.745kr. áður 3.490 kr. Aðeins 2.240kr. áður 4.480 kr. Aðeins 2.495kr. áður 4.990 kr. Aðeins 1.995kr. áður 3.990 kr. sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% Tilboðin gilda frá 11.12.08 til 16.12.08. Til þess að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar nýti sér tilboðin til innkaupa fyrir eigin verslanir má hver og einn viðskiptavinur aðeins versla þrjár bækur af einstaka titli. Sag a Bal durs Brjá nsso nar Töf ram ann s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.