Morgunblaðið - 24.12.2008, Side 6

Morgunblaðið - 24.12.2008, Side 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „ÉG var mjög heppinn á tíma og andstæð- ingar mínir líka, þannig að þetta var mjög tví- sýnt. Í seinustu umferð þurfti ég að vinna til að fá einvígi og það tókst nú, þannig að það var ákveðin heppni fólgin í þessu,“ segir Hjörvar Steinn Grétarsson, nýkrýndur ung- lingameistari Íslands í skák. Hjörvar er 15 ára gamall en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann nær glæstum árangri á skákmóti því hann er margfaldur meistari og hampaði m.a. þreföldum Norðurlanda- meistaratitli í skólaskák og náði 6.-15. sæti á Evrópumóti ungmenna í fyrra. Í þetta skiptið segist hann þó ekki hafa átt von á sigri. „Ég vissi að það voru margir sem stúderuðu mjög mikið fyrir þetta mót og að það yrði mjög sterkt. Ég var sjálfur númer tvö í styrkleika yfir mótið svo ég bjóst þess vegna ekki við að vinna þetta og sá sem var fyrir ofan mig, sem ég vann síðan í einvígi um titilinn, var mjög sterkur. Þannig að það þurfti bæði hæfileika og heppni,“ segir Hjörvar, skiljanlega ánægður með sigurinn. „Þetta var ekki auðvelt, þarna voru flestir þeir sterkustu á Íslandi, það vantaði kannski 2-3, svo þetta var mjög skemmtilegt mót.“ Hjörvar segist ekki hafa verið með sérstaka æfingaáætlun fyrir mótið, en það hafi hjálpað að vera kominn í jólafrí til að geta undirbúið sig betur. „Ég æfði mig samt ekkert spes, að- allega tvo andstæðinga sem voru sterkastir og ég vissi að ég þyrfti að æfa mig undir.“ Framundan hjá Hjörvari er skákmótið Reykjavík Open í mars og svo vonast hann til að fara út að keppa í sumar, en kreppan hefur sett sitt mark á Hjörvar eins og aðra. „Út af þessu efnahagsástandi er erfitt að fara út. Á seinasta ári fór ég til Moskvu í febrúar, það hefði verið mjög gaman að fara þangað aftur því það er með sterkustu mótum í heiminum. En ég ætla bara að bíða þangað til í sumar.“ Það er kannski eins gott því Hjörvar hefur nóg á sinni könnu næstu mánuði, enda klárar hann 10. bekk í vor og ætlar svo áfram í nám. „Það er planið að fara í Verzlunarskólann, á viðskipta- og hagfræðisvið. Það tengist dálít- ið skákinni og ég hef mjög gaman af því. “ Bæði hæfileikar og heppni  Hjörvar Steinn Grétarsson er unglingameistari Íslands í skák 2008  Státar af mörgum meistaratitlum en lætur samt námið ganga fyrir Morgunblaðið/Ómar Við skákborðið Hjörvar háði einvígi um tit- ilinn eftir spennandi keppni. Hann segist ekki hafa átt von á að vinna þetta mót. Í HNOTSKURN »Hjörvar hlaut 6 vinninga í 7 skák-um á mótinu, ásamt Guðmundi Kjartanssyni. Hjörvar vann svo einvígi þeirra á milli 1,5-0,5. »Guðmundur Kjartansson var þvíannar, og Daði Ómarsson þriðji á mótinu sem haldið var á sunnudag. FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is MEÐAL þeirra leiða sem komið hafa til greina til að auðvelda fjár- mögnun íslenskra fyrirtækja er að gefa erlendum eigendum skulda- bréfa í íslenskum krónum, svo- nefndra jöklabréfa, kost á að breyta bréfunum í lán til fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendri mynt. Er þá einkum vísað til orkufyr- irtækjanna og álveranna, sem hafa tekjur sínar aðallega í dollurum og evrum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur einnig komið til greina að skipta á jöklabréfunum og erlendum eignum lífeyrissjóðanna. Eftir að stjórnvöld settu hömlur á flutning gjaldeyris til og frá landinu hafa eigendur jöklabréfanna, aðal- lega erlendir fjárfestar, ekkert get- að hreyft við þeim. Um 300-400 milljarða króna er að ræða. Á sama tíma hafa lánalínur til íslenskra fyr- irtækja erlendis lokast og aðgangur að innlendu fjármagni er takmark- aður. Með því að losa um jöklabréfin með þessum hætti er það talið koma báðum aðilum til góða og draga úr áhættu þeirra, sér í lagi fyrirtækjum sem hafa tekjur í erlendri mynt. Myndu samningar þá ganga út á að halda bréfunum að hluta hér heima til ákveðins tíma, fyrirtækin myndu svo standa skil á bréfunum í erlendri mynt eftir tiltekinn tíma. Ekki einföld leið En þetta er þó ekki einföld leið og myndi m.a. kalla á að Seðlabankinn veitti undanþágu frá gjaldeyrislög- unum. Þar á bæ hefur þetta verið til skoðunar, án þess að ákvarðanir hafi verið teknar, sem og innan ríkis- bankanna. Eigendur jöklabréfanna eru ennfremur fjölmargir og þyrfti að afla samþykkis allra til að þessi ráðstöfun bréfanna gengi í gegn. