Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 29
Börkur Thoroddsen, tannlæknir:
NOTKUN VERKFÆRABAKKA
Á síðustu árum hafa skapazt ný viðhorf í tannlækning-
um. Mörg vandamál í rekstri tannlækningastofu, sem
áður voru óþekkt, verður nú að leysa. Nefna má:
a) Aukna aðsókn sjúklinga.
b) Framfarir i tannlækningum, en þær hafa í för með
sér kröfur um betri tannlækningar.
c) Aukinn reksturskostnað.
d) Kröfur um endur- og viðhaldsmenntun tannlækna.
e) Almennar óskir um styttri vinnutíma.
Ef leysa á þessi vandamál verður tanlæknirinn að af-
kasta meiru á tímaeiningu án þess þó að lækka „stand-
ardinn“ eða auka streituna. Praxisadministration eða
praxisrationalisering er því hugtak, sem nútima tann-
læknar verða að hafa í huga, svo að þeir geti haft fulla
ánægju af starfinu.
Á siðasta áratug hafa verið gerðar umfangsmiklar
rannsóknir á vinnuvenjum og afköstum tannlækna, svo-
kallaðar „time and motion“ kannanir. Nefna má kömiun
sem gerð var af Westchester-Fairfield Work Simplifica-
tion Group 1968. Hópurinn komst m.a. að þeirri niður-
stöðu, að það hefur ýmsa kosti í för með sér ef tann-
læknir situr við vinnu sína og notar hjálparfólk til þeirra
starfa, þar sem sérþekking hans er ekki nauðsynleg. Hóp-
urinn hendir einnig á kosti þess að nota verkfærabakka
við flestar aðgerðir á tannlækningastofu.
Notkun svokallaðra verkfærabakka er liður í að auka
hagkvæmni í rekstri tannlækningastofu. 1 stað þess að
þurfa að róta í skúffu til að ná í hvert verkfæri, er öll-
um þeim verkfærum og smáhlutum, sem notaðir eru við
27