Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 29
urnar þegar sokkurinn er farinn að slitna og prjóna nýjan framleist. Prjónamorð með fingravettlingum Sjálf lærði hún að hekla þegar hún var um tíu ára gömul. Hún heklaði slefsmekki á bróður sinn, sem þá var nýfæddur. „Það fyrsta sem ég man eftir að hafa prjónað er jólasveinn. Þetta var hólkur og ég gerði hann upp úr mér,“ rifjar hún upp með bros á vör. Brosið hverfur þó þegar hún minnist handavinnu í 11 ára bekk. „Við vor- um látin prjóna fingravettlinga! Finnst þér það ekki andstyggilegt? Þetta varð áreiðanlega til að drepa niður framtíðarprjónaáhuga hjá meirihlutanum af þeim sem í þessu lentu,“ segir hún en það þarf varla að taka það fram að það eru engar uppskriftir að fingravettlingum í bókinni. Ragnheiður fór að prjóna meira eftir að hún varð bakveik, þegar hún bjó í Stokkhólmi og þurfti að vera frá vinnu. „Halldóra hvatti mig til að prjóna meira og taka myndir af því sem ég prjónaði. Þá byrjaði ég með prjónabloggið mitt lesprjon.blogspot.com. Þetta var mín eigin iðjuþjálfun.“ Hún segir að prjónið hafi gert henni gott en sjálfstraustið fjari út með því að vera frá vinnu lengi og vera með verki. „Prjónið var alveg rosalega góð þerapía og ég ráðlegg öllum sem þurfa að ganga í gegnum eitthvað svipað að gera þetta,“ seg- ir hún og má sannarlega mæla með prjóni í atvinnuleysinu, sem fer nú vaxandi. Ragnheiður og Halldóra fóru að gæla við hugmyndina um útgáfu bókarinnar fyrir tveimur og hálfu ári. „Við vildum deila gleðinni og frelsa fleiri sálir! Mesta áskorunin fyrir mig var að skrifa niður upp- skriftir, aðferðir og lýsingar. Hall- dóra er betri í því enda vön kerf- isbundnum vinnubrögðum í líffræðinni. Fyrstu myndirnar tók- um við síðan úti í Svíþjóð fyrir einu og hálfu ári en það var ekki fyrr en í lok október sem við ákváðum að gefa bókina út núna.“ Til þess fengu þær m.a. til liðs við sig Helgu Jónu Þórunn- ardóttur, eiganda hannyrðaversl- unarinnar Nálarinnar við Lauga- veg en bókin fæst m.a. þar. „Margar uppskriftirnar voru prjónaðar úr garni sem fæst ekki á Íslandi. Við fengum hana til að mæla með garni sem gæti hentað í staðinn því sumir vilja fá nákvæm- ar upplýsingar um slíkt.“ Ragnheiður og Halldóra hvetja þá sem prjóna flíkurnar í bókinni eða fá góðar hugmyndir úr henni til þess að mynda afraksturinn og senda myndir og upplýsingar á prjoniprjon@gmail.com. Þær ætla í kjölfarið að birta myndir á blogg- inu og segja frá. Allt gert til þess að breiða út prjónaboðskapinn. kis ‘‘VIÐ VILJUM HVETJAFÓLK TIL AÐ FÁ TILFINN-INGUNA FYRIR PRJÓNIOG FRELSA ÞAÐ ÚR VIÐJUM UPPSKRIFT- ANNA OG FÁ ÞAÐ TIL AÐ PRJÓNA ÞAÐ SEM ÞAÐ LANGAR Í. FÓLK NÁLG- AST PRJÓN OFT AF HRÆÐSLU OG LOTN- INGU OG LEGGUR EKKI Í AÐ BYRJA. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 RAGNHEIÐUR hvetur áhuga- sama til að mæta á prjónaviðburði til að fá stuðning. Hún segir Handprjónasambandið jafnan vera með fjölsótt prjónakaffi einu sinni í mánuði á Amokka í Kópavogi. Sjálf stendur hún fyrir prjóna- kaffi, sem er jafnan annan hvern laugardag í Nálinni við Laugaveg á milli 9.30 og 12. Vegna jóla og áramóta verður næsta prjónakaffi þó ekki fyrr en 10. janúar en þá verður þemað hvað fór í eða kom upp úr jólapökkunum. „Það er gaman að sjá hvað hinir eru að gera og maður fær margar hug- myndir,“ segir Ragnheiður um prjónakaffið. Til viðbótar hefur verið haldið prjónaglögg á Kaffi Hljómalind við Laugaveg á miðvikudögum frá kl. 19 nú í desember. Meðfylgjandi myndir voru teknar á síðasta prjónaglöggi. Ilmur Dögg Gísla- dóttir er skipuleggjandi uppá- komunnar en hún heldur enn- fremur úti síðunni prjona.net. Hún segir það skemmtilega iðju að prjóna saman. „Bæði er gaman að deila því með öðrum hvað er á prjónunum og einnig er hægt að fá góð ráð og hjálp ef maður er strandaður í erfiðri uppskrift,“ segir hún en á prjónasamkomum er sitthvað skrafað. „Líkt og venjulega þegar farið er á kaffihús er skrafað um allt milli himins og jarðar. Af hverju að sitja einn heima yfir prjónunum þegar hægt er að hitta aðra og prjóna!“ Ilmur byrjaði að prjóna fyrir al- vöru um 16 ára aldurinn og „voru það þá aðallega peysur með las- kaúrtöku og fékk ég iðulega að- stoð móður minnar við herlegheit- in. Síðast kláraði ég húfu úr léttlopa“, svarar hún aðspurð. Hún hvetur alla til að mæta á Hljómalind og segir um að gera að koma snemma en næsta prjónag- lögg verður miðvikudaginn 17. desember. Morgunblaðið/Kristinn Samvera Það var mikið skrafað á prjónaglögginu á Kaffi Hljómalind í vik- unni en þar skiptast prjónakonur líka á góðum ráðum. Prjónað saman Morgunblaðið/Kristinn Með á prjónunum Ilmur Dögg Gísladóttir byrjaði að prjóna af alvöru 16 ára gömul. Garðaprjónssjal Upplagt fyrir byrjendur. Prjónað á grófa prjóna sem gerir það opið létt og fljótunnið. Hekluð blóm Þessi eru kjörin gjöf að sögn Ragnheiðar. Hægt er að búa til nælu eða festa blómin á teygju. Gjöfin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.