Morgunblaðið - 24.12.2008, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.12.2008, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „ÉG var mjög heppinn á tíma og andstæð- ingar mínir líka, þannig að þetta var mjög tví- sýnt. Í seinustu umferð þurfti ég að vinna til að fá einvígi og það tókst nú, þannig að það var ákveðin heppni fólgin í þessu,“ segir Hjörvar Steinn Grétarsson, nýkrýndur ung- lingameistari Íslands í skák. Hjörvar er 15 ára gamall en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann nær glæstum árangri á skákmóti því hann er margfaldur meistari og hampaði m.a. þreföldum Norðurlanda- meistaratitli í skólaskák og náði 6.-15. sæti á Evrópumóti ungmenna í fyrra. Í þetta skiptið segist hann þó ekki hafa átt von á sigri. „Ég vissi að það voru margir sem stúderuðu mjög mikið fyrir þetta mót og að það yrði mjög sterkt. Ég var sjálfur númer tvö í styrkleika yfir mótið svo ég bjóst þess vegna ekki við að vinna þetta og sá sem var fyrir ofan mig, sem ég vann síðan í einvígi um titilinn, var mjög sterkur. Þannig að það þurfti bæði hæfileika og heppni,“ segir Hjörvar, skiljanlega ánægður með sigurinn. „Þetta var ekki auðvelt, þarna voru flestir þeir sterkustu á Íslandi, það vantaði kannski 2-3, svo þetta var mjög skemmtilegt mót.“ Hjörvar segist ekki hafa verið með sérstaka æfingaáætlun fyrir mótið, en það hafi hjálpað að vera kominn í jólafrí til að geta undirbúið sig betur. „Ég æfði mig samt ekkert spes, að- allega tvo andstæðinga sem voru sterkastir og ég vissi að ég þyrfti að æfa mig undir.“ Framundan hjá Hjörvari er skákmótið Reykjavík Open í mars og svo vonast hann til að fara út að keppa í sumar, en kreppan hefur sett sitt mark á Hjörvar eins og aðra. „Út af þessu efnahagsástandi er erfitt að fara út. Á seinasta ári fór ég til Moskvu í febrúar, það hefði verið mjög gaman að fara þangað aftur því það er með sterkustu mótum í heiminum. En ég ætla bara að bíða þangað til í sumar.“ Það er kannski eins gott því Hjörvar hefur nóg á sinni könnu næstu mánuði, enda klárar hann 10. bekk í vor og ætlar svo áfram í nám. „Það er planið að fara í Verzlunarskólann, á viðskipta- og hagfræðisvið. Það tengist dálít- ið skákinni og ég hef mjög gaman af því. “ Bæði hæfileikar og heppni  Hjörvar Steinn Grétarsson er unglingameistari Íslands í skák 2008  Státar af mörgum meistaratitlum en lætur samt námið ganga fyrir Morgunblaðið/Ómar Við skákborðið Hjörvar háði einvígi um tit- ilinn eftir spennandi keppni. Hann segist ekki hafa átt von á að vinna þetta mót. Í HNOTSKURN »Hjörvar hlaut 6 vinninga í 7 skák-um á mótinu, ásamt Guðmundi Kjartanssyni. Hjörvar vann svo einvígi þeirra á milli 1,5-0,5. »Guðmundur Kjartansson var þvíannar, og Daði Ómarsson þriðji á mótinu sem haldið var á sunnudag. FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is MEÐAL þeirra leiða sem komið hafa til greina til að auðvelda fjár- mögnun íslenskra fyrirtækja er að gefa erlendum eigendum skulda- bréfa í íslenskum krónum, svo- nefndra jöklabréfa, kost á að breyta bréfunum í lán til fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendri mynt. Er þá einkum vísað til orkufyr- irtækjanna og álveranna, sem hafa tekjur sínar aðallega í dollurum og evrum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur einnig komið til greina að skipta á jöklabréfunum og erlendum eignum lífeyrissjóðanna. Eftir að stjórnvöld settu hömlur á flutning gjaldeyris til og frá landinu hafa eigendur jöklabréfanna, aðal- lega erlendir fjárfestar, ekkert get- að hreyft við þeim. Um 300-400 milljarða króna er að ræða. Á sama tíma hafa lánalínur til íslenskra fyr- irtækja erlendis lokast og aðgangur að innlendu fjármagni er takmark- aður. Með því að losa um jöklabréfin með þessum hætti er það talið koma báðum aðilum til góða og draga úr áhættu þeirra, sér í lagi fyrirtækjum sem hafa tekjur í erlendri mynt. Myndu samningar þá ganga út á að halda bréfunum að hluta hér heima til ákveðins tíma, fyrirtækin myndu svo standa skil á bréfunum í erlendri mynt eftir tiltekinn tíma. Ekki einföld leið En þetta er þó ekki einföld leið og myndi m.a. kalla á að Seðlabankinn veitti undanþágu frá gjaldeyrislög- unum. Þar á bæ hefur þetta verið til skoðunar, án þess að ákvarðanir hafi verið teknar, sem og innan ríkis- bankanna. Eigendur jöklabréfanna eru ennfremur fjölmargir og þyrfti að afla samþykkis allra til að þessi ráðstöfun bréfanna gengi í gegn. