Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 29
27
að hverju þvi er miðað gæti kvenþjóðinni og bygðinni til heilla og
sóma. Og þó grundvallarlögin taki ekki beint fram að svo skuli
vera, hefir jafnan verið reynt að hyggja starfið á kristilegum grund-
velli, rétt eins og hin félögin hafa gert sem taka fram þetta grund-
vallaratriði, svart á hvítu.
Hér finst mér liggja fyrir stórt og háleitt verkefni. Verkefni
sem alstaðar er handbært, því alstaðar mun eitthvað vera sem þarf
að “bæta” og “hækka.” Eg get jafnvel hugsað mér, að ef vandlega
væri að gætt, væri víða svo margt sem umbóta þyrt'ti, að gagnslaust
mætti virðast að leggja út í verkið, ekki sízt af því vitaniegt er að
verulegar umbætur er ætið torsóttar. En Rómaborg var ekki bygð
á einum degi. Þó sýnilegur árangur verði því lítill og seinunnin, má
með engu móti leggja árar í bát, heldur verður þrátt fyrir alt að
halda í áttina, hiklaust og í þeirri von, að eins og dropinn holar
steininn, muni stöðug viðleitni smám saman vinna hug á því sem
miður fer, og árangur til batnaðar koma í ljós.
Þegar kvenfélögin tóku fyrst að starfa, söfnuðum sínum til
eflingar, byrjuðu þau eðilega þar sem brýnust var nauðsyn til,
en það var að safna fé, söfnuðunum til styrktar. Var jietta eðlileg
byrjun, því alt vantaði til að söfnuðurnir gætu haldið uppi starfi
sínu. Og drjúgan skerf lögðu konurnar oft í safnaðarsjóðinn, og
margur dollarinn frá þeim kom sér vel. Það er mest kvenfélögunum
að þakka, hve prýðilega margar kirkjur vorar eru nú búnar að
innanstokksmunum. Fyrir þetta hafa félögin fengið viðurkenning
og þakklæti oftlcga. En lir því eg nú lief tækifæri til þess, langar
mig að mega hér leggja mitt þakklæti við annara þakklæti. Sjálf
hef eg ekkert hjálpað til í þessu verki, því eg kom ekki inn í kven-
félagsstarfsemina fyr en eftir dúk og disk.
Nú hýst eg við, að fjármál safnaðanna séu víðast komin í það
horf að ekki þurfi eins að treysta á fjárstyrk frá konunum eins og
áður. Finst mér því ekki ótrúlegt að lelögin gætu nú og i framtíð-
inni varið nokkrum hluta af tíma sínum og kröftum á öðrum svið-
um, en á sviði fjármálanna. Þó eru auðvitað kringumstæður ólíkar
hjá hinum ýmsu söfnuðum, og verður eðlilega hvert kvenfélag fær-
ast að dæma um það fyrir sig á hverju sviðinu þess brýnasta verk-
efni liggi, og haga starfi sínu eftir því.
Þar eð við kvenfélagskonur höfum hingað til starfað að fjár-
söfnun, og höldum sjálfsagt áfram að gera það, að meira eða minna
leyti, ættum við að gera okkur grein fyrir hvort við notum hentug-
ustu og arðsömustu aðferðirnar við það verk, eða ekki. Eg fyrir
mitt Ieyti efast ofnrlítið um að svo sé. Mér finst þegar við erum
að leggja út í eitthvert gróðafyrirtæki okkar—til dæmis skemtisam-
komu, bazaar eða annað, að við tökum ekki kostnaðinn, beinan og
óbeinan, nógu vel til greina; svo að þegar alt er búið höfum við
oft og einatt lagt—beint og óbeint—meira fé í kostnaðinn en við
loksins berum úr býtum. Þetta segi eg ekki til aðfinslu, heldur til