Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 20

Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 20
18 Börnin og náttúran Eftir Ragnhildi Guttormsson Náttúran—móðir vor. Þannig komumst vér oft að orði og ekki að ástæðulausu. Náttúran er undirstaða alls mannlifsins. Ekki einungis sækjum vér lífsuppeldi vort i skaut hennar, heldur eiga listir og vísindi þangað rót sína að rekja. Tónskáldin leitast við að túlka raddir náttúrunnar í tónverkum sínum: þyt golunnar í lauf- blöðunum, fuglasönginn, og hamfarir stormsins; listamaðurinn reynir að lýsa með burstanum, titrandi tunglskinsgeislunum á hafs- öldunum, hátign fjallanna, og hinni friðsælu kyrð skógar-runnanna; vísindamaðurinn kannar ómælisdýpt himingeimsins með sjónauka sínum, og kaíar í djúp úthafsins til að neyða það til að láta uppi leyndardóma sína; og skáldið syngur fegurst, er náttúran er yrkis- efni hans. Hinn óþreytandi manns-andi er sífelt að leita og finna, en verk- efnið sækir hann einatt til náttúrunnar. Hún er göfugur, örlátur vinur er aldrei l>regst, heldur veilir frið og gleði í ríkum mæli þeim er leita á náðir hennar. Verk þessara manna geymast eður gleymast alveg í hlutfalli við hve nærri þeir komast hjarta náttúrunnar; hve vel þeir túlka fegurð hennar eður leysa úr ráðgátum tilverunnar. Ekki svo að skilja að þeir vinni verlc sitt með það fyrir augum að ávinna sér hylli eður lófaklapp fjöldans. Það hefir aldrei verið markmið hins sanna mikilmennis, heldur finna þeir nautn og svölun sálum sírium í því að dýrka i kyrþey náttúru-vísindin. Það er hið góða hlut- skiftið, og heppnir eru þeir, er það velja. Það mætti í þessu sambandi nefna menn eins og Isaac Newton, Copernicus, Humboldt, Linnaeus, Wordsworth, Liszt, Brahms.Whit- man, Carot, Fiske, Thoreau, Burbank, og okkar eigin Jack Miner. Þetta og svo mörg, mörg önnur eru nöfn, er vér nefnum með hinni mestu lotningu, en alt eru þetta menn er fundu sina dýpstu ánægju og lífs-gleði í að athuga náttúruna og lögmál hennar, og bygðu sér ódauðlegan minnisvarða, er þeir reyndu að lýsa fyrir öðrum hrifn- ing sinni. Benedikt Gröndal, einn af okkar djúpvitrustu íslenzku skáldum segir: “Hvi leitar ])ú í Ijósum veizlu-sal Að lífsins gleði, þar sem hún er fjær. Hún er þar langt í burt, í djúpum dal, Þar dögg á smáum eyrar-rósum hlær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.