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er talið ólíklegt að stjórnvöld hafi frum- kvæði að þessu, það yrði að koma frá fyrirtækjunum og eigendum bréf- anna til samans. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að þessi leið hefði komið til skoðunar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hana. Jöklabréfum breytt í lán?  Íslensk fyrirtæki með tekjur í erlendri mynt sýna eigendum jöklabréfa áhuga til að auðvelda fjármögnun  Ekki auðveld leið og ekki að frumkvæði stjórnvalda SAMKVÆMT frumvarpi að fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyr- ir árið 2009, sem lagt var fram í borgarstjórn á mánudag, er lagt til að gjaldskrá fyrir máltíðir í grunn- skólunum verði samræmd. Gjaldið hefur til þessa verið mismunandi eftir skólum, en yfirleitt á bilinu 250-300 krónur á dag. Að sögn Kjartans Magnússonar, formanns menntaráðs, stendur ekki til að hækka gjaldið, þó að tilefni hafi verið til þess vegna hækkunar á aðföngum. Verður samræmt gjald miðað við 250 krónur á dag, þá um 5.000 krónur á mánuði miðað við fullt fæði. Systkinaafsláttur verður veittur en aðeins greitt fyrir í mesta lagi tvö börn í fjölskyldu. Vegna mikilla hækkana á aðföngum kom ekki til greina, að sögn Kjartans, að bjóða upp á fríar skólamáltíðir í ljósi efnahagsástandsins. Fylgst verði vel með hvort beri á ein- hverjum uppsögnum á matar- áskrift. bjb@mbl.is Samræmt gjald fyrir skólamat KÓPAVOGSBÆR og sveitarfélagið Árborg hafa samið við Saga Capital fjárfestingarbanka um sölu og um- sjón á opnu skuldabréfaútboði á innlendum verðbréfamarkaði að því er segir í fréttatilkynningu frá Saga Capital. Þegar er búið að selja skuldabréf fyrir Kópavogsbæ fyrir alls 2,4 milljarða en bærinn stefnir að því að sækja sér alls þrjá millj- arða að láni með útgáfunni. Skulda- bréfaútboð Árborgar er þá upp á einn milljarð króna og er þegar bú- ið að selja 860 milljónir. Hyggjast sveitarfélögin með þessu tryggja sér fjármagn til framkvæmda á næstu misserum og mæta afborgunum eldri lána. Skuldabréfa- útboð ganga vel BANKARÁÐ Landsbankans ákvað á fundi sínum í vikunni að lækka laun Elínar Sigfúsdóttur, banka- stjóra Landsbankans, um 450.000 kr. Þetta staðfesti Elín í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gær. Elín er nú með 1.500 þúsund kr. í mánaðarlaun, en var með 1.950 þúsund kr. Auk þess hefur Elín bifreið til umráða, sem er í eigu bankans. Elín lækkar í launum Hvað eru jöklabréf? Jöklabréf nefnast á ensku „glacier bonds“ og eru skuldabréf sem er- lendir aðilar hafa gefið út í íslenskum krónum. Útgáfa þeirra hófst í ágúst 2005 og yfirleitt var samið við ís- lenskan banka um vaxta- og gjald- miðilsskipti. Nema þessi bréf nú hátt í 400 milljörðum króna. Af hverju er þessi leið til skoð- unar hjá fyrirtækjum? Íslensk fyrirtæki eiga í miklum erf- iðleikum með að fjármagna sig á er- lendum mörkuðum og aðgengi að fjármagni á Íslandi er takmarkað eft- ir að bankarnir hrundu í byrjun októ- ber síðastliðins. Hvernig stendur fjármögnun fyr- irtækja eins og Landsvirkjunar? Fyrirtækið hefur að langmestu leyti fjármagnað sig fyrir árið 2009 en þarf fjármögnun fyrir 2010-2013. S&S MAGN bréfapósts nú fyrir jól er mjög svipað því sem verið hefur undanfarin ár, að sögn Ágústu Hrundar Steinarsdóttur, forstöðumanns markaðs- og kynningardeildar Íslandspósts. „Við sjáum álíka mikið magn af bréfapósti og síðastliðin ár en það er einhver samdráttur í pökkum.“ Þyngd þess pósts sem Íslandspóstur hefur tekið við og sent í desember er um 1.200 tonn. Nægur mannskapur hefur verið til að bera út og að sögn Ágústu leggjast allir í fyrirtæk- inu á eitt til að allt gangi sem best fyrir sig. 1.200 tonn flæða um íslensk pósthús Morgunblaðið/Kristinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.