Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 17

Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 17
15 Hverl sem við förum í heiminum finnum við fjölskyldulíf á hærra eða iægra stigi; á meðal heiðingja er víða sterk föður- og móðurást. Rétt nýlega fékk eg bréf frá trúboða í Afríku. Segir hún mér frá manni sem oft hafði komið til trúboðsstöðvanna og hafði svo breytst eftir að vera við guðsþjónustur þar. Svo kom það fyrir að einkasonur hans á þriðja ári veiktist hastarlega. Ivom faðirinn með hann á trúboðasjúkrahúsið og þar batnaði barninu. Kom faðirinn þá til trúboðans og sagðist vilja læra meira um þann Guð sem hún væri að tala um. Sésl þar föðurást hjá einum svörtum Afríkumanni. Þegar við lesum veraldarsöguna skilst okkur fyllilega að vel- megun þjóða hvíla á heimilinu. f biblíunni sjáum við hve Guð blessaði fjölskyldur sem heild. Þegar Nói hal'ði bygt örkina sagði Guð við hann: “Gakk þú og alt ]iitt fólk í örkina.” Og dyrum ark- arinnar var ekki lokað l’yr en l’jölskyldan var komin inn. Þegar Abraham var kallaður til Kanaan tók hann alla fjölskyldu sína með sér. Þegar englarnir komu til Lols sögðu þeir honum að koma með konu sína, syni og dætur og tengdasyni, út úr Sodoma. En þegar tengdasynir hans hlóu að því og neituðu að fara, sagði engillinn honum að taka dætur sinar og konu með sér, og þegar það drógst l'yrir þeim að fara, tók engillinn í hönd þeirra og leiddi þau af stað. Guð vill að fjölskyldan öll, ekki aðeins faðir eða móðir, hlýði sinu boði og fylgi sér. Skýrlega er sett fram í sögu Salomons, að engin varanleg blessun sé fáanlega þar sem ekki er lögð rækt við heimilislífið. Hann var sá vitrasti og voldugasti konungur sins tíma. Musterið er hann bygði Guði var fegurra og fullkomnara en nokkurt annað musteri er heimurinn hefir átt. Sjaldan finnur maður betri bæn en þá er Salomon flutti er musterið var vígt. Þrátt fyrir alt þetta fór svo, að nokkrum tíma seinna er Salomon farinn að tilbiðja skurð- goð. Hvernig stendur á því, og hvaðan komu þessi goð? Þau voru flutt með hans mörgu heiðnu konum, heimili lians var orðið goða hof. Ilann hafði gleymt ásetningi sínum, að þjóna Guði og honum einum. Og Guð veitti honum ekki lengur blessun sína, svo máttur hans og vizka fóru þverrandi. f sögu Grikkja og Rómverja lesum við það saraa; mikil auðæfi, stór her á landi og sjó, menning á hæsta stigi, mikið ritað í bundnu og óbundnu máli, fagrar myndir málaðar. Alt Jiað sem kallast “kultúr” var þar að finna, en alt fór um koll, ])ví heimilislífið var öðruvísi en vera átti—bygl á röngum grundvelli. “Eta, drekka, og skemta sér” var alt sem hugsað var um þar. Sé alt Jjetta satt, þá er það líka satt að staða okkar, Jjó hvers- dagsleg sé, er ekki lítilfjörleg. Og þá kemur nýr blær á starfið því sannarlega höfum við stórt verk fyrir höndum. Við l'innum oft til þess að verkið er ekki unnið eins og ]>að ætti að vera unnið, eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.