Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 10

Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 10
8 Hefir það styrkt Bræðrasöfnuð, og stofnanir kirkjufélagsins og gefið bágstöddum. Hið þriðja kvenfélag myndað 188(5 var i “Akra Township,” Pembina County, N. D. Skýrslur yfir störf þess hin fyrstu ár eru óglöggar, og veit eg ekki með vissu um nafn þess í byrjun. Nokkr- um árum síðar mun því hafa verið gefið nafnið “Gleym Mér Ei,” er það var endurreist eftir fárra ára hvíld. Á hinu fyrra starfs- límabili félagsins er aðallega getið um tvær konur sem leiðtoga. Guðrúnu Árnason (Anderson) og Hólmfríði Ingjaldson, nú í Árborg. Mun þetta íelag hafa styrkt Péturssöfnuð, gefið til stofn- ana kirkjufélagsins og einnig hjálpað nauðstöddum. Þetta sama sumar, 5. ágúst, 188(5, var kvenfélag Hins fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg myndað af frú Láru Bjarnason. Var hún forseti þess frá byrjun þar til árið 1915 að hún bað um lausn frá því starfi. Er þetta hið lang fjölmennasta kvenfélag meðal Vestur-fslendinga, telur nú níutíu og þrjá meðlimi. Hefir það ávalt starfað af fráhærum dugnaði, lagt mikið í'é árlega til safnaðar síns og styrkt höfðinglega öll fyrirtæki kirkjufélagsins, þar að auki gefið árlega stórupphæð til liknarstarfs. Á stríðsárunum vann þetta félag með frábærum dugnaði i þarfir “Rauða Krossins” og hlaut heiðursviðurkenningu fyrir. Af tilhlutun þess félags hafa verið stofnuð tvö önnur félög meðal kvenna tilheyrandi söfnuðinum: Dorcasfélag, stofnað 1912 meðal ungra stúlkna, og “Junior Ladies Aid,” meðal yngri kvenna, stofnað 1931, og telur nú sextíu og tvo meðlimi. Starfa bæði þessi félög að kirkjumálum og líknarstarfi. Kvenfélag Hins fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg á heið- urinn af því að hafa fyrst hrint í framkvæmd hugmyndinni með stofnun gamalmennaheimilis meðal Vestur-íslendinga. Árið 1901 byrjaði það félag sjóð til stvrktar því fyrirtæki. Var sjóðurinn byrjaður með fimtíu dölum; tólf árum siðar (1913) var sjóðurinn orðinn þrjú þúsund, sjö hundruð og fjörutíu og átta dalir. Var hann þá afhentur kirkjufélaginu er stofnsetti elliheimilið “Betel” 1. marz, 1915. íslenzkar konur i Minnesotaríki mynduðu félag árið 1888. Fyr- ir því gengust aðallega þrjár konur: Aðalbjörg Jóakimsdóttir, Margrét Jónsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir. Starfaði þetta félag aðeins fá ár sökum erfiðleika frumbýlingsáranna; var það svo endur- reist vorið 1908 sem kveníelag Vesturheimssafnaðar og gefið nafnið “fsafold.” Hefir það haldið áfram starl'i síðan og látið margt gott af sér leiða. Tilheyra því nú tuttugu og tveir meðlimir. Það sama ár (1888) var einnig myndað kvenfélag Vídalins- safnaðar. Gengu i það átján konur á stofnfundi. Þrátt fyrir alla fátækt og erfiðleika frumbýlingsáranna varð þessu félagi mikið ágengt og starfaði af dugnaði fram til aldamóta. Um það leyti flutti fjöldi fólks burt úr Akrabygð vestur í Mouse River dal, austur til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.