Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 13

Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 13
11 Árið 1905 var kvenfélagið “Baldursbrá” stofnað í Baldur, Manitoba. Hefir það starfað að kristindómsmálum og ýmsum öðr- um velferðarmálum bygðarinnar. Ivvenfélagið “Viljinn” í Mozart, Sask., var stofnað 1908 af frumbyggjara konum þeirrar bygðar. Frumkvöðull stofnunar þess mun hafa verið Guðríður Johnson, nú til heimilis í Winnipeg. Störfuðu félagslconur af miklum dugnaði, og settu ekki fyrir sig þó hvorki væru símar, járnbrautir, né önnur þægindi. Með sam- vinnu “Good Templars” bygði það samkomuhús í Mozart og nú hefir kvenfélagið keypt hlut G. T. í því og á það eitt. Árið 1909 var kvenfélag Augustínussafnaðar myndað. Hefir Jiað félag starfað á sama hátt og önnur safnaðarkvenfélög; hel'ir gefið sæti, orgel, prédikunarstól og altarisáhöld í kirkju safnaðarins á Kandahar. Á stríðsárunum hlaut það heiðursviðurkenningu fyrir starf í þarfir Rauða Kross félagsins. Minnist konan, sem samið hel'ir skýrslu þess lelags á það með fögrum orðum, að þó nú sé litið um inntektir félagsins sökum kreppunnar, hafi l'undir þess þó mikla þýðingu, þar sem konum gefist tækifæri “til að gleyma annríki og áhyggjum í bili.”—Vildi eg mega bæta þar við að það hefir ekki verið alllítill þáttur í starfi allra kvenlelaga; fundir þeirra eiga að vera þannig að hver meðlimur lari þaðan styrkari og færari fyrir hið tilbreytingarlausa starf sem bíður hennar heimafyrir. Iívenfélagið “Björk” að Lundar, Manitoba, var stofnað 10. apríl, 1910. f byrjun starl'aði það aðallega að líknarstarfi. Tólf árum síðar gerðist það safnaðar-kvenfélag. Tilheyra því nú um þrjátíu meðlimir. Árið 1910 var kvenfélagið “Fjallkonan”, í Langruth, Manitoba, myndað með tuttugu og sex meðlimum. Tilgangur þess var að hjálpa á ýinsan hátt Rauða Ivross starfinu og vann það með miklum áhuga meðan á stríðinu stóð. Eftir stríðslok vann það að ýmsum bygðarmálum. 10. nóv., 1924, var boðað til fundar til að ræða hvort ekki væri hægt að gera þá breytingu sein myndi líkleg til að auka áhuga og bæta við tölu meðlima. Var þá samþykt að breyta nal'ni og stefnu félagsins. Er það nú “Kvenfélag Herðubreiðarsafnaðar.” Hefir það starfað með dæmafáum dugnaði hin síðari ár og lagt fram mikið fé til kirkjubyggingar og fleira. Vorið 1923 mynduðu konur í Árnesi i Nýja fslandi félag, til styrktar hinum lútcrska söfnuði bygðarinnar. Var það myndað með tólf meðlimum. Mun það hafa starfað eftir föngum. Árið 1922 var kvenfélagið “Tilraun” myndað að Vogar, Mani- toba fyrir tilhlutun séra Adams Thorgrímssonar. Var tilgangur þess að stuðla að þvi að kristilegt sal'naðarlif gæti blómgast í bygð- inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.