Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 26
26 Bækur
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
M
b
l1
06
41
95
Síðumúla 3 · Reykjavík · 553 7355
Opið 11-18 virka daga, 11-17 lau. og 13-17 sun.
Gjafabréf
Gjöfin hennar
Frábært úrval af undirfatnaði:
Lepel, Lejaby, Charnos, Elixir, Panache,
Masqurade, DM, Pastunette.
Aðhaldsundirföt: Miraclesuit, NN-
Bodyslimmer.
Vinsælu Modal
náttfötin
- margir litir
Glæsilegt úrval
af sloppum,
velúr, flís, satín
Glæsilegur silki- og
satínnáttfatnaður
Frábært úrval
Opið alla daga til jóla Opið í dag, sunnudag, kl. 13-17
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
H
eildarsafn sálma og
ljóða Sigurbjörns Ein-
arssonar biskups kom
nýlega út hjá Skál-
holtsútgáfunni. Sig-
urbjörn, sem er eitt mesta sálma-
skáld Íslendinga á síðari tímum,
lést í ágústmánuði síðastliðnum.
Árið 1996 kom út bókin Sálmar og
ljóð Sigurbjörns biskups sem Frið-
rikskapella gaf út og er löngu upp-
seld. Á þeim árum sem liðin eru frá
þeirri útgáfu höfðu margir sam-
band við Sigurbjörn og óskuðu eft-
ir að bókin yrði endurútgefin og í
hana bætt ljóðum og sálmum eftir
hann frá árunum 1996-2008. Sig-
urbjörn hóf söfnun á því efni en
þegar hann veiktist í júlí á þessu
ári kom það í hlut tveggja sona
hans, Einars og Karls, að ljúka
söfnuninni ásamt Eddu Möller,
framkvæmdastjóra Skálholtsútgáf-
unnar. Hin nýja og aukna útgáfa á
sálmum og ljóðum Sigurbjörns ber
heitið Eigi stjörnum ofar og er
upphaf eins sálma Sigurbjörns:
Eigi stjörnum ofar
á ég þig að finna,
meðal bræðra minna
mín þú leitar, Guð.
Að sögn Einars Sigurbjörns-
sonar er þessi sálmur einn þekkt-
asti sálmur föður hans og hefur
meðal annars verið hluti ferming-
arfræðslu þjóðkirkjunnar frá 1975.
Meistari tungumálsins
Einar segir föður sinn alla tíð
hafa haft mikinn áhuga á skáld-
skap. „Hann var alinn upp við sög-
ur og ljóð. Amma hans, sem ól
hann upp, kunni mikið af kvæðum
sem hún fór gjarnan með. Þar skip-
uðu sálmar og vers mikinn sess,
ekki síst sálmar Hallgríms sem
pabbi lærði ungur og lifði með alla
ævi. Hann var mjög vel að sér í
verkum okkar helstu skálda og gat
farið með kvæði þeirra. Hann las
ætíð mikið af ljóðum og fylgdist
mjög vel með ljóðskáldum, ekki
síst þeim ungu. Hann vitnaði iðu-
lega í ljóð, til dæmis í predikunum
sínum. Sjálfur var hann mikill
meistari tungumálsins og mjög
ljóðrænn í framsetningu. Hann
fékkst við ljóðagerð þegar hann
var unglingur og einhver skáld-
skapur er til eftir hann, meðal ann-
ars í skólablaði Menntaskólans í
Reykjavík, þar á meðal kerskn-
isvísur.
Elsta ljóð hans í bókinni nefnist
„Að kvöldi“ og birtist fyrst í Tíma-
ritinu Jörð árið 1934. Sjálfur sagði
pabbi að hann hefði að mestu hætt
að yrkja þar til hann tók sæti í
nefnd sem vann að útgáfu sálma-
bókarinnar sem kom út árið 1972
en í þeirri bók er fjöldi sálma eftir
hann, bæði frumortir og þýddir.
Mér skildist alltaf á pabba að Tóm-
as Guðmundsson skáld, sem sat í
nefndinni með honum, hefði hvatt
hann til að yrkja. Eftir að hann lét
af embætti orti hann marga sálma
og ljóð, ekki síst að beiðni tón-
skálda eða kórstjóra sem vantaði
texta við tónverk eða lög og fengu
hann ýmist til að yrkja eða þýða. Í
viðbætur við sálmabókina sem út
komu 1991 og 1997 bættust margir
sálmar við eftir hann. Yngsta ljóð
hans í bókinni er þýðing á sálmi
sem ortur var 1523 og er talinn
elstur lútherskra sálma. Það var
kona sem orti hann, Elísabeth
Cruciger, og var sálmurinn í fyrstu
íslensku sálmabókinni 1555 og líka
í Grallaranum. Sálmabókarnefnd
þjóðkirkjunnar bað pabba að þýða
hann að nýju í febrúar 2008. Og
þannig er um marga sálma hans að
þeir eru þýðingar á sígildum sálm-
um sem margir höfðu verið þýddir
á 16. öld en pabbi færði í nýjan
búning.“
Söngræn ljóð
Þegar Einar er spurður um ein-
kenni á ljóðum föður síns segir
hann: „Þau eru hefðbundin og þar
er farið eftir íslenskum brag-
reglum. Þeir eru blátt áfram og á
einföldu máli eins og dr. Margrét
Eggertsdóttir lýsir í inngangi sín-
um að ljóðabókinni. Pabbi hafði
líka mjög gott eyra fyrir tónlist og
ljóð hans eru mjög söngræn og oft
miðuð við tiltekin lög sem söng-
stjórar eða tónlistarfólk hafði beðið
hann að yrkja við eða hann orti við
lag sem hann hafði sjálfur heyrt og
hrifist af. Í predikunum sínum var
hann alltaf mjög persónulegur og
talaði beint til fólks. Í ljóðum sín-
um og sálmum er hann jafn per-
sónulegur og hrífur aðra með sér.“
Talaði beint til fólksins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kveðskapur biskups „Mér skildist alltaf á pabba að Tómas Guðmundsson
skáld hafi hvatt hann til að yrkja,“ segir Einar Sigurbjörnsson.
Morgunblaðið/RAX
Skáldið Sigurbjörn Einarsson.