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er talið ólíklegt að stjórnvöld hafi frum- kvæði að þessu, það yrði að koma frá fyrirtækjunum og eigendum bréf- anna til samans. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að þessi leið hefði komið til skoðunar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hana. Jöklabréfum breytt í lán?  Íslensk fyrirtæki með tekjur í erlendri mynt sýna eigendum jöklabréfa áhuga til að auðvelda fjármögnun  Ekki auðveld leið og ekki að frumkvæði stjórnvalda SAMKVÆMT frumvarpi að fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyr- ir árið 2009, sem lagt var fram í borgarstjórn á mánudag, er lagt til að gjaldskrá fyrir máltíðir í grunn- skólunum verði samræmd. Gjaldið hefur til þessa verið mismunandi eftir skólum, en yfirleitt á bilinu 250-300 krónur á dag. Að sögn Kjartans Magnússonar, formanns menntaráðs, stendur ekki til að hækka gjaldið, þó að tilefni hafi verið til þess vegna hækkunar á aðföngum. Verður samræmt gjald miðað við 250 krónur á dag, þá um 5.000 krónur á mánuði miðað við fullt fæði. Systkinaafsláttur verður veittur en aðeins greitt fyrir í mesta lagi tvö börn í fjölskyldu. Vegna mikilla hækkana á aðföngum kom ekki til greina, að sögn Kjartans, að bjóða upp á fríar skólamáltíðir í ljósi efnahagsástandsins. Fylgst verði vel með hvort beri á ein- hverjum uppsögnum á matar- áskrift. bjb@mbl.is Samræmt gjald fyrir skólamat KÓPAVOGSBÆR og sveitarfélagið Árborg hafa samið við Saga Capital fjárfestingarbanka um sölu og um- sjón á opnu skuldabréfaútboði á innlendum verðbréfamarkaði að því er segir í fréttatilkynningu frá Saga Capital. Þegar er búið að selja skuldabréf fyrir Kópavogsbæ fyrir alls 2,4 milljarða en bærinn stefnir að því að sækja sér alls þrjá millj- arða að láni með útgáfunni. Skulda- bréfaútboð Árborgar er þá upp á einn milljarð króna og er þegar bú- ið að selja 860 milljónir. Hyggjast sveitarfélögin með þessu tryggja sér fjármagn til framkvæmda á næstu misserum og mæta afborgunum eldri lána. Skuldabréfa- útboð ganga vel BANKARÁÐ Landsbankans ákvað á fundi sínum í vikunni að lækka laun Elínar Sigfúsdóttur, banka- stjóra Landsbankans, um 450.000 kr. Þetta staðfesti Elín í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gær. Elín er nú með 1.500 þúsund kr. í mánaðarlaun, en var með 1.950 þúsund kr. Auk þess hefur Elín bifreið til umráða, sem er í eigu bankans. Elín lækkar í launum Hvað eru jöklabréf? Jöklabréf nefnast á ensku „glacier bonds“ og eru skuldabréf sem er- lendir aðilar hafa gefið út í íslenskum krónum. Útgáfa þeirra hófst í ágúst 2005 og yfirleitt var samið við ís- lenskan banka um vaxta- og gjald- miðilsskipti. Nema þessi bréf nú hátt í 400 milljörðum króna. Af hverju er þessi leið til skoð- unar hjá fyrirtækjum? Íslensk fyrirtæki eiga í miklum erf- iðleikum með að fjármagna sig á er- lendum mörkuðum og aðgengi að fjármagni á Íslandi er takmarkað eft- ir að bankarnir hrundu í byrjun októ- ber síðastliðins. Hvernig stendur fjármögnun fyr- irtækja eins og Landsvirkjunar? Fyrirtækið hefur að langmestu leyti fjármagnað sig fyrir árið 2009 en þarf fjármögnun fyrir 2010-2013. S&S MAGN bréfapósts nú fyrir jól er mjög svipað því sem verið hefur undanfarin ár, að sögn Ágústu Hrundar Steinarsdóttur, forstöðumanns markaðs- og kynningardeildar Íslandspósts. „Við sjáum álíka mikið magn af bréfapósti og síðastliðin ár en það er einhver samdráttur í pökkum.“ Þyngd þess pósts sem Íslandspóstur hefur tekið við og sent í desember er um 1.200 tonn. Nægur mannskapur hefur verið til að bera út og að sögn Ágústu leggjast allir í fyrirtæk- inu á eitt til að allt gangi sem best fyrir sig. 1.200 tonn flæða um íslensk pósthús Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.